Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson í FRBL: Á að þagga rökræðuna niður?

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, ritar bréf af Kögunarhóli sínum og fjallar um Heimssýnar-tillöguna margfrægu. Þorsteinn segir: ,,Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB.

Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar.

Vitaskuld geta mál verið svo einföld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóðmálanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni.

Tillagan bendir til að andstæðingar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi.

Hitt er einnig áhugavert að flutningsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til.

Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneiging þingmanna að hafa hlutverkaskipti við þjóðina um forystuskylduna."

Síðar fjallar Þorsteinn um tillögu, sem komið hefur fram um tvíhliða viðskiptasamning við Bandaríkin og sagt hefur verið frá hér. Um hana segir Þorsteinn: ,,Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildarviðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert.

Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauðsynlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar."

Í lokin segir Þorsteinn: ,,Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi." 


Pistill Þorsteins 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Pálsson var FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1983-1991.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen, nú ritstjóri Fréttablaðsins og einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var FORMAÐUR HEIMDALLAR, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1987-1989.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert alltaf að rembast við að segja okkur eitthvað sem allir vita, Steini.

Ofuráhugi þinn fær þó sízt dulið fyrir fólki áhugaleysi annarra um síðuna.

Jón Valur Jensson, 24.10.2010 kl. 03:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

YKKUR Í TOSSABEKKNUM ÞARF AÐ KENNA ÞAÐ SEM AÐRIR ERU LÖNGU BÚNIR AÐ LÆRA.

Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband