20.10.2010 | 19:22
Pat Cox: ESB ásælist ekki auðlindir Íslands!
Pat Cox er forseti European Movement International og hélt fyrirlestur í dag í boði Alþjóðamálastofnunar H.Í. og Sterkara Íslands samtaka sem mæla með aðild að ESB.
Pat Cox segir Íra eiga tvo fullveldisdaga hinn fyrri miðast við sjálfstæði landsins frá Bretum árið 1922, en hinn síðari með ákvörðun um að ganga í Evrópubandalagið árið 1972 og með fullri inngöngu ári síðar.
Fyrri áfanginn skýrir sig sjálfur, en með þeim síðari byggðum nýja brú fyrir meira frelsi og fleiri tækifæri fyrir alla Íra, sagði Cox og benti á að innganga í ESB hefði aukið umsvif Íra í Evrópu án þess að dregið hefði úr viðskiptum við Bandaríkin. Þetta hafi því verið win-win staða.
ESB ásælist ekki auðlindir Íslands
Cox ræddi efnahagsástandið á Írlandi, sem átt hefur undir högg að sækja undanfarin misseri. Sagði hann Íra, rétt einsog fleiri, einfaldlega hafa gengið of langt þegar lausafé flæddi yfir hinn vestræna heim.
Við þurfum þó ekki aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og við þurfum ekki gjaldeyrishöft, enda staða okkar varin með evrunni, sagð hann og bætti við að á Írlandi hefðu hvorki verðbólga né vextir hækkað, líkt og á Íslandi.
Cox sagði það lýsa vanþekkingu á Evrópusambandinu að halda því fram að sambandið hyggðist ásælast auðlindir Íslands. Slíkt hefði sambandið hvergi gert. Evrópusambandið gæti hagnast á því ef þið finnið nýjar orkuauðlindir en þá þarf það líka að borga fyrir það fullu verði, sagði hann."
Fjöldi manns hlýddi á Pat Cox í hátíðarsal H.Í. í dag.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga."
"Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 19:58
Norðmenn höfnuðu aðild að ESB.Þeir vissu hvað þeir gerðu.Nei við ESB
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 20:32
Er Ísland olíuríki eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Er Ísland með sterkan gjaldmiðil eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 20:54
Nei auðvitað vil ESB ekki auðlindirnar okkar, þeir ásælast rabbabara og njóla, er það ekki málið?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 21:02
Gylfi Gylfason hinn síkáti krossfestur af Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:11
ESB er ekki nema að litlum hluta olíuríki.Olíulindir Breta og Normanna tæmast og þeir verða að finna nýjar ef þeir ætla að teljast olíuríki í framtíðinni.ísland getur orðið olíuríki í framtíðinni, rannsóknir sýna það.Ekkert ESB ríki er með eins mikið af endurnýjanlegri orku miðað við mannfjölda eins og Ísland.Ísand getur haft sterkasta gjaldmiðil í heimi með því að nýta þá orku sem til er í landinu til aukningar á framleiðslu útflutningsvara til þess að fá jákvæðan viðskiptajöfnuð og greiða niður allar erlandar skuldir.En Íslands verður fátæktarríki innan ESB.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 21:13
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:17
"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:20
Flestir innflytjendur hér eru með iðn- eða háskólamenntun.
Rannsókn á viðhorfum innflytjenda hérlendis
Skortur á vinnufúsum höndum hér, til að mynda í sjávarútvegi, hefur verið leystur með því að sækja starfsfólk utan landsteinanna.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:23
Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:23
"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.
Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."
Landsmönnum fjölgar ekki
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:24
3.10.2009:
"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.
Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.
Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.
Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:27
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi."
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 21:30
Þegar viðskiptajöfnuður verður jákvæður og erlendarskuldir hafa verið greiddar upp verða helstu vandræðin þau að krónan hefur tilhneigingu til að verða of sterk. Það er enginn spurning að íslands bíður björt framtíð utan ESB.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur ekki til að Ísland þurfi að ganga í ESB.Morgunblaðið hefur aldrei haft þann háttinn á að endurtaka fréttir út í það óendanlega.Enda er það léleg röksemdafærsla.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 22:27
Hægt er að sjá hverjir hafa verið blaðamenn við Morgunblaðið með því að skoða röksemdir þeirra.Styrmir var góður ritstjóri.Davíð er betri.Morgunblaðið er gott blað og hafnar ESB aðild.Þar hafa ekki allir fengið vinnu í gegnum tíðina sem það hafa viljað.Sumum hefur verið vísað frá.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2010 kl. 22:31
Sigurgeir Jónsson,
Þú hefðir aldrei fengið vinnu sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 23:00
Ólafur Þ. Stephensen var blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár.
Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.