Leita í fréttum mbl.is

Tillaga um áframhaldandi frost!

IS-ESB-2Eins og fram hefur komið í fréttum hefur lítill hópur þingmanna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að samhliða atkvæðagreiðslu um stjórnlagaþing verði einnig greitt um það að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka. Tillagan er hér

Í "röksemdarfærslunni" með tillögunni segir m.a: ,,Naumur og ósannfærandi meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókninni gefur ríka ástæðu til að kanna hug þjóðarinnar til málsins." Það var MEIRIHLUTI fyrir tillögunni á sínum tíma! Þannig virkar MEIRIHLUTALÝÐRÆÐI. Vita viðkomandi þingmenn (og formaður Nei-hreyfingarinnar, Ásmundur Einar Daðason) ekki þetta?

Það væri nú hægt að fara fram á kosningu um ansi mörg mál ef hugtakið "ósannfærandi" ætti að ráða för!

Svo er nöldrað yfir kostnaði: ,,Ekki verður séð að samhliða verði svigrúm hjá löggjafanum að innleiða þær reglugerðir og tilskipanir sem Evrópusambandið krefst á aðlögunarferlinu. Að auki hleypur kostnaðurinn við aðlögunarferlið á hundruðum milljóna sem ríkissjóður hefur ekki tiltækar nú um stundir. Rekstur ríkissjóðs er meira og minna fjármagnaður með erlendum lánum og virðist lítil breyting á þeirri staðreynd í sjónmáli. Rétt er að forgangsraða í ríkisrekstrinum og óhæfa að leggja af stað með svo kostnaðarsamar aðgerðir þegar svo stendur á." (Feitletrun ES-blogg)

Já, hversvegna er ríkissjóður jafn illa staddur og raun ber vitni? Fróðlegt væri að heyra svar frá þeim tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eru flutningsmenn, um ástæður þess!

Kostnaður við aðildarumsókn eru smápeningar miðað við þær hrikalegu afleiðingar sem slök efnahagsstjórn hefur kostað Íslendinga á liðnum árum, jafnvel áratugum. Við aðild að ESB er talið að Íslendingar muni spara um 70-80 milljarða á ári í minni vaxtakostnað. Þetta nægir í raun til þess að láta á málið reyna!En rökin fyrir aðild eru mun fleiri, sjá t.d. hér.

Svo kemur þetta eins og (léleg) rúsína í pylsuendanum: ,,Evrópusambandið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum og mun fara í gegnum róttæka endurskoðun á starfsháttum sínum næstu missiri og ár. Á meðan framtíðarhorfur Evrópusambandsins eru í óvissu er óskynsamlegt af Íslendingum að sækjast eftir aðild án þess að meiri hluti þjóðarinnar sé að baki umsókninni."

Mjög mörg lönd standa frammi fyrir miklum erfiðleikum um þessar mundir. Ekki er atvinnuástand glæsilegt í Bandaríkjunum. Og hvaða róttæka "endurskoðun án starfsháttum" er verið að tala um? Okkur hér á blogginu er ekki kunnugt um þær! Þvert á móti er stjórnkerfi ESB vel "fúnkerandi" og þar eru teknar mikilvægar ákvarðanir á hverjum degi. Ákvarðanir sem sumar hverjar hafa áhrif á okkur Íslendinga. En við höfum ekkert um þær að segja! Erum á hliðarlínunni  - og með gjaldmiðil í öndunarvél, sem enginn þorir að láta "anda" á eigin spýtur. Til mikilla hagsbóta og framfara fyrir atvinnulíf og fjölskyldur þessa lands. Eða hittó!

Þeir sem flytja þessa tillögu vilja hindar þjóðina í að taka afstöðu í þessu mikilvæga mála, hindra hana í því að fá að kjósa um aðildarsamning. Hún er flutt í þeirri von að þjóðin segi NEI og að umsóknin verði dregin til baka. Kannanir sýna hinsvegar að þjóðin vill aðildarviðræður og samning til að kjósa um.

Maltverjar stigu það ógæfuskref af leggja umsókn um aðild að ESB á ís. Þetta var það versta sem gerðist í þeirra aðildarferli, segja kunnugir! Maltverjar hafa það fínt innan ESB.

En sú tillaga sem runnin er undan rifjum Nei-hreyfingarinnar, er tillaga um áframhaldandi frost, um kyrrstöðu, um óbreytt ástand.

Á tímum þegar Ísland þarf einmitt að stórefla samskipti og samvinnu við aðrar þjóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er eins og höfundur þessa pistils skilji ekki tillöguna. Kannski viljandi. Hún er hvorki um kyrrstöðu né frost.

Þetta er tillaga um að stjórnvöld sæki lýðræðislegt umboð til íslenskra kjósenda, áður en haldið er áfram á vegferðinni til Brussel.

Hvað er svona hættulegt við lýðræðið?

Það veit hvert einasta mannsbarn að "samþykktin" á Alþingi í júlí 2009 var knúin fram með pólitísku ofbeldi. Með hótunum um stjórnarslit ef þingmenn greiddu ekki atkvæði með tillögunni. Það á ekkert skylt við lýðræði.

Nú er tækifæri til að leyfa lýðræðinu að hafa sinn framgang, en ekki sniðganga það eins og gert er í ESB í öllum stórum málum. Þar sem fólki er jafnvel bannað að kjósa um stjórnarskrána.

Ef meirihlutinn samþykkir áframhaldandi viðræður, er hægt að halda áfram með gilt umboð þjóðarinnar upp á vasann og enginn getur kvartað. Annars hætta. Þetta er ekki flókið.

Virðum leikreglur lýðræðisins. Það er of snemmt að taka upp ólýðræðislegar aðferðir embættismannanna í Brussel.

Haraldur Hansson, 19.10.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haraldur, Stjórnvöld fengu lýðræðislegt umboð kjósenda í alþingiskosningum. Það hinsvegar skiptir andstæðinga ESB á Íslandi litlu máli.

Hinsvegar yrði svona kosning samþykkt á þann hátt að aðildarviðræðum yrði haldið áfram með samþykki meirihluta íslenskra kjósenda. Þvert á það sem andstæðingar ESB á Íslandi eru að reyna fá fram með þessari bjánalegu hegðun sinni.

Jón Frímann Jónsson, 20.10.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010:

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 00:12

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

haraldur!

ertu viss um að þú vitir hvað LÝÐRÆÐI er/þýðir

Rafn Guðmundsson, 20.10.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef þetta er svona borðleggjandi og bara formsatriði að fá þetta á hreint, þá er bara að drífa í því og kjósa um leið og kosið er til stjórnlagaþings. Líklega verður svarið já, sbr. könnunina sem Steini Briem vísar í.

RAFN, já ég er viss um það.

Tony Brenton hefur skrifað lærðar greinar um lýðræði. Fyrir hann var lögð einföld spurning og við henni gaf hann einfalt svar.

Hvað er lýðræði?
 - Það er þegar greidd eru atkvæði um mál, þar sem kosningarnar eru bæði frjálsar og sanngjarnar. Þá er það lýðræði, annars ekki.

Þá var hann spurður:
Hvað eru frjálsar og sanngjarnar kosningar?
 - Þegar kjósendur geta varið atkvæði sínu eins og þeir sjálfir telja rétt, án afskipta, þvingunar eða þrýstings frá öðrum. Þá eru það frjálsar og sanngjarnar kosningar, annars ekki.

Það sem gerðist á Alþingi 16. júlí 2009 var afbökun á lýðræðinu og er svartur blettur á störfum löggjafans. Því miður.

Haraldur Hansson, 20.10.2010 kl. 01:17

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu og ömurlegt lýðræðisleysi sitjandi stjórnvalda að kanna ekki vilja þjóðarinnar áður en aðildarumsókn var þvingað gegnum þingið, setur síst af öllu vilja þjóðar og þings í samhengi.

Því ber að fagna að þingsályktunartillaga þessi sé komin fram og vonandi sér Alþingi allt sóma sinn í þvi að samþykkja hana.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2010 kl. 01:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.

Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.

En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.

Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.

Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því  hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.

Er einhver mótsögn í þessu?
Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum?
Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

ESB reynir á Vinstri græna

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 01:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mörgum framsóknarmönnum sé heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar í Evrópusambandsmálinu en hann hyggst greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um að gengið verði til aðildarviðræðna við bandalagið.

Framsóknarflokkurinn hefur farið nokkra hringi í þessu máli, eins og stundum vill verða í þeim ágæta flokki.

Hvað sem því líður virðist afstaða Guðmundar og Sivjar Friðleifsdóttur vera mun meira í takti við niðurstöðu flokksþings Framsóknar en afstaða annarra þingmanna flokksins, sem ætla sér að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Vilji flokksþings Framsóknar var skýr


Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum sem blaðamaður Morgunblaðsins. [...]

Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt. Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi. Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

"Tvöfalda leiðin var lítið rædd

Ég minnist þess ekki að í löngum og fræðandi umræðum á flokksþingi Framsóknar hafi nokkur þeirra þingmanna, sem nú vilja greiða atkvæði með Sjálfstæðismönnum, komið í pontu og lagt til að fremur yrði farin leið tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Misminni mig skal ég gjarnan leiðrétta það.

Sjálfstæðisflokkurinn
samþykkti hins vegar tvöföldu atkvæðagreiðsluleiðina á sínum landsfundi og stendur fast við þá afstöðu.

Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.

Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur.

Persónulega tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvort haldin verði ein eða tvær atkvæðagreiðslur. Hins vegar er þetta mál þannig að kominn er tími til að leiða það til lykta á lýðræðislegan hátt. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð verður stigið þegar þingmenn ganga til atkvæða á Alþingi í dag."

Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 01:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar


"Fulltrúalýðræði er algengasta mynd lýðræðis. Sökum takmarkana á tíma og aukinnar sérþekkingar sem þarf til að taka ákvarðanir um hin ýmsu mál hefur orðið til sérhæfð verkaskipting, þar sem stjórnmálamenn bjóða sig fram til embætta.

Þeir þiggja umboð fólksins í kosningum, gerast þannig fulltrúar almennings og taka ákvarðanir fyrir hans hönd.

Beint lýðræði
felur hins vegar í sér beina þátttöku fólksins í ÁKVARÐANATÖKU, án fulltrúa eða annarra milliliða." [Til að mynda ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU hér um SAMNING Íslands um aðild að Evrópusambandinu.]

Lýðræði
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 01:28

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haraldur, Enda vil ég endilega að þessi þingsályktunartillaga verði samþykkt. Bara til þess að þagga í ykkur andstæðingum ESB á Íslandi í eitt skipti fyrir öll. Ólíkt ykkur er ég nefnilega ekki hræddur við að takast á við vandamálin þegar þau koma upp.

Guðrún María, Þetta tóm vitleysa hjá þér. Enda er þjóðin ekki ennþá farin að gera upp hug sinn til aðildar. Núna er þjóðin bara að hugsa um aðildarviðræðunar, og íslenska þjóðin vill halda þeim áfram samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Jón Frímann Jónsson, 20.10.2010 kl. 01:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 01:31

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

haraldur

1. ég sé ekki betur en að þú sért skráður í og í stjórn heimssýnar.

http://www.heimssyn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=47&Itemid=34

2. yfirlýst stefna heimssýnar er:

http://www.heimssyn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=46&Itemid=27

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja

hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera

sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

3. aðildaviðræður voru samþykktar á alþingi (ég sá engar byssur þar)

4. þú/þið í heimssýn hafið ákveðið ykkur (án þess að sjá nokkra samninga) um aðild að esb EN

megum við ekki taka ákvörðun líka - er það ekki svolítið lýðræði

Rafn Guðmundsson, 20.10.2010 kl. 02:06

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir þingmenn sem greiddu því atkvæði á Alþingi að sótt yrði um aðild að ESB, eða greiddu ekki atkvæði, þótt þeir segðu jafnframt að þeir væru á móti inngöngu í ESB, segja nú að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að ísland þyfti í einu og öllu að laga sig að regluverki ESB áður en að samningur komst á.Því er og verður ekki um annað að ræða en að setja í þvjóðaratkvæði hvort fólk vilji að Ísland taki upp þetta regluverk ESB með inngönguviðræðum.Nei við ESB og öllu óskapnaðarregluverki þess.Ef Alþingi vill taka upp regluverk ESB með því að fella tillöguna,verður að sjálfsögðu að leggja það fyrir Alþingi hvort setja beri tímamörk á viðræðurnar.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 11:22

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera kemst á.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 11:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:41

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarahreyfingin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

"Barátta fámenns hóps með enga fjármuni nema smáklink frá mörgum velviljuðum aðilum skilaði fjórum frambjóðendum inn á Alþingi, þar sem þeir sitja enn, en þrír þeirra hafa stofnað nýjan stjórnmálahóp sem þeir nefna Hreyfinguna og sagt skilið við Borgarahreyfinguna.

Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.

Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."

Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:43

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."


Ísland og Evrópusambandið – þjóðarumræða eða þöggun?

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:44

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Valur Gíslason 20. júlí 2009:

"Sú undarlega umræða hefur komið upp að ekki sé við hæfi að ESB andstæðingar komi að viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sér í lagi hafa menn verið að nöldra út af því að ESB andstæðingurinn Jón Bjarnason sé ráðherra í mikilvægu ráðuneyti þar sem einna mest mun mæða á að standa vörð um hag mikilvægustu atvinnugreina þessa lands.

Ekki hefur verið minnst á aðra ráðherra Vinstri grænna sem eftir því sem best veit eru allir þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið utan ESB.

Það vill líka þannig til að þó svo að ákveðið hafi verið að láta reyna á að ná samningi um aðild landsins að sambandinu, er ríkisstjórn Íslands samansett til jafns af ESB sinnum og ESB andstæðingum.

Reyndar er ómögulegt að mynda ríkisstjórn á Íslandi með öðrum hætti í dag vegna þess að einlægir ESB sinnar eru einfaldlega í minnihluta í þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi, utan Samfylkingarinnar.

Það væri því í hæsta máta furðulegt ef aðeins þeir sem eru fylgjandi málinu ættu að koma að viðræðunum fyrir hönd Íslands en efasemdarfólk ætti að finna sér annað að gera á meðan.

Ég held að lykilinn að því að sætta þjóðina við aðildarviðræðurnar sé sá að tveir andstæðir pólar í þessu stóra máli leiði málið til lykta. Þannig munu öll sjónarmið koma fram og þannig mun þjóðin fá sem skýrasta mynd af því sem í boði er."


Ísland og ESB

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:46

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Steingrímur áréttaði í atkvæðagreiðslunum að það væri grundvallarstefna flokksins að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að ESB.

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að ESB

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:47

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."

Fjölþætt sannfæring - Myndband

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:47

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Jakobsdóttir 21. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar:

"Gallar við tvöföldu leiðina

"Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar, því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín.

"Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir, bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín."

Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:49

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi tillaga stendst víst ekki lög þannig að það verður lítið úr þessu.

Þó að þetta er ágætis hugmynd. Afgreiða þetta fyrir fullt og allt.... það er meirihluti fyrir þessari umsókn skv nýjustu könnunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2010 kl. 14:13

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þingmenn VG bera sem segast andvígir inngöngu í ESB verða að gera það upp við sig hvort þeir styðja það að ísland taki upp allt regluverk ESB til þess að eitthvað  komi í samningslíki sem hægt er að bera undir þjóðina.Það sama gildir að sjálfsögðu um aðra þingmenn.Alþingi getur sett tímamörk á viðræðurnar hvenær sem er.Ef ESB ætlar að stjórna samningsferlinu einhliða er að sjálfsögðu best að láta þjóðina hafna því og láta kjósa um hvort ekki sé best að slíta þessum einhliða "viðræðum" ESB.Nei við mútum frekju og yfirgangi ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 17:36

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sýnir best hvað ESB gengur til, að það býður fé, 4,3 milljarða til að fá Ísland til að taka upp lög Evrópusambandsins.Gamli nýlendu hugsanagangurinn er í fullu gildi hjá ESB.Þetta er slíkur viðbjóður, að það er nánast hryllilegt að einhverjir íslendingar skuli verja þetta athæfi Evrópusambandsins.En þetta hlýtur að opna augu þeirra sem hafa verið í einhverjum vafa um, hvort við eigum að fara þarna inn. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 17:44

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu getur viðkomandi hringt í Morgunblaðið.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 18:19

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það veikir samningstöðu okkar ef við setjum tímamörk. Þá veit viðsemjandinn um þau og getur notfært það við samningsgerðina.

Ef þú Sigurgeir hefur eitthvað vit af samningsgerð þá munduru ekki vilja tímamörk.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2010 kl. 18:30

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ísland á að knýja ESB  til að leggja spilin á borðið, svo enginn íslendingur þurfi að efast um að við höfum ekkert inn í ESB að gera.Ef ESB dregur lappirnar og vill ekki að það komi fram í dagsljósið hvað það er með til að sína okkur, ber að sjálfsögðu að slíta viðræðunum, hvort sem það verður gert með þjóðaratkvæði eða ekki.Tímamörk strax.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 20:48

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:07

29 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Sigurgeir.

Ertu til í að útskýra  aðeins betur hvað er svona mikill viðbjóður.

Og hvaða spil þarf ESB að leggja á borðið?

 Haraldur Hansson.

Hver sem þessi Tony Brenton er, þá sýnist mér hann vera að tala um "beint lýðræði" 

Það sem gerðist á alþingi 16. júní 2009 er dæmi um fulltrúalýðræði. 

Það virkar svona, hvort sem okkur líkar betur eða ver.

Guðjón Eiríksson, 20.10.2010 kl. 21:57

30 Smámynd: Haraldur Hansson

Rafn: Jú ég gekk í Heimssýn í fyrra og er þar í stjórn. En það kemur ekki í veg fyrir að þú fáir að hafa þína skoðun og þitt atkvæði eins og þér þykir sjálfum skynsamlegast. Ég er einmitt að mælast til þess að lýðræðið fái að hafa sinn gang og að við berum virðingu fyrir því.

Guðjón: Brenton er fyrrum sendiherra Breta í Moskvu og hann er að tala um lýðræði í hvaða mynd sem það birtist. Það sem gerðist á Alþingi í júlí í fyrra er sorglegt dæmi um afbökun á lýðræðinu. Nokkuð sem er því miður ekki einsdæmi og hefur örugglega komið upp í alls konar málum gegnum árin, en við eigum ekki að þurfa að búa við.

Haraldur Hansson, 20.10.2010 kl. 23:35

31 Smámynd: Haraldur Hansson

Eins konar p.s.:

Umræðan missir oft marks á þessu athugasemdasvæði, sem mér þykir miður, því ég virði Evrópusamtökin fyrir að bjóða upp á hana.

Það eru fáir sem nenna að lesa þegar athugasemdir eru fram úr hófi margar. Steini Briem er búinn að eyðileggja þennan vettvang með gengdarlausum loftárásum; endalausar copy/paste langlokur, sumar margnotaðar og oft í tugum við hverja færslu. Það er sorglegt.

En samt, þakka ykkur skoðanaskiptin.

Haraldur Hansson, 20.10.2010 kl. 23:37

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 23:38

33 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Takk fyrir svarið Haraldur.

Ef við gefum okkur að Brenton hafi rétt fyrir sér, þá er ekki lýðræði á Íslandi og hefur sennilega aldrei verið. 

Ég hygg að þær atkvæðagreiðslur á alþingi séu ákaflega fáar þar sem að ENGINN þingmaður er undir neinum þrýstingi frá "flokksapparatinu" þegar hann greiðir sitt atkvæði.

En getum við ekki verið sammála um að hver og einn þingmaður er ábyrgur fyrir sínu atkvæði á alþingi og enginn annar. Það er því við þá að sakast sem láta undan þrýstingi en ekki hina sem beita honum .Þrýstingi verður sennilega oftast beitt að einhverju leyti, á alþingi, en þingmanna er að láta það ekki hafa áhrif á sig.

Og þá hefur Brenton karlinn sennilega rangt fyrir sér, svona að einhverju leyti.

Bara svona pæling

Guðjón Eiríksson, 21.10.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband