Leita í fréttum mbl.is

Steinunn Stefánsdóttir: Er furða að traustið sé lítið?

steinunnstef-3.jpgSteinunn Stefánsdóttir skrifar góðan leiðara í FRBL í dag og fjallar þar um traust á Alþingi og hina "mögnuðu"  "Ég gleymdi þessu bara"- þingsályktunartillögu Vigsdísar Hauksdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum.

Steinunn skrifar: ,,Á þriðjudag lögðu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu fram þings­ályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að efna samhliða kosningunni til stjórnlagaþings til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Kosið verður til stjórnlagaþings eftir liðlega fimm vikur. Alþingi samþykkti hins vegar í sumar mótatkvæðalaust lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kveður á um að til hennar skuli gengið í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið samþykkt á þingi.

Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, Vigdís Hauksdóttir, úr Framsóknarflokki segist einfaldlega hafa gleymt þessu tímarammaákvæði laganna sem hún samþykkti sjálf fyrir aðeins fjórum mánuðum! En hún brá skjótt við og skellti í breytingartillögu á lögunum þar sem tímaramminn er rýmkaður.

Einn meðflutningsmanna Vigdísar í þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald Evrópusambandsviðræðna er Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum. Hann er líka einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að efnt verði til viðræðna um tvíhliða fríverslunarsamning við Bandaríkin."

Leiðaranum lýkur svona: ,,Báðar þessar þingsályktunartillögur eru dæmi um illa undirbúin og illa ígrunduð mál sem lögð eru fyrir þingið sem þar með þarf að verja tíma til umfjöllunar um þau. Það er líklega ekki nema von að traust íslensks almennings á Alþingi sé lítið?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vantraust þjóðarinnar liggur ekki síst í því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB, þótt fyrir lægi að sumir þingmenn sem greiddu umsókn atkvæði lýstu því yfir við atkvæðagreiðslu að þeir væru andvígir aðild, en vildu sjá hvað væri í boði.Nú liggur það fyrir að þeir voru blekktir.Þeir fá ekki að sjá hvað ESB"bíður" fyrr en ESB sínist svo og ísland hefur tekið upp öll þau lög sem ESB fer fram á og þessvegna gætu bæst við svo og svo margir laga bálkar á verju ári, áður en ESB þóknast að "sína"hvað er í boði. Tímamörk strax.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Sigurgeir: Þú ert alveg úti að aka í þessum athugasemdum hérna. Það var enginn blekktur! Hættu þessu rausi og haltu þig við sannleikann!

Nei-sinnar eru bara hoppandi fúlir af því að málið er komið í gang og að þjóðin vill halda því áfram og fá að greiða atkvæði um aðildarsamning!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 21.10.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband