Leita í fréttum mbl.is

UM 100-150.000 í lægri matarkostnað við ESB-aðild

ESBFréttablaðið var með áhugaverða síðu um hagtölur um helgina. Þar kom fram að meðalfjölskyldan eyðir um 80.000 krónum í mat á mánuði, eða tæpri milljón á ári.

Við aðild að ESB er talið að lækkun á matarverði geti numið að minnsta kosti 10-15%

Um er því að ræða tölur á bilinu 100.000 - 150.000 krónur pr. meðalfjölskyldu.

Hér er skýrsla Neytendasamtakanna um matarverð við aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Matvæli eru dýrust í Danmörku af öllum löndum ESB og EES að Noregi undanskyldum. Sem sagt, Danmörk er dýrast og ennþá dýrara en Ísland.

Danskir þingmenn hafa krafist að rannsakað verði af hverju dönsk matvæli eru þau dýrustu í Evrópusambandinu. Á hæla þeirra koma Finnar og Írar. Ef danskur landbúnaður getur ekki lifað af innan ESB þá er illt í efni fyrir Danmörku. Þeir ættu kannski að segja sig úr ESB því 60% af tekjum danskra bænda koma frá skattgreiðendum og fjórði hver danskur bóndi er þar á leið í gjaldþrot. Hver danskur bóndi skuldar um 650 milljónir ISK.
 
104/2009 - 16 July 2009
 
Price level indices for consumer goods and services, 2008 (EU27=100)
 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 25.10.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Svo hægt að bæta því við að ESB-aðildin kostaði Danmörku 220 miljarða á síðasta ári - og 55.000 atvinnutækifæri á næstunni 
 
Mesti og besti sparnaður sem danska samfélagið gæti gert væri að segja sig úr Evrópusambandinu. Þetta segir Ditte Staun hjá þjóðarhreyfingu Dana gegn ESB-aðild.

Nú er komið í ljós að ESB-aðildin kostaði Danmörku um 10,6 miljarða danskra króna á síðasta ári. Tölurnar eru fengnar úr þjóðhagsreikningum dönsku hagstofunnar sem sýna að Danmörk greiðir Brussel tæpa 20 miljarða DKK fyrir að fá 9,6 miljarða DKK til baka. Nettó tap Danmerkur var því yfir 10 miljarðar DKK á síðasta ári. 

Að venju trúa Danir ekki á skjalafalsaða ársreikninga Evrópusambandsins og leita því svara hjá dönsku hagstofunni. En ársreikningar Evrópusambandsins hafa verið skjalafalsaðir á annan áratug svo ekki komist upp um spillingu 120.000 embættismanna sambandsins, nær og fjær.

 
Danska sorpritið Ekstra Bladet, sem þó þykir margfalt vandaðra að innihaldi og virðingu en íslenska sorpritið Fréttablaðið, hélt skoðanakönnun um málið. Þar vilja 58 prósent kjósenda að Danmörk segi sig úr Evrópusambandinu.

Ditte Staun og þjóðarhreyfing Dana gegn ESB-aðild hvetur dönsku ríkisstjórnina til að losa Danmörku úr viðjum Evrópusambandsins. Það myndi ekki skaða og heldur ekki utanríkisviðskipti Danmerkur. Bæði Sviss og Noregur sanna það.

 
Rannsóknar- og greiningarstofnun samtaka verkalýðshreyfinga í Danmörku (AE) segir að Danmörk muni missa 55.000 atvinnutækifæri á altari evrubjörgunartilrauna Evrópusambandsins. En á næstu árum á að taka efnahag ESB landa hers höndum svo bjarga megi myntinni evru. 

ASÍ á Íslandi hefur strax pantað nýjan stól til að stinga þessari skýrslu AE undir. Stólasafn ASÍ fyllir nú flestar byggingar samtakanna. Undir hverjum stól liggur skýrsla sem sýnir fram á hversu illilega meðlimir þeir sem borga laun stjórnar sambandsins myndu líða fyrir að ganga í ESB.

 
Skýrsla AE rekur hvað það kostar danska launþega að danska ríkisstjórnin þarf að skríða í ESB-duftið með ríkisfjármál konungsríkisins, þ.e.a.s. skera niður til að fullnægja örþrifaráðslegum tilraunum myntbjörgunarsveita sambandsins. Allur efnahagur ESB-landa mun blæða fyrir þessa mynt og þáttur danska ríkisins verður að ganga í takt, því annars fá danskir embættismenn ekki gulblátt Olli-Rehn-hálsbindi og bláa gulstjörnusokka til að leika sér í niðri í Brussel. Klæðnaður sem engin sæmilega óbrengluð manneskja án þrælslundar myndi láta sjá sig í. Það eru þjónustugreinarnar sem fyrst og fremst þurfa að blæða þessum 55 þúsund atvinnutækifærum í Danmörku.
 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 25.10.2010 kl. 17:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vef Landssambands kúabænda, naut.is, er FULLYRT að matarverð í Danmörku sé um 30% HÆRRA en hér á Íslandi, samkvæmt evrópskum verðsamanburði.

Samanburðurinn er hins vegar gerður Í EVRUM og
evran kostar nú um 70% fleiri íslenskar krónur en í ársbyrjun 2008, þegar evran kostaði 93 krónur, og hér á Íslandi kaupum við matvörur í íslenskum krónum en EKKI evrum.

"Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands.

Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Það er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag HÆST Á ÍSLANDI, eða 61% HÆRRA EN Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Breytingin skýrist fyrst og fremst af GENGISBREYTINGUM en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla BORIÐ SAMAN Í EVRUM.
"

Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gríðarlega mikið hefur verið flutt út af dönskum landbúnaðarvörum til Bretlands og Bretar hætta seint að graðga í sig egg og beikon.

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 18:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark has the 9th highest export per capita in the world.

Main exports include: machinery, animals and foodstuff, chemicals and oil and gas.

70% of trade flows are inside the European Union.
"

"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil.

Most electricity is produced from coal, but Denmark also has a share of windpower. Wind turbines produce 16-19% of electricity demand.

Denmark is connected by transmission lines to other European countries.
"

Denmark
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 18:36

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Gunnar Albert Rögnvaldur, Hættu þessu eintóma bulli sem þú kemur með hérna. Það er ennþá gagandi um óheiðarleika þinn Gunnar Rögnvaldsson að þú vísar í tölur frá árinu 2008. Þegar aðstæður og verðlag var allt annað.

Hérna eru tölur frá Eurostat um matvælaverð í Ágúst 2010.

Þarna sést að Ísland er margfalt dýara en Danmörk og er orðið margfalt dýara en Noregur að auki (ég hélt að það væri nú ekki einu sinni hægt, en svona hefur maður rangt fyrir sér stundum).

Jón Frímann Jónsson, 25.10.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband