20.10.2010 | 18:01
Vigdís Hauksdóttir: Almenningsálitið skiptir ekki máli - Klúðrið algert!
Málið er mjög vandræðalegt! Í því afhjúpast örvænting Nei-sinna, kunnáttuleysi og flumbrugangur, sem miðar að því að hindra íslensku þjóðina í að fá að taka upplýsta afstöðu til aðildarsamnings að ESB.
Vigdís Hauksdóttir (Framsóknarflokki) fór mikinn á Rás 2 seinnipartinn, en þar var hún að reyna að verja sig og sína samflutningsmenn í þessu hallærislega máli. Þetta "gleymdist" sagði hún og hún sagðist ekkihafa ,,munað eftir því" að þriggja mánaða frestur verður að vera frá því að þingályktunartillaga er samþykkt, þangað til að hægt er að greiða þjóðaratkvæði um hana. ,,Ég hefði átt að vita þetta," sagði Vígdís, sem er lögfræðingur að mennt og samþykkti sjálf lögin á sínum tíma, sem hún gleymdi að reikna með!
Það sama má segja um formann Nei-sinna, Ásmund Einar Daðason, sem einnig samþykkti þessi lög á sínum tíma.
Þá reyndi hún einig að skella skuldinni á starfsfólk Alþingis, sjá hér. Þaðverður að teljast ómaklegt.
Nú vill Vigdís láta breyta ný-samþykktum lögum um þjóðaratkvæði og láta breyta þeim, eins og hentar ÞEIM og ÞEIRRA áhugamálum! Svona gera menn ekki, eins og einhver sagði!
Vigdís sagði að í raun snerist þetta ekki um ESB, heldur að rjúfa kyrrstöðuna í samfélaginu. Hún fullyrti að það ,,væri svo mikið álag" á stjórnkerfinu að það réði ekki við ESB-málið líka!
Málið er í góðri vinnslu hjá Utanríkisráðuneytinu, en þeir sem leggja kannski helst stein í götu málsins eru ákveðnir ráðherrar, sem virðast vera búnir að ákveða að þeirra ráðuneyti og þeirra svið verði illa undir aðild búin, ef til aðildar kemur!
Vigdís sagði almenningsálitið litlu máli skipta í þessu samhengi, en samkvæmt könnunum vill meirihluti Íslendinga láta viðræðurnar hafa sinn ganga og greiða síðan atkvæði um aðildarsamninginn.
Þetta þola Nei-sinnar ekki. Þessvegna er gripið til þessara ráða. Þeim ferst það bara ekki betur úr hendi en raun ber vitni. Mál Nei-sinna er algjört klúður!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 18:13
Réttast væri að Vigdís Hauksdóttir segði af sér þingmennsku eftir þetta stórheimskulega upphlaup, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og opinberun á vanþekkingu og ótrúlegri vankunnáttu. Almennilegur formaður mundi reka hana úr flokknum, væri honum á annað borð annt um flokkinn sinn. Það gerist auðvitað ekki.
Þessi stúlkukind er einn af mörgum smánarblettunum sem draga virðingu Alþingis í svaðið um þessar mundir.
Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 18:28
Svo beit hún höfuðið af skömminni með því að segja að "skammtímaminnið hefði brugðist" sér! Skammtímaminni nær ekki mánuði aftur í tímann...!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 19:38
Vigdís hleypur á sig fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. VG og Framsókn virka einsog framvarðarsveit fyrir Sjálfstæðismenn í Heimssýn sem eru rúnir trausti.
Gísli Ingvarsson, 20.10.2010 kl. 19:47
Setja þarf tímamörk á viðræðurnar.Jón Bjarnason neitaði því ekki á fundi hjá LS, 14/10 ,að það yrði gert.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 20:36
Ef breytingar verða gerðar á stjórnarskrá þarf slík breyting að fara fram í gegnum tvær Alþingiskosningar, þannig að það styttist í að hægt verður að kjósa um hvort gefast eigi upp á aðildarviðræðunum í lengsta falli innan tveggja ára.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 20:40
Sigurgeir. Þú væntanlega gerir þér grein fyrir því að aðildarríki ESB eru langflest ríki vestur Evrópu. Þar vantar bara inn í Ísland (umsóknarríki), Sviss (sóttu um ESB aðild árið 1992) og Noreg (felldu aðild árið 1994).
Þú getur skoðað þetta kort hérna því til staðfestingar.
Þjóðrembur eins og þú eru ennfremur til skammar og almennra leiðinda.
Jón Frímann Jónsson, 20.10.2010 kl. 20:46
Þótt mönnum sé heitt í hamsi viljum við samt benda á að spara stóru orðin, en ræða málin á málefnalegan hátt!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.10.2010 kl. 22:19
Ef mitt innlegg, seinni partinn í dag, fellur undir "stóru orðin" má það mín vegna hverfa af þessum vef. Bendi lesendum á síðuna mína, þar fær þessi tillaga Vigdísar, um þjóðaratkvæðagreiðslu, verðskuldaða útreið. Á minni síðu er pempíuhátturinn í lágmarki og allir eru þar velkomnir.
Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.