18.10.2010 | 20:27
Heimssýn segir ósatt um orkumál
Í bloggfærslu hjá Nei-samtökum Íslands, Heimssýn, er sagt að ,,Evrópusambandið leitar fyrir sér eftir auknum valdheimildum til að stýra orkuauðlindum aðildarþjóða í þágu heildarhagsmuna sambandsins."
Vitnað er frétt af vefnum www.theparliament.com og er fyrirsögn "fréttar" Heimssýnar bein þýðing á fyrirsögn fréttar The Paliament.
Sé hún hinsvegar lesin kemur HVERGI fram að ESB sækist eftir einhverjum auknum valdheimildum til að stýras orkuauðlindum aðiladaþjóða í þágu sambandsins! Í inngangi segir: ,,The European commission is set to reveal a major blueprint it says is designed to secure EU energy supply beyond the next decade."
"Secure" þýðir í þessu samhengi að tryggja sér eitthvað og í framhaldinu er rætt hvernig eigi að ná ákveðnum markmiðum í sambandi við orkumál. Eining er rætt um fimm forgangsatriði, en eitt þeirra miðar að því að tryggja samkeppni í orkumálum og orku á hagstæðu verði.
Markmiðin líta svona út:
The new energy strategy identifies five "priorities", including:
An efficient use of energy "that translates into 20 per cent savings by 2020".
An "integrated market providing competitive prices, choices and security of supply;
Technological leadership delivering innovative and cost-efficient solutions;
Secure and safe provision of energy and
"Strong international partnership, notably with our neighbours."
En þetta þjónar ekki hagsmunum Heimssýnar, þar eru það hagsmnunir að snúa upp á sannleikann, og jafnvel búa til nýjan. Þetta mun verða gert í miklum mæli á komandi vikum og mánuðum.
Evrópa er einn stærsti "efnahagsmótor" heims! Það er ekki skrýtið að rætt sé um ORKU á þeim bænum. Nei-sinnar reyna hinsvegar hvað þeir geta til þess að snúa málum þannig að nú sé ESB að reyna gleypa þetta í sig. Sem er rangt. Svo einfalt er það!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það kemur mér bara ekkert á óvart að Heimsýn menn ljúga.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2010 kl. 22:11
Alveg hreint ótrúlegt. Ef það er svona margt á móti ESB aðild, af hverju þarf Heimssýn þá að segja ósatt.
Ég hreinlega skil þetta ekki.
En það besta við þetta er að margir munu trúa þessari vitleysu, alveg eins og með hervæðingu ESB.
Synd.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 22:19
Íslandi fylgir meiri orka á pr. haus en annarsstaðar til þekkist og ef ég væri fulltrúi ESB þá myndi ég endilega reyna að troða þessari forríku sveitaþjóð í klúbbinn með góðu eða illu. Og endilega að reyna að plata hana sem mest á meðan vonleysið nær hámarki, helst á meðan þjóðin á undir vök að sækja...
Og hvað fáum við, Afslátt af tómatsósu og hamsatólg verður bönnuð...
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:36
Gylfi: Ertu að segja það að Heimssýn hafi rétt fyrir sér? Er svo mikið til af orku á Íslandi? Kanski ef Gullfoss er virkjaður.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:46
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 01:03
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga."
"Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 01:08
Í fyrsta lagi þá er vatnsorkan ekki að fullu nýtt og jarðorkan er ekki að fullu rannsökuð. Við vitum það eitt að hryggurinn liggur í gegnum landið allt og undir honum eru miklir peningar. Hvað eru orfáir tugir borhola á móti öllu því landsvæði sem við eigum.
Í annan stað þá er vindorka nær algjörlega ónýtt á landinu og þróunin erlendis mjög hröð. Í framtíðini munum við fórna verðlitlum og sendnum strandsvæðum undir slík orkubú, nema við fáum meira úr landinu með öðrum hætti.
Í þriðja lagi eru sjávarfallavirkjanir að teiknast nú sem raunverulegur kostur og einn ein tekjulindin.
Í fjórða lagi er olían innan seilingar og það veit ESB örugglega enn betur en við hér heima. Ég myndi gefa Samfylkingunni góða peningasúpu undir borðið ef ég væri stækkunarstjóri ESB, bara vegna olíumöguleikans sem fylgir 300.000 hræðum.
En olía er ekki í hendi þótt mjög sterk rök hnígi í þá átt og við muum vinna hana með aðstoð norðmanna með tíð og tíma. Íslendingar og Norðmenn verða saudar norðursins og allt of ríkar þjóðir að mati ESB sósíalsins sem vill innlima auðævi okkar til að deila til þjóða sem búa við sólskin að vetrarlagi.
Það vita flestir fullgreindir íslendingar að sprungan í gegnum landið er hvergi nærri fullboruð og fyrsta djúpborunarholan sem "mistókst" er að gefa gríðarkrafta sem má hæglega nálgast annarsstaðar.
Það er því afsalssinnum til hags að gera sem minnst úr orkunni okkar og minnast ekki á allt það land sem við gætum sett undir upphituð gróðurhús o.m.fl.
En menn eins og ég og aðrir atvinnuframfarasinnar sjá ekkert nema möguleika á meðan röng mynd er dregin upp af landinu til að þvinga þjóðina til fullveldisafsals. Við sjáum svik,óheiðarleika og brot á grundvallarskyldu okkar sem borgara að leita ekki allra leiða til að viðhalda fullveldi eins og forfeður okkar lögðu upp með.
Það væri nú meiri aumingjaskapurinn að gefa frá okkur allt þetta dásamlega land fyrir afslátt af tómatsósu en það er nákvæmlega það sem er verið að bjóða.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 01:12
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 01:18
Hvert stefnir heimurinn. Orka verður bara dýrari og erfiðari til aðfanga og hið sama gildir um matvæli. Hvoru tveggja okkar vannýttustu svið en hér er aðeins um 5-10% nýting ræktanlegs lands og global warmimg virkar fínt fyrir okkur.
Auðvitað eigum við að spila með sigurvegurunum sem er Asía. Við erum dýrmætt gateway í viðskiptalegu tilliti og 70% heimviðskpta verða í Asíu eftir 20 ár skv. spám. Þessir gulu eru að jarða okkur agalausu vesturlandabúana.
Auðvitað mun ESB hugsa fyrst um eigin rass þegar að sverfur í orkumálum heimsins. Auðvitað verður okkur sagt hvert við eigum að selja og á hvaða verði. Auðvitað verður okkur ekki leyft að safna auð á meðan bretinn eða þjóðverjinn lækkar í ofninum vegna verðlags og skelfur.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 01:27
VIÐSKIPTI EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG KÍNA:
"EU-China trade has increased dramatically in recent years.
CHINA IS NOW THE EU'S 2ND TRADING PARTNER behind the USA AND THE BIGGEST SOURCE OF IMPORTS.
THE EU IS CHINA'S BIGGEST TRADING PARTNER.
The EU's open market has been a large contributor to China's export-led growth.
The EU has also benefited from the growth of the Chinese market and the EU is committed to open trading relations with China.
However the EU wants to ensure that China trades fairly, respects intellectual property rights and meet its WTO obligations."
"The EU-China High Level Economic and Trade Dialogue was launched in Beijing in April 2008."
"In 2006 the European Commission adopted a major policy strategy (Partnership and Competition) on China that pledged the EU to accepting tough Chinese competition while pushing China to trade fairly.
Part of this strategy is the ongoing negotiations on a comprehensive Partnership and Cooperation Agreement (PCA) that started in January 2007.
These will provide the opportunity to further improve the framework for bilateral trade and investment relations and also include the upgrading of the 1985 EC-China Trade and Economic Cooperation Agreement."
"THE EU WAS A STRONG SUPPORTER OF CHINA'S ACCESSION TO THE WTO, arguing that a WTO without China was not truly universal in scope.
For China, formal accession to the WTO in December 2001 symbolised an important step of its integration into the global economic order.
The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.
IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED."
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 01:31
Það er gott mál að við Íslendingar höfum nóg af orku. ESB er ekki að fara að seilast í hana. Við getum gert það sem við viljum með orkuna OKKAR.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2010 kl. 06:46
@Gylfi Gylfason, Þú átt kannski erfitt með að trúa því, en í dag eru íslendingar búnir að taka upp eiginlega upp öll orkulög ESB núna í dag. Það var gert fyrir nokkrum árum síðan að kröfu EES samningins eins og skilmálanir liggja þar fyrir.
Það er einfalt að halda því fram að á Íslandi sé meiri orka á hvern íbúa en í öðrum löndum. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti allrar raforkuframleiðslu íslendinga fer núna til álvera en ekki til almennra notenda á Íslandi.
Annað sem þú kemur með hérna er tóm della og margt því lyktar af samsæriskenningum sem þú ert búinn að semja sjálfur. Jafnframt sem að þú ert hreinlega oft á tíðum bara að ljúga hérna án þess að hika við það.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 07:58
Tek heils hugar undir með Gylafa Gylfasyni hér að ofan.
Fín komment hjá þér sem fara mikið í taugarnar á úrtöluliðinu hér, sem vill með öllum ráðum fórna fullveldi okar til að véla okkur undir helsi ESB apparatsins !
Gunnlaugur I., 19.10.2010 kl. 08:12
Gunnlaugur: En um hvað eru athugasemdir Gylfa? Þjóðir hugsa um orkunýtingu, orkugjafa o.s.frv.
Ég er viss um að umræðan á Spáni er eins og í Þýskalandi.
Þjóðirnar þurfa á orku að halda eins og aðrar þjóðir. Nú þarf að finna orkugjafa framtíðarinnar og búa til skýra stefnu í þessum málum.
Eða er kjarnorka og kol enn framtíðin á Spáni? Ég held ekki.
En á Íslandi er hægt að blekkja fólk og segja því eitthvað annað en staðreyndir. Það finnst mér leiðinlegt þegar það er gert.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:02
@Gunnlaugur I., 19.10.2010 kl. 08:12, Þú býrð á Spáni sem er í ESB. Ég mun fljótlega flytja til Danmerkur sem er í ESB.
Ég hef reyndar aldrei komið til Spánar, en í Danmörku hef ég aldrei orðið var við þetta "helsi" eða "fórn fullveldis" dana inn í ESB eins og þú heldur fram hérna. Hvað þá að danir hafi verið "vélaðir" inn í ESB eins og þú heldur fram hérna.
Þú ert og hefur alltaf verið fullur af tómri þvælu.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 13:28
Forsætis- og fjármálaráðherra - Auðlindir verði þjóðareign
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 15:28
Já það er geðsleg staða eða þanni að þurfa að selja þjóðinni þá hugmynd að við munum væntanlega eiga áfram okkar auðlindir en vera samt ekki algjörlega viss. Ekki
Þið getið hvorki sagt mér bensín eða sykurverð árið 2030, né getið þið selt mér þá hugmynd að við höfum fulla og óskipta stöðu til að umgangast okkar auðlindir nákvæmlega eins og hentar þjóðinni.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:14
árið 2030 altso.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:14
@Gylfi Gylfason, 19.10.2010 kl. 16:14, Þessu eru danir eru ósammála. Enda eiga þeir fullt af olíu og framleiða þar að leiðandi mikið úr henni. Þessa olíu eiga danir sjálfir. Alveg eins og að Bretar eiga sína olíu og gas sjálfir. Báðar þessar þjóðir eru aðildar að ESB og hafa verið lengi.
Þannig að fullyrðing þín um að íslendingar muni tapa yfirráðum yfir auðlyndum sínum við ESB aðild eru því ekkert minna en lygi af þinni hálfu. Sérstaklega í ljósi þess að þú hefur verið leiðréttur margoft hérna nú þegar.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 16:25
Þú ert ekki forspár Frímann frekar en nærspár og getur ekkert sagt um orkuöflun heimsins eftir 20 ár plús.
Er tilviljun að ESB ásælist dvergríki með miklar auðlindir pr. haus ? og vilji endilega fá okkur með....
Fyrir afslátt af tómatsósu en það er jú eina gulrótin sem ég heyrt um efnagahshlipð málsins
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:34
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til dæmis UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 16:53
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 16:56
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 17:00
Gylfi
Þá er augljóst að þú hefur ekki kynnt þer málið og hefur ekkert vit á ESB.... þar af leiðandi ekki marktækur.
Tómatsósur??? lol :)
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2010 kl. 17:06
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 17:09
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 17:11
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 17:24
Heimssýn að ljúga? Nú jæja. Og hvað annað er í fréttum? Hvenig gengur þeim að endurreisa Kalmarríkið?? Haha Kalmarríkið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 18:06
@Gylfi Gylfason, 19.10.2010 kl. 16:34, Þjóðrembur og bullarar eins og þú halda því gjarnan fram að íslendingar eigi miklar orkuauðlyndir.
Staðreyndin er einföld og hún er þessi. Þetta er kjaftæði og hefur alltaf verið það. Þó svo að öll orka á Íslandi væri virkjuð og sett í sæstreng til Evrópu þá mundi það ekki einu sinni duga til þess að keyra sæmilega stóran bæ í Evrópu. Þá með íbúa sem er minna en ein milljón. Öll orka á Íslandi er innan við 1% af því sem Evrópa framleiðir og notar núna í dag.
Samkvæmt CIA World Factbook, þá er þetta heildaframleiðsla ESB ríkjanna í rafmagni árið 2007 (mat), 3.08 trillion kWh (2007 est.)
Þetta hérna er notkunin fyrir sama tímabil, 2.906 trillion kWh (2007 est.).
ESB í CIA World Factbook.
Rafmagnsframleiðsla íslendinga árið 2009 (mat), 16.84 billion kWh (2009 est.)
Notkun íslendinga á rafmagni árið 2009 (mat), 16.48 billion kWh (2009 est.)
Ísland í CIA World Factbook.
Fullyrðingar þínar þess efnis að ESB eða nokkurt annað ríki ásælist einhverjar auðlyndir íslendinga eru því ekkert annað en hreint og bein della sem hefur ekkert með raunveruleikann eða staðreyndir málsins að gera.
Það er vissulega ómögurlegt að segja til um orkuöflun eftir tuttugu ár. Enda gæti ný tækni komið fram sem gæti hæglega breytt hugmyndum manna um það hvernig best sé að afla orku á góðan og umhverfisvænan hátt.
Íslendingar hafa ekkert að óttast um sínar auðlyndir (þessar fáu sem íslendingar hafa). Það er enginn sem sækist í þær og mun ekki gera. Enda er fátt við þær að gera. Nema þá kannski nota þær til þess að okra á innanlandsmarkaðinum með fákeppni.
Ég ætla ennfremur að benda þér á Gylfi að íslendingar selja nú þegar nokkrar auðlyndir sínar ódýrt til erlendra ál framleiðenda. Sem græða núna á ódýrri íslenskri raforku. Vegna þeirra spilltu stjórnmálamanna sem hjálpuðu þessum fyrirtækjum við að koma sér fyrir á Íslandi og útveguðu orkuna ódýrt til þeirra. Þetta er þekkt saga og ekkert ný á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 18:47
Ég skal alveg fúslega viðurkenna viðurkenna að ég er ekki ESB sérfræðingur en ég skal segja ykkur hvað ég veit alveg 100%
Af þjóðræknisástæðum einum saman mun ég segja nei og legg til grundvallar þá staðreynd að hér býr ekki bara uppgjafarfólk sem reynir nú að nýta sér bágt ástand í stað þess að mætta uppréttri þjóð. ESB sinnar völdu að mæta þjóðinn undir neyðarástandii og það henta ykkur að tala okkur hin niður. Fyrir vikið eru hér að myndast 2 þjóðir í sama landinu og lúalegri aðfarir stjórnmálamanna eru vandfundnar.
Og fyrst þið snillingarnir ætlið að reyna að gera mig marklausan þá skal ég segja ykkur eitt.
Ég sit ekki við skriftir heldur er á leiðinni til Kína til að efla tengsli mín og nota ísland sem platform fyrir sölu til USA og EU ríkja. lega landsins og tollaálögur hafa búið til þennan möguleika sem verður örugglega ekki kynntur sérstaklega af núverandi stjórnvöldum.
Þið eru viljandi að kynda undir aumingjaskap og fólk sveltur í þessu landi á meðan beljurnar eru reknar sem lengst frá fjósinu því þær eru ekki í réttum fánalitum.
Mér eins og mörgum öðrum alvöru íslendingum er alveg nákvæmlega sama um tómatsósuafsláttinn sem ESB byður okkur gegn því að stinga löppinni inní stjórnkerfi okkar. Ég hef stundað kaupmennsku í 20 ár og veit betur en margir aðrir að ísland erdýrasta smásöluland heims vegna Jóhannesar Jónssonar og þeirra álagningahefða sem hefur innleitt eða verndað undir verndarvæng hinnar gerspillru Samfylkingar.
Að hlusta á loforð ykkar um afslætti og góð verð í okkar viðskiptaumhverfi er eins og að hlusta á skrumkennda heildsala og ég kaupi engan veginn tilboð ykkar um betri hag, rétt eins og þorii þjóðarinnar til þessa.
Afstaða þjóðarinnar á að myndast undir eðlilegum kringumstæðum en þrátt fyrir það er fyljgi ykkar lítið og fátt bendir til inngöngu okkar. Við sjáum einfaldlega ekki að við þurfum ekki á ESB að halda, þvert á míti hefur ESB miklu meiri þörf fyrir okkur sé litið til lengri framtíðar.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 19:18
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags.
Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:38
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 1,4% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Sveriges Riksbank
Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% en verðbólgan 1,8% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
European Central Bank - Key interest rates
Euro area inflation estimated at 1.8%
Publish Date: 30-SEP-2010
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:39
Verðtryggt 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.
Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:40
Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.
Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.
Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.
EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:42
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:43
Býlum hér mun ÁFRAM fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita SÉRSTAKA STYRKI VEGNA LANDBÚNAÐAR á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega SJÁLFIR STYRKJA LANDBÚNAÐ sinn sem nemur 35% UMFRAM ÖNNUR AÐILDARLÖND ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:44
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]
En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."
Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Og árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:46
28.9.2010:
Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.
Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.
Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.
Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:50
Erlendir bankar hafa verið tregir til að starfa hér vegna íslensku krónunnar en það myndi breytast með upptöku evru
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:55
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.
Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.
Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda."
Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 19:57
@Gylfi Gylfason, 19.10.2010 kl. 19:18, Það er alltaf sami lyga kjafturinn á þér núna eins og fyrri daginn.
Það má vel vera að þú getir stundað góð viðskipti við Kína. Íslendingar eru hinsvegar ekki með neinn Fríverslunarsamning við Kína og hann mun ekkert koma á næstunni.
Þú hreint og beint lýgur uppá Samfylkinguna þegar þú segir að sá stjórnmálaflokkur hafi tryggt álagningarhefð Jóhannesar í Bónus. Staðreyndin er hinsvegar sú að Samfylkingin hefur aðeins verið við völd frá árinu 2007. Þannig að Jóhannes í Bónus hefur lítið þar að vinna.
Þú hinsvegar veist fullvel að Jóhannes í Bónus er sjálfstæðismaður og hefur alltaf verið það. Þannig að starfshættir hans hafa verið með fullu samþykki sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Þannig að hérna ertu að ljúga eins og svo oft áður í umræðunni.
Afstaða þjóðarinnar mun myndast af þeim upplýsingum sem hún fær. Það er staðreynd að ESB andstæðingar á Íslandi nota hvert tækifæri sem þeir fá til þess að ljúga um ESB og starfsemi þess. Alveg eins og þú ert að gera hérna. Það verður þeim að falli og hefur verið það nú þegar.
Eitt er alveg öruggt og það er sú staðreynd að þjóðræknisástæðunar sem þú setur hérna fram sem einhversskonar rök munu ekki færa fólki mat á diskinn eða atvinnu.
Hinsvegar er ljóst að ESB aðild Íslands mun örva efnahag Íslands, auka atvinnu og leysa úr þeim vandamálum sem íslendingar þjást af núna. Það er íslenska krónan og þau vandamál sem fylgja þeim gjaldmiðli.
Þegar þú segir nei Gylfi við aðildarsamningi Íslands og ESB þá ertu ekki eingöngu að segja nei gegn efnahagslausnum fyrir íslendinga. Heldur ertu einnig að segja nei gegn efnahagsstöðugleika og hagsæld á Íslandi. Vegna þess að þetta tvennt helst í hendur og hefur alltaf gert það.
Íslendingar eru að átta sig á þessu núna og munu því samþykkja ESB aðildarsasáttmálann og ESB aðildina þegar kosið verður um það á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 23:09
Varðandi Fríverslun þá flyt ég inn vörur í gjaldalausum flokkum og þeir eru margir í mínu sérfagi sem eru varahlutir og annað electronics.
En fríverslun myndi auka möguleikana en ég þarf ekki að kvarta
Jóhannes er ekki Sjálfstæðismaður fyrir fimmaura heldur lýðskrumari og hentistefnumaður.
Svo hefur þú ekkert með að greina hvort við græðum á aðild eða ekki því þú getur ekki sannað það frekar en neinn annar sem reynt hefur.
Þú talar hinsvegar alltaf eions og þú vitir allt og líði þér bara vel með' það væni
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 23:18
@Gylfi Gylfason, 19.10.2010 kl. 23:18, Þetta eru handónýt mótrök hjá þér. Enda ekki við neinu öðru að búast þar sem þú hefur engin mótrök og hefur ekki haft frá upphafi.
Íslenska ríkið setur ekki tolla á mörg raftæki. Þetta er þó ekki algilt, enda eru tollar á ýmsum raftækjum tengdum sjónvarpsmóttöku og gervihnattabúnaði.
Jóhannes var og er í sjálfstæðisflokknum eftir því sem ég kemst næst. Hvað hina hæfileikana hans. Þá er það alveg í línu við marga sjálfstæðismenn sem eru bæði lýðskrumarar og hentistefnumenn.
Það er nú ofboðslega einfalt að greina og sanna það að íslendingar muni græða á ESB aðild. Sérstaklega í ljósi þess að núverandi ástand virkar ekki og mun ekki virka á næstu árum.
Fullyrðingar andstæðinga ESB Íslandi um að allt sé svo slæmt þar hafa alltaf verið ekkert nema tóm þvæla og það mun verða svo áfram.
Íslendingar eru núna búnir að taka upp 2/3 hluta af lögum ESB í samræmi við EES samninginn. Gallin er samt sá að íslendingar hafa ekkert að segja um þessi lög. Það breytist ef íslendingar gerast aðildar að ESB.
Einnig sem að hagur almennings mun batna við það. Enda verða vörur sem framleiddar eru innan ESB tollfrjálsar með öllu og slíkt mun lækka vöruverð á Íslandi til mikilla muna. Vegna þess að þá er ekki hægt að hækka vöruverð með tollabreytingum eins og Jón Bjarnarson gerði þegar hann varð Landbúnaðarráðherra.
Jón Frímann Jónsson, 19.10.2010 kl. 23:47
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 23:56
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.
Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum."
"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.
Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð STYRKJA sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."
"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."
"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.
En vegna gengisbreytinga telur meirihlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:00
Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:
"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."
"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.
Sænskir bændur eru bjartsýnir og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.
ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.
SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.
Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.
ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."
Sænskir bændur og Evrópusambandið
"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.
LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.
LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.
Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.
Lantbrukarnas Riksförbund
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:07
STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.
Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.
Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.
Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.
Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.
Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.
Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.
Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.
Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:15
INNFLUTNINGSKOSTNAÐUR FRÁ 2% AF VÖRUVERÐI.
Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, segir að langmestur hluti af innflutningi verslunarinnar komi frá Evrópu.
Andrés segir að kostnaður við innflutninginn vegi mismikið í verði hverrar vöru, frá 2% og upp í 20%.
Bræðurnir Ormsson hafa undanfarin ár meðal annars flutt hér inn myndavélar, leikjatölvur, hljómtæki, sjónvarpstæki, fartölvur og heimilistæki.
Innflutningskostnaður frá 2% af vöruverði
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:20
Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sú stærsta í Evrópu.
Jafn langt er að sigla frá Rotterdam til Reykjavíkur og Lissabon í Portúgal.
Flutningskostnaðurinn ætti því að vera sá sami á þessum siglingaleiðum.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:21
Frímann, ertu að segja að ég viti ekki hvað ég geri dags daglega, ég flyt inn vörur í hverri viku frá Kína og ert að segja mér hvað stendur á tollskýrslunum mínum. Þér er velkomið að mæta á starfskynningu í Símabæ en hér er líka erlend netverslun sem gerir það gott með kínavörum ofl. sem ég kem til landsins með allt niður í 5% frakt og flottri samkeppnishæfni við Kíverjana sjálfa sem senda á 7 dögum til Eu á meðan ég býð 2 daga til UK og max 4 til Evrópu.
Þetta gengur reyndar það vel að erlenda salan er að flytjast í sérstakt rekstarfélag utan smásölunnar og þá fara hjólin að snúast enn hraðar.
Þá þjálfaði ég 100 manns í Ebay sölumennsku sl. vetur og námskeiðin byrja aftur bráðlega. Henta mjög vel fyrir t.d. öryrkja og þá sem vilja vinna heima eða auka tekjurnar. Námskeiðið spilar m.a. á þá staðreynd að sendingarhraði frá Íslandi er mjög góður en ég hef verið í samstarfi við Póstinn með næamskeiðskynninguna sjálfa.
Þú ert svo fúll við mig, ég skal bjóða þér frítt á námskeið ef þig vantar sniðugan aukapening. Meilaðu bara í símabæ og ég bóka þig og þá verðum við ekki svona leiðinlegir.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:28
ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.
Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.
Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Niðurfelling allra tolla sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.
Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í útgerð og fiskvinnslu.
Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópuöndum.
Mikilvægi sjávarútvegs er mun meiri hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:33
Steini, þetta er svo mikið magn hjá þér maður.......
Ég sé bara vannýtt tækifæri og t.d. fullan Keflavíkurflugvöll af kínverskum vöruhúsum á frísvæði.
Kvótalaus viðskipti á stórum skalla sem skilja bara eftir gjaldeyri án þess að skemma land, eða afsala fullveldi.
Það keppir enginn við allt þetta ódýra vinnuafl, ekki er ég að borga Evrópu 2-300% smávöruálagningu á heildsölustigi í non-brand vörum.
Nei, ég hirði álagninguna af Kínavörunni sjálfur og rukka Evrópu
Þannig á að gera buisnes
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:34
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:35
Aukin áhrif íslenskra sveitarfélaga vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu - Mastersritgerð 2009
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:37
"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.
Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.
Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:39
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:40
Steini minn, heldurðu að ég sé bókasafn
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:41
ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.
"The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."
Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.
Statistical Yearbook of Estonia 2009
Swedbank:
"We have 9.5 million private customers and 650,000 corporate customers with 362 branches in Sweden and 222 branches in the Baltic countries.
The group is also present in Copenhagen, Helsinki, Kaliningrad, Luxembourg, Marbella, Moscow, New York, Oslo, Shanghai, St. Petersburg, Ukraine and Tokyo.
In June 2010, the balance sheet amounted to SEK 1,905 billion and the number of employees totaled about 17,500."
Skandinaviska Enskilda Banken (SEB):
"SEB är en nordeuropeisk finansiell koncern som betjänar över 400 000 företag och institutioner samt mer än fem miljoner privatpersoner.
Verksamheten omfattar främst banktjänster, men SEB har också en betydande livförsäkringsrörelse.
Fler än hälften av SEB:s cirka 20 000 medarbetare finns utanför Sverige.
I Sverige, Estland, Lettland, Litauen och Tyskland är SEB en universalbank.
SEB har också verksamhet i övriga Norden, Polen, Ryssland och Ukraina samt på ytterligare ett tiotal platser i världen.
Även på den nya marknaden i Ukraina är SEB inriktad på att vara en universalbank."
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:43
18.6.2010:
"Byggðastofnun, sem er rekin með ábyrgð ríkisins, er langt í frá ókeypis fyrir skattgreiðendur.
Þannig nam samanlagt TAP Byggðastofnunar síðustu fimm árin um 4,3 milljörðum króna.
Tekið skal fram að taptölurnar eru á verðlagi hvers árs, þannig að á núvirði væri upphæðin allmiklu hærri, eins og gefur að skilja.
Byggðastofnun fær AÐ AUKI fast framlag á fjárlögum til rekstrarins, sem nam 385 milljónum króna árið 2009, en samtals losuðu þessi framlög tvo milljarða króna á þessu fimm ára tímabili.
Þegar horft er til þess má með rökum halda því fram að rekstur Byggðastofnunar hafi kostað ríkissjóð og þar með skattgreiðendur um SEX MILLJARÐA KRÓNA á umræddu fimm ára tímabili.
Og umtalsvert meira ef fært væri til núvirðis."
Byggðastofnun kostar skattgreiðendur milljarða króna
12.6.2010:
"AFSKRIFTAreikningur ÚTLÁNA var 4.632 milljónir króna árslok 2009, eða 21% af heildarÚTLÁNUM."
Byggðastofnun tapaði þremur milljörðum króna árið 2009
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:46
ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.
RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.