21.10.2010 | 21:46
Ásmundur Einar vill tvíhliða viðskiptasamning við USA (er í VG!)
Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Lög hefur verið fram þingsályktunartillaga um að kanna möguleikana á tvíhliða viðskiptasamningum við Bandaríkin. Hljómar kannski ekkert sérkennilega - fyrr en maður les nöfn flutningsmanna, en þar er að finna Ásmund Einar Daðason, þingmann VG og formann Nei-samtakanna, Heimssýnar!
Gerum ráð fyrir að ÁED sé sósíalisti, jafnvel kommúnisti. Hann er allavegana í VG og þar eru jú þeir allra róttækustu til vinstri í pólitíkinni.
Ásmundur segir að hann geri þetta til þess að "hugsa úr fyrir rammann" En er hann ekki bara lengst úti á túni? Ásmundur er jú búfræðingur og bóndi.
Fjallað er um málið á www.visir.is og þar segir: ,,Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er"."
Ásmundur Einar berst eins og hann getur gegn ESB, m.a. með þeim rökum að að sé gert vegna íslenskra bænda, að landbúnaðurinn hrynji (sem hefur hvergi gerst), m.a. vegna innflutnings á landbúnaðarvörum.
Finnst sama Ásmundi þá allt í lagi að fluttar séu inn bandarískar landbúnaðarvörur, eða vill Ásmundur hafa samninginn þannig að HANN ákveði hvað Bandaríkjamenn mættu eða ættu að flytja hingað inn? Það væri nokkuð dæmigert fyrir íslensk stjórnmál...sem eru bara illskiljanleg á köflum.
Þetta er kannski ágætt dæmi um það!
Svo segir Ásmundur: ,,Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga," segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum."
Halló! Er ekki hægt að segja það sama um ESB og samningaviðræðurnar við það? Þar eru hindranir, en alls engin ástæða til koma í veg fyrir að sé reynt að ná hagstæðum samningi!
Sem er akkúrat það sem Ásmundur er að reyna að gera!
Er heil brú í þessu?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Íslendingar hafa í nokkur ár verið að kynna og selja landbúnaðarafurðir með góðum árangri í Ameríku og þessar vörur þykja úrvalsvörur þar, sem annarstaðar. En það þarf ekki að koma á óvart að senditíkur ESB vilji að allar leiðir liggi í gegnum ESB.Íslendingar eiga að stefna að frjálsum viðskiptum og samningum við allar þjóðir, Evrópuþjóðir sem aðrar, án afskipta ESB og sendisveina þess.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 22:02
OG Ísland þarf ekki að taka upp öll lög USA áður en sest verður að samningaborðinu eins og ESB gerir kröfu um.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 22:04
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 22:34
Ef ég væri ekki svona þunglyndur myndi ég hlæja að þessu.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 22:37
Merkileg þessi aths. frá Sigurgeiri. Gagnkvæmur viðskiptasamningur um landbúnaðarvörur getur ekki verið einhliða. Vill hann þá óhindraðan innflutning landbúnaðarvara frá USA en ekki ESB? Vilja menn kannski láta þjóðina kjósa um það?!
Matthías
Ár & síð, 21.10.2010 kl. 22:52
Samningaviðræður við ESB???
Hélt að AÐLÖGUNARFERLI væri hafið sem þýðir að við þurfum að taka upp allt ESB reglubullið...
Það er ekki samningaviðræður...
Það flokkast undir þvingun, já verið er að þvinga okkur til að taka upp regluverk sem væri þá komið í gildi hvort sem við færum inní ESB eður ei...
Frekar fríverslunarsamninga sem frjálst og óháð ríki heldur enn háð geðþótta ESB...
Ólafur Björn Ólafsson, 21.10.2010 kl. 22:53
Loksins komin maður sem sker sig úr hjörðinni,og ekki með augnleppa eins og Breskt trússahross
Júlíus Kristjánsson, 21.10.2010 kl. 22:53
Í gaupnir vestra góndi,
grænn og vinstri bóndi,
rauðar átti rollur tvær,
riðuveikar báðar þær.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:15
Við skulum ekkert bæta íslenska stjórnsýslu.
Hún er dásamleg.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:18
,,Er heil brú í þessu?"
Nei.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2010 kl. 23:21
Þunglyndi steina br. er greinilega alvarlegt.
Sigurgeir Jónsson, 21.10.2010 kl. 23:23
Vantar greinilega apótek í Sandgerði.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:24
...það er alltaf gaman að góðri ferskeytlusmíði, þjóðlegt og skemmtilegt!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 21.10.2010 kl. 23:26
Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ um ÞRIÐJUNG og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:27
Ps. Eg hef reyndar ekki séð neitt eða heyrt til þessa drengs sem bendir til eitthvað vinsti hjá honum. Virkar svona dæmigerður íshaldskurfur og í línu við Árna Johnsen og eitthvað álíka. Maður gæti næstum trúað um að íhaldsmenn hafi plantað honum þarna inn hjá vg fyrir norðann. En þetta er alveg frámunalega vitlaus tillaga þetta með BNA í alla staði. Tvíhliða viðskiptasamning við BNA! Og til hvers?
Vg verður bara að fara að hreins út hjá sér svona gemlinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2010 kl. 23:28
Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að ÞEIR VINNA EINNIG UTAN BÚANNA, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.
Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði AÐ MEÐTÖLDUM LAUNUM EIGENDANNA.
Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi.
Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:31
Mér sýnist hvorki höfundur né aðrir sem hér skrifa hafi hugmynd um hvað þeir eru að tala um.
NFTA er Fríverslunarbandalag sem byggir á flokkun verndartolla. Já, samið er um tollflokka fyrir hverja vörutegund og kvóti gefin út á nokkura vikna fresti í töflum, fyrir hverja vörutegund.
Það er engin hætta á massívum innflutningi á vörum sem við viljum ekki hérna inn nema að svo beri undir að okkar eigin framleiðsla sé ekki að standa undir neyslu.
Því miður þá þykir mér að þið sem skrifið á þessa síðu og ekki undir nafni, séuð mest í því að vitna í spekúlanta frekar en staðreyndir. Össur er spekúlant, ekki vænlegur sem heimild í þessum efnum, áróðursmeistari jú, en ekkert meira.
NFTA er það sem við þurfum á að halda, fríverslunarbandalag, ekkert meira og ekkert minna.
Gunnar Waage, 21.10.2010 kl. 23:32
Íslenskur landbúnaður er út úr kú og úti á túni.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:35
Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.
Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.
Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.
EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.
Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 23:39
æji Steini hvaða bull er þetta, Íslendingar geta fellt niður verðtryggingu þegar þeim sýnist og það gerist ekkert við inngöngu í ESB.
Er það síðan minn skilningur að þið viljið enga tolla?
Það er heimska.
Gunnar Waage, 21.10.2010 kl. 23:50
HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÖNGU BÚINN AÐ FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og höfðu þá verið MJÖG HÁIR undir hans stjórn í bankanum NÆSTLIÐIN ÁR VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í EFNAHAGSLÍFINU.
OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!
RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:28
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:30
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:31
"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.
Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.
Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.
Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.
Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.
Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."
Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:33
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.
Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.
Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.
Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.
Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.
Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:34
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:34
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags.
Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:39
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 1,4% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Sveriges Riksbank
Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% en verðbólgan 1,8% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
European Central Bank - Key interest rates
Euro area inflation estimated at 1.8%
Publish Date: 30-SEP-2010
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:40
Verðtryggt 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.
Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:41
Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðum við fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.
Þáverandi forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, GRÁTBAÐ bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.
Þá var hins vegar svo mikið GÓÐÆRI í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim hálfa milljón króna á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.
Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu vegna yfirvofandi íslensks atvinnuleysis í Keflavík.
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:44
Árvakur rekinn með 667 milljóna króna tapi
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:45
Þetta eru 11 póstar sem hafa ekkert að gera með það sem ég sagði.
Muna; gæðin en ekki magnið:)
Eftir sem áður þá þurfa Íslendingar að leggja niður verðtrygginguna og það upp á eigin spýtur. ESB veitir engan stuðning til þess.
Eftir sem áður þá er það ákaflega heimskulegt að fella niður alla tolla. Ákaflega heimskulegt og barnalegt.
Gunnar Waage, 22.10.2010 kl. 00:50
En góða nótt félagar:)
Gunnar Waage, 22.10.2010 kl. 00:51
Kreppan hefur þurrkað út kaupmáttaraukningu áranna 2004-2008
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 00:56
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar.
Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.
Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.
"Ég var á Íslandi um daginn og fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.
Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.
Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.
Það er of dýrt að vera Íslendingur."
Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.
Búið væri að ræna fólkið aleigunni."
Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 01:00
4.8.2010:
"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.
Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.
Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.
Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU með um fjögur þúsund gyltum."
Arion-banki selur svínabú
Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 01:01
steini br.endurtekur sjálfan sig í fréttaflutningi.
Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.