Leita í fréttum mbl.is

Össur í FRBL: Þurfum fjárfestingar - ESB-aðild opnar leið til þess

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinssoner iðinn við kolann þessa dagana og frá honum kemur hver ESB-greinin á fætur annarri. Það er gott. Í grein sinni í FRBL í dag fjallar hann um áhrif ESB-aðildar á fjárfestingar í nýjum aðildarríkjum. Össur skrifar:

,,Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópu­sambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót.

Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglis­vert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildar­löndum kemur frá öðrum ríkjum sambands­ins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestinga­kostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008.

Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB ráðherrann heldur áfram að éta það upp sem hann hefur verið að segja á rúv.Hann segir ekki frá því að Malta, Slóvakía, Slóvenía og Kýpur voru ekki á EES svæðinu fyrir inngöngu í ESB eins og Ísland er núna.ESB ríkin geta fjárfest hér nú þegar samkvæmt EES samningnum, rétt eins og landið sé í ESB.Ógerningur er að botna í þessum furðuskrifum ESB ráðherrans, á annan hátt en þann að hann sé að reyna að blekkja fókl og tilgangurinn helgi meðalið.Staðreyndin er sú að ríki ESB hafa ekki nokkurn áhuga á að fjárfesta hér.Og ESB ráðherrann lætur hvergi staðar numið.Hann skrifar langhund í Morgunblaðið um mikla kjötsölu til ESB ríkjanna, í áróðurskyni fyrir ESB inngöngu.Hann skautar framhjá því að þessi aukna kjötsala er tilkomin vegna þess að Ísland er ekki í ESB,og var það ekki þegar kreppan skall á.Kjötsalan er fyrst og framst tilkomin vegna þess að krónan féll og verð hækkaði af þeim orsökum,þannig að hagkvæmt var að flytjaút kjöt til Evrópu.Nei við áróðurbulli ESB ráðherrans.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.10.2010 kl. 12:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorpsins haugur Sigurgeir,
slorsins draugur digur leir,
svolans eistu sigu meir,
á svarkinn Eistar migu þeir.

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLAKVÓTI SIGURGEIRS JÓNSSONAR VERÐUR INNKALLAÐUR!!!

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stórskáld ESB heldur uppteknum hætti yrkja um undirritaðan.Þakka ég ESB og Evrópusamtökunum fyrir að sýna mér þá virðingu að yrkja um mig.Og vona ég að svo verði áfram.En ein og ein stök vísa er að mér finnst varla sæmandi ESB stórskáldi, og ekki í takt við hans vinnubrögð í ESB umræðunni.Hann hefur hingað til í óbundnum skáldskap sínum komið með meira en það sem hægt er að lesa á 1-2 sekúndum.Fer ég hér með fram á það við ESB stórskáldið að hann bæti úr þessu sem ég efast ekki um að steini br.stórskáld ESB og Evrópusamtakanna gerir.Nei við ESB, enn ekki stórskáldskap steina br.

Sigurgeir Jónsson, 27.10.2010 kl. 17:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband