22.10.2010 | 07:40
Formaður Evrópusamtakanna: Sönn lýðræðisást (FRBL)
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um hina kostulegu þingsályktunartillögu sem Heimssýn lagði fram á Alþingi í vikunni (að vísu var Vigdís Hauksdóttir fyrsti flutningsmaður, en tillagan gengur almennt undir nafni Nei-samtakanna).
Grein Andrésar barst okkur og er svona:
"Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið.
Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálf-hræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi.
Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvö sveitarfélög. Álftesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika.
Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Með því að krefjast þess að Ísland taki upp öll lög og reglugerðir ESB, áður en sest er að einhverju"samningaborði", er ESB í raun að krefjast þess að Ísland gangi í ESB áður en Íslendingar fái að hafna því með kosningu.Að sjálfsögðu er þetta brot á stjórnarskrá varðandi afsal á fullveldi.Það er engum til sóma að verja þetta athæfi.Nei við ofbeldi ESB, og fylgifiska þeirra hér á landi.
Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 09:51
Tek undir með Sigurgeiri.
En Andrés Magnússon formaður Evrópusamtakanna fer útum víðan völl og reynir af öllum mætti að gera lítið úr tillögu þingmannana um að þjóðin fái beint og milliliðalaust að segja skoðun sína á því hvort að halda eigi þessum aðlögunar/samningaviðræðum við ESB áfram eða ekki.
Hann gerir lítið úr þessu máli og hann gerir lítið úr beinu og milli liða lausu lýðræði, það er reyndar í anda ESB miðstjórnar elítunnar í BRUSSEL, sem helst vill aldrei spyrja fólkið bara hina alvitru og handvaldu og borðalögðu þ.e. ESB elítuna sjálfa.
Þetta er eitt heitasta deilumál gjörvallrar Íslandssögunnar og hefur splundrað þjóðinni og klofið hana og það á versta tíma og því er auðvitað ekkkert nema sjálfsagt og vonum seinna að þjóðin fái að segja skoðun sína á þessu máli.
Nú ef þjóðin segir já þá heldur þetta ESB ferli auðvitað áfram þangað til og ef samningur næst og hann þá borin undir þjóðina.
En ef þjóðin vill hafna því að halda þessum viðræðum áfram og telur það okkur ekki til framdráttar þá er þetta mál bara útaf borðinu og þjóðin getur farið að einbeita sér að því að byggja upp þjóðfélagið og sameina þjóðina en ekki sundra henni eins og þetta ESB mál hefur gert.
En ESB sinnar hræðast sína eigin þjóð meira en allt annað, enda vilja þeir í raun ekkert vera þessi þjóð, þeir stefna á að gera Ísland að útnára hreppi í Stórríki ESB elítunnar, stjórnað af borðalagðri elítunni beint frá Brussel.
Hvenær sem þjóðin mun loks fá tækifæri þá mun hún hafna ESB aðild landsins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Gunnlaugur I., 22.10.2010 kl. 11:12
Þessi lög og reglugerðir eru nú ekki verri en það að Gunnlaugur hefur valið að búa við þær reglur ;)
Óskar Þorkelsson, 22.10.2010 kl. 11:47
Um 5,2 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Spán í september síðastliðnum, sem er 4,2% aukning frá sama tíma í fyrra.
Þjóðverjar og Bretar eru um helmingur ferðamanna á Spáni og þar hefur ferðamönnum frá Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og Norðurlöndunum einnig fjölgað í ár.
Ferðamönnum fjölgar aftur á Spáni
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 12:57
Það væri svosem ágætt að fá þjóðaratkvæðisgreiðlu um þetta mál. Það mun styrka umboð samningsnefndarinnar.
En Vigdís og aðrir eru að leggja inn tillöguna undir fölsku flaggi einsog Andrés er að benda á. Þau eru að segjast vera svo mikil lýðræðissinnar. En ef þau væru svona mikil lýðræðissinnar og Gunnlaugur I þarna fyrir ofan er þá ekki kjörið að bæta fleiri málum þarna inní... einsog Andrés bendir á?? Nei að sjálfsögðu taka þessi þingmenn ekki undir þá tillögu.
Þá eru þeir búin að afhjúpa sig. Þau eru ekki að gera þetta útaf lýðræðisást heldur vegna þess að þeir vilja ekki ganga í ESB og gera allt til þess að stoppa ferlið .....
Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2010 kl. 13:01
Var ekki verið að biðja um málefnalegar umræður?
Tillagan varðar þjóðaratkvæði um eitt stærsta málið í sögu lýðveldisins. Mál sem myndi þýða grundvallarbreytingar á íslensku stjórnkerfi og varða allt samfélagið til framtíðar.
Menn geta haft mismunandi skoðun á ágæti slíkrar atkvæðagreiðslu og því hvort hún eigi að fara fram. Það er ekkert við það að athuga.
Formaður Evrópusamtakanna skrifar grein sem gengur út á að hæðast að alvörumáli og draga inn í það kvótann, skatta, sameiningu sveitarfélaga og jafnvel opnun áfengisverslana!
Það er ekki til aumari "rökræða" en sú sem gengur út á að hæðast að þeim sem eru á öndverðum meiði eða reyna að gera lítið úr þeim. Það fer ekki á milli mála hvernig hæðst er með "lýðræðisást" og hvernig orðin "stórsnjöll hugmynd" eru notuð.
Ef Evrópusamtökin vilja í einhverri alvöru gera kröfu um málefnalega umræðu ætti formaður þeirra að sýna fordæmi. Fíflaskapur af þessu tagi eyðileggur málefnalega umræðu.
Haraldur Hansson, 22.10.2010 kl. 13:03
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.
Reynið að sætta ykkur við það, enda þótt það sé greinilega GRÍÐARLEGA ERFITT FYRIR YKKUR!!!
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 13:19
Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!
Svar: ENGIN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 14:14
Steini virðist vera á þeirri skoðun að allir þeir sem vilja ekki esb eru sjálfstæðismenn.. alveg kostulegur málflutningur..
Charles Geir Marinó Stout, 22.10.2010 kl. 14:22
Charles Geir Marinó Stout,
Nefndu mér EITT dæmi um að ég hafi haldið því fram að eingöngu sjálfstæðismenn séu andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fjölmargir sjálfstæðismenn eru FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, til að mynda Þorsteinn Pálsson, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1983-1991.
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 15:18
Ólafur Þ. Stephensen, nú ritstjóri Fréttablaðsins og einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var FORMAÐUR HEIMDALLAR, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1987-1989.
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 15:34
Haraldur
Ertu að segja að kvótakerfið hefur ekki í för með sér grundvallarbreytingar og mikil áhrif á samfélagið??
Ég er algjörlega ósammála því sem þú varst að segja.
Þú talar um málefnalega rökræðu. Það er ekki mikil málefnaleg rökræða í því sem þú varst að segja.
Ég kem allavega ekki auga á hana.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2010 kl. 17:10
Nei-sinnar eru æfir vegna þess að þeir urðu undir í lýðræðislegri kosingu á Alþingi í fyrra.
Reyna svo þetta "trikk" til að stöðva málið, en þjóðin vill fá að kjósa um aðildarsamning.
Þjóðin er skynsöm, Nei-sinnar ekki!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.10.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.