23.10.2010 | 16:38
Þorsteinn Pálsson í FRBL: Á að þagga rökræðuna niður?
Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, ritar bréf af Kögunarhóli sínum og fjallar um Heimssýnar-tillöguna margfrægu. Þorsteinn segir: ,,Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB.
Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar.
Vitaskuld geta mál verið svo einföld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóðmálanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni.
Tillagan bendir til að andstæðingar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi.
Hitt er einnig áhugavert að flutningsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til.
Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneiging þingmanna að hafa hlutverkaskipti við þjóðina um forystuskylduna."
Síðar fjallar Þorsteinn um tillögu, sem komið hefur fram um tvíhliða viðskiptasamning við Bandaríkin og sagt hefur verið frá hér. Um hana segir Þorsteinn: ,,Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildarviðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert.
Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauðsynlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar."
Í lokin segir Þorsteinn: ,,Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þorsteinn Pálsson var FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1983-1991.
Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:06
Ólafur Þ. Stephensen, nú ritstjóri Fréttablaðsins og einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var FORMAÐUR HEIMDALLAR, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1987-1989.
Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:07
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.
Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:12
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 18:39
Þú ert alltaf að rembast við að segja okkur eitthvað sem allir vita, Steini.
Ofuráhugi þinn fær þó sízt dulið fyrir fólki áhugaleysi annarra um síðuna.
Jón Valur Jensson, 24.10.2010 kl. 03:26
YKKUR Í TOSSABEKKNUM ÞARF AÐ KENNA ÞAÐ SEM AÐRIR ERU LÖNGU BÚNIR AÐ LÆRA.
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.