Leita í fréttum mbl.is

Orðið á götunni...

Fátt hefur meira verið rætt en "Heimssýnar-tillaga" Vigdísar Hauksdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, sem lögð var fram (meingölluð) á Alþingi. Eyjan fjallar um þetta í "Orðið á götunni," en þar segir:

,,Orðið á götunni er að minnkandi virðing fyrir Alþingi geti varla komið á óvart ef litið er til vinnubragða sem þar þrífast, frammi fyrir alþjóð.

Í gær greindi Eyjan frá því að sjö þingmönnum úr fjórum stjórnmálaflokkum hefði yfirsést eitt af grundvallarákvæðum nýlegra laga um þjóðaratkvæðagreiðslur, en þar segir að ekki sé hægt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða (nema þegar forseti synjar lögum staðfestingar). Þetta ákvæði hefur ávallt verið talið mikilvægt til að tryggja að stjórnvöld boði ekki til þjóðaratkvæðis með skömmum fyrirvara og án kynningar á viðkomandi málefni. Vekur því furðu að þingmönnunum hafi ekki verið kunnugt um þetta grundvallaratriði

Ekki batnaði staðan þegar fyrsti flutningsmaður tillögu um að boða til þjóðaratkvæðis eftir aðeins rúman mánuð – andstætt fyrrnefndum lögum – reyndi að skýra mál sitt í útvarpi í gær. Sagðist hún einfaldlega hafa gleymt þessu ákvæði og að „skammtímaminnið“ hefði brugðist. Þó sat hún sjálf í allsherjarnefnd, sem samdi og samþykkti frumvarpið um þjóðaratkvæði í sumar.

Enn lægra lagðist þingmaðurinn svo með því að skella skuldinni á starfsmenn Alþingis – að þeir hefðu átt að reka augun í þessa villu í hennar tillögu, vera einhverskonar öryggisnet gagnvart hennar eigin afglöpum." Lesa meira hér 

Fréttablaðið greinir svo frá því að tillagan komist sennilega ekki á dagskrá fyrr en í Nóvember, eftir kjördæmaviku Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband