Leita í fréttum mbl.is

Össur Skarphéðinsson í FRBL: Opið og aðgengilegt samningaferli

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, ritaði grein í Fréttablaðið í gær, um ESB-málið. Í greininni segir Össur:

"Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina.

Það er því mikilvægt, ekki síst af sjónarhóli lýðræðis, að allar upplýsingar um samningaferlið og viðræðurnar séu á hverju stigi sem aðgengilegastar.

Þannig getum við best eytt tortryggni. Það auðveldar landsmönnum að fylgjast með samningaviðræðunum og taka að endingu upplýsta afstöðu með eða á móti samningnum. Því á endanum verður það þjóðin, en ekki stjórnmálamenn, sem ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort það þjónar hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið.

Víðtækt og náið samráð

Víðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamannsins, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra, og ég afréð ekki skipun hans fyrr en ljóst var að um hana ríkti breið samstaða. Sömu vinnubrögð voru viðhöfð við að skipa samninganefndina sjálfa. Þess var vandlega gætt að faglegir verðleikar og samningareynsla réðu vali á nefndarmönnum. Nefndin endurspeglar bæði viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Í átján manna samninganefnd er kynjasjónarmiða gætt til fulls. Þar eru jafnmargir karlar og konur. Leiðsagnar utanríkismálanefndar Alþingis um reynda fulltrúa úr háskólasamfélaginu var ríkulega gætt, en varaformenn nefndarinnar hafa gegnt forystuhlutverkum innan háskólanna norðan heiða og sunnan.

Fjölmargir, ríflega 200 manns, koma að samningaferlinu öllu sem þátttakendur í einstökum samningahópum. Tíu samningahópar eru starfandi um einstaka málaflokka, s.s. sjávarútveg, landbúnað, gjaldmiðlamál og byggðamál auk málaflokka á sviði EES-samningsins eins og umhverfismála, neytendamála o.fl. Ég gætti þess vandlega að hafa náið samráð og samstarf við hagsmunasamtök sem tengjast viðkomandi greinum um val fulltrúa í samningahópana. Ekki var gengið frá skipan mikilvægustu formanna samningahópanna fyrr en búið var að ganga úr skugga um að samstaða ríkti um þá.

Raunar komu tillögur að þeim innan úr viðkomandi atvinnugreinum. Þeir voru valdir til forystu án þess að ég hefði hugmynd um hvort þeir væru með eða á móti aðild. Aðalatriðið í mínum huga var að viðkomandi nytu trausts og væru faglega framúrskarandi. Samráðið við hagsmunasamtök hefur því verið með eins opnum og ríkum hætti og þau sjálf hafa kosið. Það er vafalítið lykillinn að því hve breið sátt hefur skapast um samningalið Íslands.

Lesa afganginn hér



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvenær ætlar þú að kom með það sem þú kallar"samning" Össur.Á ESB að ráða því hvenær verður kosið.Og þurfa Íslendingar að búa við það að vera í raun gengnir í ESB áður en verður kosið.Svar óskast frá Össuri Skarphéðinssyni, ESB ráðherra.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!

Svar: ENGIN!!!

Var haldin hér
þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!


Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef steini br.hefur einhverntíma lesið Morgunblaðið þá á hann að vita að það var Jón Baldvin Hannibalsson sem var ráðherra Alþyðuflokksins sem bjó til EES samninginn, sem er nærri búinn að gera Ísland gjaldþrotaOg það var Halldór Ásgrímsson, ráðherra Framsóknarflokks, sem leiddi okkur inn í Schengen.En steini br.virðist ekki hafa lesið Morgunblaðið, þótt hann segist hafa unnið þar, sem hann hefur ekki getað fært nein rök fyrir.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 21:42

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það stendur upp á ráðherra VG, ef þeir stöðva það kosið verði um aðlögunarferlið,að ESB ráðherrann Össur verði kominn með "samning" sem kosið verður um innan árs.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En steini br. vill greinilega ekki að kosið verði um aðild að ESB.Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hann er eini Íslendingurinn sem hefur þá skoðun.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir er furðufýr,
í fjarska ljótu þorpi býr,
sjalla gerði sand í brók,
syndir margar í hans bók.

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 22:32

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stórskáld Evrópusamtakanna hefur orkt.Ekki þó í óbundnu máli um Evrópusambandið í þetta sinn.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2010 kl. 22:53

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Verð að taka undir með þér  Sigurgeir, þetta er eitthvert alversta ljóð, ef slíkt skyldi kalla, sem ég hef heyrt, en það er rétt hjá þér að ekki er gaman að heyra "síðuhöfund" tala hér alltaf um sömu hlutina daginn út og daginn inn, þetta er eins og fyrsta  Slade platan mín sem ég eignaðist 1975 að mig minnir, hún er í dag svo rispuð að hún sándar alveg eins og "síðuhöfundur" en mér finnst samt djöfull gaman að hlusta á hana við og við.

Guðmundur Júlíusson, 23.10.2010 kl. 01:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þvælist vitið fyrir andstæðingum Evrópusambandsins.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband