Leita í fréttum mbl.is

Össur í DV: Sveitir, sjór og ESB

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, "utanríkis", skrifar grein í DV í dag um landbúnaðar og sjávarútvegsmál. Hann byrjar svona:

,,Flestir Íslendingar eru, líkt og utanríkisráðherrann, komnir af smábændum og sjómönnum. Sveitin og sjórinn eru rík í eðli okkar allra. Margir af minni kynslóð hafa verið á sjó, eða unnið í fiski. Þannig var ég sjómaður á ungum aldri á Vestfjörðum á sama tíma og sá eldri af ritstjórum DV og við slörkuðum saman í landlegum. Ég ólst líka að hálfu leyti upp innan um virðulegar og gáfaðar verðlaunakýr á Mýrunum. Allir,sem hafa sjóinn og sveitina í blóðinu, vilja hag starfsstéttanna sem þeim tengjast sem bestan. Efasemdir sumra um Evrópusambandið tengjast því. Þeir heyra sönginn úr Mogganum sem náttangt og daglangt klifar ranglega á því að fiskimiðin verði tekin af okkur, og bændastéttinni verði hent fyrir björg ef þjóðin samþykkir aðildarsamning. Hvoru tveggja er rangt, og byggt á misskilningi.

Bábiljan um ræningjaflotann
Við heyrum því oft haldið fram að gengi Ísland í Evrópusambandið liði varla dagur áður en sjóræningjaflotar frá Evrópu væru komnir inn fyrir lögsöguna að stela íslenskum fiski. Þetta er hrein bábilja, sem byggir á mikilli vanþekkingu. Engin þjóð innan Evrópusambandsins mun geta fært sannfærandi rök fyrir kröfu um aflaheimildir úr staðbundnum stofnum Íslendinga. Reglur Evrópusambandsins eru ekki þannig, og það hefur legið fyrir um árabil."


Gleðileg rest, hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mogginn mun koma út meðan Ísland er í byggð.Það mun örugglega verða í byggð meðan Ísland er ekki aðili að ESB ríkinu.Svo því sé til haga haldið, þá hefur ekkert komið fram sem styður það að steini br.hafi nokkurn tíma verið blaðamaður við Moggann enda er það sjáanlegt.Mogginn er og mun verða sannkallað þjóðarblað íslendinga þótt ekki sé það í ríkiseigu eins og ESB= Fréttablaðið er í raun, þótt reynt sé að fela það. 

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Össur hefur ekki komið með neitt annað en lög og reglur ESB til handa íslendingum til að fara eftir við ESB inngöngu.Tímamörk á aðlögunarviðræðurnar strax,Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Undirritaður var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu og gaf þar vikulega út sérblað um sjávarútveg, Úr verinu, við annan mann, Hjört Gíslason, auk þess að skrifa daglega um fjölmörg önnur málefni.

Hjörtur er í símaskránni.

Morgunblaðið er í raun gjaldþrota, enda erum við Hjörtur hættir á Mogganum.

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er gott fyrir neytendur, landbúnaðinn, sjávarútveginn og alla landsmenn.

Já við esb.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2010 kl. 16:02

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini br.ég hef oft talað við Hjört.hann hefur ekki stað fest að einhver steini br.hafi unnið með sér enda ekki verið spurður.Það stendur upp á stein br. að koma með heimildir fyrir orðum sínum um vist á Morgunblaðinu.Össur útanríkisráðherra sagði fyrir aðildarumsókn íslands að ESB að samningur ætti að vera kominn á borðið innan árs frá því að aðildarumsókn yrði samþykkt. Nú gefur ESB og senditíkur þess á Íslandi í skyn að ísland verði að taka upp lög og reglugerðir ESB áður en farið verði að ræða einhvern samning.Næst kemur að ESB fáninn verði að vera búinn að blakta á stjórnarráðinu í einhvern tíma, áður en farið verði að huga að samnigi,hvað þá að íslendingar fái að kjósa um eitthvað.Nú stendur upp á þá Alþingismenn sem sáu til þess að farið var íþetta aðlögunarferli að sett vrði tímamörk strax á viðræðurnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 21:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Fyrst þú talar svona oft við Hjört Gíslason getur þú fengið staðfest hjá honum að við höfum verið samstarfsmenn á Morgunblaðinu.

Fréttir í Morgunblaðinu voru ekki merktar þeim sem skrifuðu þær og ekki tekið sérstaklega fram að ég hafi einn skrifað Úr verinu þegar Hjörtur var erlendis og í sumarfríum.

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband