28.10.2010 | 08:00
Þeir sletta skyrinu sem eiga það (og borða það líka!) - Skyr slær í gegn í Noregi!
Fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag að íslenskt skyr hafi slegið í gegn í Noregi: ,,Norska mjólkurbúið Q, sem á síðasta ári hóf framleiðslu á skyri að íslenskri fyrirmynd, hlaut á þriðjudag þekkt norsk nýsköpunarverðlaun fyrir skyrframleiðslu sína.
Íslenska skyrið hefur slegið í gegn í Noregi og á skömmum tíma náð um fjórðungs markaðshlutdeild á markaði fyrir léttar jógúrtvörur. Í rökstuðningi fyrir verðlaunaafhendingunni segir að um nýja, holla vöru sé að ræða sem hafi breytt matarvenjum margra Norðmanna."
Noregur, sem vissulega er ekki í ESB, heldur hluti af EES-svæðinu, er hluti af Evrópu. Íslenskir bændur reka upp harmakvein þegar minnst er á ESB.
En spurningar sem vaknar í kjölfar fréttar FRBL eru m.a. þessar: Taka bændur algjörlega skakkan pól í hæðina varðandi ESB? Er ESB fullt af tækifærum fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, sem eru bæði hollar og góðar?
Einnig kemur fram í fréttinni að skyr hafi náð nokkrum vinsældum í Danmörku og Bandaríkjunum.
Hvað segja bændur nú?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Noregur er ekki í ESB. Færeyjar ekki heldur, en þangað höfum vi selt mikið smjör og lambakjöt.
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 11:00
Ef norskt fyrirtæki eru að framleiða skyr að íslenskri fyrirmynd.... fáum við Íslendingar einhver gjaldeyri í kassann??
Eða er þetta meira svona uppá stoltið að gera.
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2010 kl. 11:55
Efast að það skili gjaldeyri þannig séð - en mjólkursamsalan er þarna viðriðin skildist manni og hlýtur að fá einhvrn ágóða.
Annars er þetta misskilningur í íslendingu með skyrið. Þeir eiga að framleiða bara gamaldags skyr. Svona venjulegt hvítt óbragðbætt og óíbætt skyr. Það er það sem útlendingum finnst merkilegast og best.
,,Færeyjar ekki heldur, en þangað höfum vi selt mikið smjör.."
Já en það er að mestu smjör úr sauðamjólk. Og varðandi Færeyja per se þá má ekki gleyma Hoyvíkursáttmálanum en en hann innifelur fríverslun með landbúnaðarvöur og jafnframt er það eini samningurinn sem Island hefur gert við nokkurt ríki, má segja. þ.e. tíhliða dæmi sem andsinnar segja að Ísland ,,eigi bara að gera" við öll ríki heimsins.
Samningurinn byggir þó mikið á EES þannig að þeir voru eigi að finna upp hjólið þarna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2010 kl. 13:59
Þvælan í Ólafi Bjarka. Við höfum gert marga tvíhliða samninga við önnur ríki, m.a. um viðskipti við Ráðstjórnarríkin á sínum tíma o.fl. samninga.
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 14:20
Kannski Jón Valur nefnir dæmi. Kannski fimm ríki?
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2010 kl. 14:34
Árið 2008 fluttum við út 1.800 tonn af kindakjöti fyrir 848 milljónir króna.
Þar af fóru 833 tonn til Bretlands og Danmerkur, sem var töluvert meira en til Noregs og Færeyja, og einungis 65 tonn til Bandaríkjanna.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 14:34
HOYVÍKURSAMNINGUR ÍSLANDS OG FÆREYJA.
"Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja, sem kenndur er við bæinn Hoyvík í Færeyjum þar sem skrifað var undir hann 31. ágúst 2005.
Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem færeysk stjórnvöld gera við "annað ríki" og er einnig víðtækasti fríverslunarsamningurinn sem íslensk stjórnvöld hafa gert.
Samningurinn tekur meðal annars til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, frjálsrar farar fólks og búseturéttar, stofnsetningarréttar, fjármagnsflutninga og fjárfestinga, samkeppni, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa.
Þá tekur samningurinn einnig til fullrar fríverslunar með landbúnaðarvörur en Ísland hefur aldrei áður samið um fulla fríverslun með landbúnaðarvörur.
Samningurinn leggur einnig bann við mismunun af öllu tagi.
Takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi eru þó undanþegnar í samningnum og eru áfram í gildi í báðum löndunum."
Hoyvíkursamningurinn - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 14:40
FÆREYJAR.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
The Faroe Islands - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 14:42
"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 14:42
ÍSLAND, FÆREYJAR, GRÆNLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ.
ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins eru SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI, enda þótt þau deili AÐ EIGIN ÓSK hluta af fullveldi sínu.
Og við Íslendingar verðum ÁFRAM ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR, eins og við höfum verið frá 1. desember 1918, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Ísland hefur verið SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki frá 1. desember 1918, þegar landið varð konungsríkið Ísland, hafði sama þjóðhöfðingja og Danmörk en var EKKI lengur í konungsríkinu Danmörku.
"1. gr. Íslenskur ríkisborgari á samkvæmt umsókn rétt á að fá gefið út vegabréf eftir lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim."
Lög um vegabréf nr. 136/1998
Grænlendingar og Færeyingar eru hins vegar DANSKIR ríkisborgarar í konungsríkinu Danmörku og bæði Grænlendingar og Færeyingar eiga tvo fulltrúa á danska þjóðþinginu, Folketing.
Danmörk er í Evrópusambandinu en Grænland og Færeyjar eru hins vegar EKKI í Evrópusambandinu.
"Danish passports are issued to citizens of the kingdom of Denmark to facilitate international travel.
Different versions exist for nationals of Denmark, Greenland and the Faroe Islands although all citizens have the same nationality."
Danish passports - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 14:45
NOREGUR.
"Cost of living is about 30% higher in Norway than in the United States and 25% higher than the United Kingdom."
"From the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.
Today, Norway ranks as the second wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation.
Norway is the world’s fifth largest oil exporter and the petroleum industry accounts for around a quarter of its Gross domestic product.
"Norway was the second largest exporter of seafood (in value, after the People's Republic of China) in 2006."
"To reduce over-heating in economy from oil revenues and minimize uncertainty from volatility in oil price, and to provide cushion for the effect of aging of the population, the Norwegian government in 1995 established the sovereign wealth fund ("Government Pension Fund - Global"), which would be funded with oil revenues, including taxes, dividends, sales revenues and licensing fees."
"Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."
Norway - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 15:12
Er Ísland olíuríki eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Er Ísland með sterkan gjaldmiðil eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 15:38
Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.
Economy of Norway - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 16:00
Ómar Bjarki Kristjánsson alhæfði hér (var ekki einu sinni að tala bara um viðskiptasamninga): "Hoyvíkursáttmál[inn færeyski] innifelur fríverslun með landbúnaðarvöur og jafnframt er það eini samningurinn sem Ísland hefur gert við nokkurt ríki, má segja. þ.e. tvíhliða dæmi sem andsinnar segja að Ísland ,,eigi bara að gera" við öll ríki heimsins." (Leturbr. JVJ.]
Ég vil nú, auk fyrri ábendingar minnar, byrja á því að benda á mjög mikilvægan tvíhliða samning: varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna 1951. Og að sjálfsögðu var Sambandslagasáttmálinn 1918 tvíhliða samningur Íslands og Danmerkur.
En Sleggjan & Co. bætti við: "Kannski Jón Valur nefni dæmi. Kannski fimm ríki"
Svarið er: Margfalt fleiri en fimm ríki! Ég bendi á þessa heimild á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/138/s/0577.html (138. löggjafarþing 2009–2010. Þskj. 577 — 294. mál), en þar segir m.a. vegna tvíþættrar fyrirspurnar Sigurðar Inga Jóhannssonar til utanríkisráðherra um fríverslunarsamninga:
"1. Hvaða viðskiptasamningum, fríverslunarsamningum sem og öðrum samningum sem tengjast verslun, viðskiptum og þjónustu, á Ísland aðild að og frá hvað tíma gilda þeir samningar? [Þetta var fyrri fyririrspurnin, svar Össurar fylgir á eftir:]
Í þessari samantekt eru taldir upp þeir fjölþjóðasamningar og tvíhliða samningar sem Ísland á aðild að og tengjast verslun, viðskiptum og þjónustu. Um er að ræða fríverslunar- og landbúnaðarsamninga, tvísköttunarsamninga, upplýsingaskiptasamninga um skattamál, fjárfestingarsamninga og loftferðasamninga. Sumir þessara samninga hafa tekið örum breytingum og er aðeins getið um helstu breytingarnar í listanum hér að neðan.
Að auki er í gildi fjöldi annarra tvíhliða samninga milli Íslands og annarra ríkja [leturbr. jvj] þar sem er að finna almenn ákvæði um samskipti ríkjanna, m.a. á sviði viðskipta og verslunar. Sjá neðanmálsgrein 1 1 Margir þessara samninga eru komnir til ára sinna og hafa ekki lengur raunhæfa þýðingu.
I. Fjölþjóðasamningar: [... Ég sleppi þeim öllum. JVJ.]
II. Tvíhliða samningar:
a. Fríverslunar- og landbúnaðarsamningar:
* Viðbótarsamningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Chile, öðlaðist gildi 1. desember 2004.
* Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Arabíska lýðveldisins Egyptalands, öðlaðist gildi 1. ágúst 2007.
* Samningur um landbúnaðarafurðir milli Íslands og Ísraels, öðlaðist gildi 1. ágúst 1993.
* Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Jórdaníu, öðlaðist gildi 1. september 2002.
* Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Kanada, öðlaðist gildi 1. júlí 2009.
* Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Króatíu, öðlaðist gildi 1. ágúst 2002.
* Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Líbanon, öðlaðist gildi 1. janúar 2007.
* Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Makedóníu, öðlaðist gildi 1. maí 2002.
* Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Marokkós, öðlaðist gildi 1. desember 1999.
* Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Mexíkó, öðlaðist gildi 1. október 2001.
* Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu, öðlaðist gildi 1. nóvember 2000.
* Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Singapúr, öðlaðist gildi 1. janúar 2003.
* Samningur um landbúnaðarmál milli lýðveldisins Íslands og Tollabandalags Suður- Afríkuríkja (SACU), öðlaðist gildi 1. maí 2008.
* Bókun um landbúnaðarmál milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Túnis, öðlaðist gildi 1. mars 2006.
* Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli Íslands og Tyrklands, öðlaðist gildi 1. september 1992.
* Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Suður-Kóreu, öðlaðist gildi 1. október 2006.
* Samningur í formi bréfaskipta milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir sem er komið á á grundvelli 19. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlaðist gildi 1. mars 2007.
* Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja (Hoyvíkursamningurinn), öðlaðist gildi 1. nóvember 2006.
* Samningur um viðskipti Íslands og Grænlands, öðlaðist gildi 1. febrúar 1985.
b. Tvísköttunarsamningar: [... 32 talsins. Ég sleppi þeim öllum, en þeir varða þessi ríki: USA, Belgíu, Stóra-Bretland, Eistland, Frakkland, Grikkland, Grænland, Holland, Írland, Ítalíu, Indland, Kanada, Kína, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Mexíkó, Norðurlöndin, Portúgal, Pólland, Rúmeníu, Rússland, Slóvakíu, Spán, Suður-Kóreu, Sviss, Ungverjaland, Úkraínu, Tékkland, Víetnam og Þýzkaland. -Innskot JVJ.]
c. Upplýsingaskiptasamningar um skattamál: [... 3 talsins, sleppi þeim. JVJ.]
d. Fjárfestingarsamningar:
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Kína um að hvetja til fjárfestinga og veita þeim gagnkvæma vernd, öðlaðist gildi 1. mars 1997.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Indlands um eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 16. desember 2008.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Lettlands um gagnkvæma eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 1. maí 1999.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Litháens um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 18. apríl 2003.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Víetnams um eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 10. júlí 2003.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Chile um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 29. mars 2006.
* Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Sameinuðu mexíkósku ríkjanna um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 28. apríl 2006.
[...]
e. Loftferðasamningar: [... 19 talsins. Ég sleppi þeim öllum. -JVJ.]
2. [þ.e. seinni liður fyrirspurnar Sigurðar.]: Er unnið að einhverjum samningum núna, og þá hverjum, og hefur verið unnið að samningum við aðrar þjóðir eða viðskiptablokkir á liðnum árum eða mánuðum án þess að niðurstaða hafi fengist? Ef svo er, þá hverjum?
[Svar Össurar: sjá fyrrnefnda heimild á vef Alþingis.]
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 16:12
"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."
Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 16:24
Og að sjálfsögðu gerir Evrópusambandið fríverslunarsamninga við fjöldann allan af stórum og smáum ríkjum úti um allan heim.
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins
"Kína í stað evru"
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 16:26
VIÐSKIPTI EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG KÍNA:
"EU-China trade has increased dramatically in recent years.
CHINA IS NOW THE EU'S 2ND TRADING PARTNER behind the USA AND THE BIGGEST SOURCE OF IMPORTS.
THE EU IS CHINA'S BIGGEST TRADING PARTNER.
The EU's open market has been a large contributor to China's export-led growth.
The EU has also benefited from the growth of the Chinese market and the EU is committed to open trading relations with China.
However the EU wants to ensure that China trades fairly, respects intellectual property rights and meet its WTO obligations."
"The EU-China High Level Economic and Trade Dialogue was launched in Beijing in April 2008."
"In 2006 the European Commission adopted a major policy strategy (Partnership and Competition) on China that pledged the EU to accepting tough Chinese competition while pushing China to trade fairly.
Part of this strategy is the ongoing negotiations on a comprehensive Partnership and Cooperation Agreement (PCA) that started in January 2007.
These will provide the opportunity to further improve the framework for bilateral trade and investment relations and also include the upgrading of the 1985 EC-China Trade and Economic Cooperation Agreement."
"THE EU WAS A STRONG SUPPORTER OF CHINA'S ACCESSION TO THE WTO, arguing that a WTO without China was not truly universal in scope.
For China, formal accession to the WTO in December 2001 symbolised an important step of its integration into the global economic order.
The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.
IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED."
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 16:28
Ómar Bjarki er einn þeirra sem gera lítið úr þjóðarbúskap okkar Íslendinga og niðra okkur fyrir sauðskinnsskó og kotbændahugarfar. Partur af þeirri ranghugsun hans stafar án efa af vanþekkingu hans á því, hvers lýðveldið Ísland hefur verið megnugt. T.d. taldi hann okkur ekki hafa gert nema EINN tvíhliða samning við önnur ríki!!! Ég hef nú afsannað það nógsamlega. Fleira þarf Ólafi reyndar að lærast, en á meðan ætti hann að fara sér hægt í stórkarlalegum yfirlýsingum.
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 17:31
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:
"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 18:25
JV, allt sem talið er upp þarna skiptir engu eða nánast engu. þetta eru ekkert samningar eins og þið eruð að tala um að Íslnd ,,eigi bara að gera" við öll ríki heims. Þetta er eithvað svona djók:
,,Samningur í formi bréfaskipta milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir sem er komið á á grundvelli 19. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlaðist gildi 1. mars 2007."
Eini samningurinn sem skiptir einhverju er Hoyvíkursáttmálinn.
Furthermore sýnist mér þú sleppa aðalatriðinu þarna, þ.e. samningum er Ísland tengist í genum EFTA. Og líklega eru margt annað sem talið er upp þarna beint og óbeint tengt þeim samningum. Það eru þeir samningar sem skipta máli. Ekki einhver samningur um brédaskriptir og annað djók.
Svo þetta stendur allt saman í aðalatriðum - enda eru allir sem til þekkj sammála þessu. Þetta sem þú ert með er bara orðhengilsháttur a la Andsinnastæl og slík orðræða skilar engu nema skaða fyrir land og þjóð.
En talandi um Andsinna broadly speaking, þá er það nú eins og maðurinn sgði að etv. væru þeir ,,best geymdir á þjóðminjasafninu sem viðvörun til komandi kynslóða á Íslandi".
Og þá verður svona stytta merkt: Andsinni o.s.frv. og fólk bara alveg: Ótrúlegt! Hugsa sér! Var þetta virklega svona í gamla daga etc.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2010 kl. 18:45
Það er undarlegt að sjá þá Ómar Bjarka og Steina halda áfram að fegra hér ESB sama daginn og fréttir berast af yfirgangi þessa sama ESB gagnvart ... Íslendingum!
Annars vegar er komið fram (sjá hér, í greinarkaflanum: HINAR EFNAHAGSLEGU FORSENDUR AÐILDAR: Icesave-deilan verði leyst, í Mbl. í dag) "að sérstaklega er kveðið á um Icesave-deiluna í drögum þingmannanefndarinnar sem lögð voru fyrir Alþingi og Evrópuþingið 5. október. Eru Íslendingar, Hollendingar og Bretar þar hvattir til að komast að „nýju samkomulagi“ í deilunni og er umræddur liður undir millifyrirsögninni „Um hinar efnahagslegu forsendur Evrópusambandsaðildar“. Verður þetta vart skilið öðruvísi en á þann veg að lausn deilunnar sé skilyrði fyrir ESB-aðild Íslands." (Leturbr. JVJ.)
Þarna sést enn með hverjum þetta stórveldabandalag tekur afstöðu þrátt fyrir að þess eigin reglugerð (directive 94/19/EC) fríi ríki bandalagsins og EES-svæðisins við ríkisábyrð á bönkum og tryggingasjóðum. (Ómari Bjarka gæti reyndar ekki staðið meira á sama, hann er óforskammaður Icesave-borgunarsinni og hefur hæðzt að varnarrökum okkar og gagnrýni erlendra fræðimanna og fagmanna á Icesave-kröfur Breta og Hollendinga.)
Í 2. lagi ætlast ESB til þess í dag, að við Íslendingar fáum aðeins 3,5% kvóta í makrílveiðum á Norður-Atlandshafi, verðmæti ca. 3 milljarða króna! Við yrðum þá að minnka veiðar okkar um 100.000 tonn. Samt hefur þessi makríll, sem gengur hér á miðin, hirt hér upp um tveggja milljón króna átu af ýmsu tagi!
ESB ætlast til þess, að fiskveiðilögsaga Íslands þjóni sem uppeldisstöð fiskistofna, sem Brusselbandalagið sjálft fái að vaða óspart í, jafnvel með miklum umhverfissóðaskap á miðunum, eins og Skotar hafa sýnt af sér.
Óupplýstur og afhjúpaður Ómar Bjarki ætti að spyrja íslenzka diplómata og embættismenn og fulltrúa atvinnuveganna hvort til einskis hafi verið gerðir MARGIR tvíhliða samningar við aðrar þjóðir. En sjaldan hafa menn með jafn hlálegum hætti reynt að verja kolvitlausar staðhæfingar sínar eins og ÓBK gerði hér á undan með svörum sínum við augljósum afsönnun minni á staðreyndavillu hans. Þetta sýnir bara það, sem ég benti á hér á undan: að maðurinn kann ekki að skammast sín.
Takið líka eftir þessu: Þegar hann stendur höllum fæti, virðist grípa hann sú taugaveiklun að þurfa að sletta ómælt hvimleiðri ensku eins og hér ofar.
Hvílíkir fulltrúar ESB-innlimunarstefnunnar: Jón Frímann, Ómar Bjarki, Steini Briem og svo menn sem virðast hafa verið styrkþegar ESB eins og Baldur Þórhallsson, sem í 1. lagi er 7,5 milljóna Monnet-prófessor, launaður frá Brussel, í 2. lagi varaþingmaður Samfylkingarinnar, í 3. lagi hjá Alþjóðastofnun HÍ, sem þegið hefur mikla styrki frá Samtökum iðnaðarins (hvaðan þau samtök fá það fé, veit ég ekki), og í 4. lagi er svo kallað í hann sem óháðan fræðimann í Rúvið og Baugsmiðlana! – og Jón Steindór Valdimarsson.
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 20:05
Þarna átti að standa:
hirt hér upp um tveggja milljón TONNA átu ... (bara á þessu ári)
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 20:07
... augljósri afsönnun minni ...
Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 20:10
Langloka Jóns Vals hérna er innihalds laust rugl.
Flestir fríverslunarsamningar Íslands hafa verið gerðir á grundvelli EFTA (Wiki hérna). Enda eru íslendingar aðildar að EFTA og hafa verið lengi. Þrátt fyrir heimsendaspádóma Ragnar Arnalds um verra ástand á Íslandi við EFTA aðild Íslands.
Ragnar Arnalds var einnig á móti EES samningum eins og kemur fram hérna í gömlu vikublaði á tímarit.is. Einnig er hægt að lesa sér til um andstöður Ragnar Arnalds, Steingríms J og annara sem voru á móti EES samningum á sínum tíma í nokkrum öðrum greinum hérna fyrir neðan.
Grein #1 (Vikublaðið þingtíðindi)
Grein #2 (Morgunblaðið 1992)
Þekking andstæðinga ESB á Íslandi á sögunni kemur ekkert á óvart. Enda virðast andstæðingar ESB á Íslandi vera með þeim fáfróðustu um ESB málefni Íslands og Evrópu.
Jón Frímann Jónsson, 28.10.2010 kl. 20:27
JV, sjáðu til gæzkur, varðandi samningamálaissjúið þá er það óvart þannig að um það þarf ekkert að deila. Mín útlegging þar í heildarramma er rétt. Enda er ekki ómerkari maður en Einar Benediktsson sammála mér! Og þetta er ekkert bara einhver Einar Benediktsson:
,,... fullyrða má að fáir myndu hafa áhuga á viðskiptasamningum við jafn lítið ríki sem Ísland. Fyrir utan fríverslunarsamning við Færeyjar eru viðræður við Kína eina tilraun Íslands."
http://www.evropunefnd.is/utanrikismal/drog/2/
Það er bara svona eins og hann segir og einhverja fabúleringar Andsinna um hvað þeim ,,finnst" er einfaldlega eigi relevant. Bara sorrý.
Varðandi önnur mál, þá er eg alveg tilbúinn að ræða þau per se og td. varðandi icesaveskuldarmál landsins, þá var eg fyrsti ef ekki eini maðurinn á Íslandi sem kynnti mér Evrópu laga og regluverk þar að lútandi og sá í hendi mér að þarna voru váboðar. Nú, eg útlistaði í aðalatriðum fyrir íslendingum á opinberum vettvöngum hvernig málið lægi - og fékk bágt fyrir ef eg man rétt. Síðan gerist það að út kemur eitt ált ESA um viðfangsefnið og hvað skeður? Nánast kópí peist frá mínu uppleggi! Vitið þér enn eða hvat!
Með makrílinn, þá skulum við skoða þau mál í rólegheitum. Erfitt að meta almennilega þegar maðuyr hefur engin gögn og varasamt að treysta Andsinnanum sem kunnug er og Jón ,,veit ekki neitt" Bjarnason er Andsinni. Og að maður nefni nú ekki öfgamennina og rustamennin í LÍÚ mafíunni.
Hitt er annað mál að fullyrða má að það að hrifsa til sín yfir 100 þúsund tonn af makríl er barbarismi af LÍÚ klíkunni. Hreinn barbarismi og allstaðar litið þannig á meðal siðmentaðra þjóða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2010 kl. 20:30
Hlutfallslegt aflaverðmæti helstu fisktegunda árin 2004-2008
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 21:04
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 21:06
Gott ástand loðnustofns
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 21:12
21.10.2010:
Íslensk skip fá að veiða 143 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 21:23
Skotar lýsa vonbrigðum með makrílfund
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 07:57
Steini, það er kjánalegt af þér, ef þú hyggur, að þessi innlegg þín svari eða skáki þeirri fram komnu staðreynd, að ESB vill að við Íslendingar fáum einungis 3,1% hlut í makrílveiðum á N-Atlantshafi. Þrír milljarðar í aflaverðmæti er harla lítið miðað við það sem við tökum nú með sjálfstæðri sjálftöku okkar, og miðað við, að makrílgangan kringum landið étur hér upp 2 milljónir tonna af átu, þá er hlutur okkar í veiðunum – og það í okkar fiskveiðilögsögu – að sjálfsögðu ekkert of mikill – nema að mati æstra ESB-sinna eins og Ómars Bjarka, enda sýnir hann það hér að ofan og hreytir um leið skætingi í LÍÚ, en verðugt mjög var svar Friðriks Arngrímssonar í útvarpi í gær í viðbragði hans við fréttinni um hið fáránlega, "náðarsamlega" leyfi ESB til okkar að veiða 3,1% makrílsins.
Ómar ætti að passa sig að láta ekki sjá sig í kaupstaðnum Seyðisfirði né á öðrum útgerðarstöðum þar eystra, því að ESB-viðhorf hans í þessu efni mun áreiðanlega afla honum óvinsælda þar um slóðir sem víðar.
JFJ fer með rangt mál þegar hann afneitar á sinn hátt tilvist tvíhliða samninga Íslands og annarra ríkja. Í hinni löngu upptalningu í innleggi mínu í gær kl. 16:12 sleppti ég öllum marghliða samningum, t.d. þeim sem við erum aðilar að vegna aðildar okkar að EFTA. Allir hinir, sem ég tilgreindi, voru samningar ÍSLANDS við önnur ríki.
Jón Valur Jensson, 29.10.2010 kl. 16:04
Sigurgeir er sjómaður og dansar vínarpolka, vals og ræl - Myndband
Ísbjarnarblús Sigurgeirs Jónssonar - Ísbjörn hét áður Ísbjörninn
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 16:25
AFLAKVÓTI SIGURGEIRS JÓNSSONAR VERÐUR INNKALLAÐUR!!!
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 16:28
Hér er mættur "helgar og næturbloggarinn" Guðm Júl, eða eins og Steini "meistarabloggari" segir, og í stuttu máli, þeir félagar, hann og Jón Frímann halda áfram á þeirra óskemtilegu braut sem að þeim er einum í lófa lagið, að vera með óskemtilegar aðfinnslur á miður ómálefnalegan hátt, oftast á leiðinlegum nótum, og Ómar Bjarki, þú ert að pissa utan í rangt tré.
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 19:27
Helgarmaðurinn mættur!!!
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 19:39
Já Steini minn kæri, búðu þig undir skemtilegt kvöld og "nótt" :)
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 20:09
Því eins og í máltækinu segir: "Sjaldan er annar fullkominn hálfviti þegar tveir deila" sagði einhver góður maður einhverju sinni :)
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 20:13
Stjórnlagaþingsferlið á Íslandi 2010 - 2011
Lög voru samþykkt á Alþingi um stjórnlagaþing. Helstu dagsetningar eru sem hér segir ==== Þjóðfundur um stjórnarskrá 2010 ==== Þjóðfundur með 1000 þátttakendum sem á að endurspegla þjóðina, verður haldinn 6. nóvember 2010, og er nánar nefndur Þjóðfundur til undirbúnings stjórnlagaþingi.
Dagsetningar :
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 23:01
Stjórnlagaþing 2011
Stjórnlagaþing á, samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010. Framboðsfrestur til stjórnlagaþings rennur út klukkan 12.00 á hádegi þann 18. október n.k. og skal skila framboðum til landskjörstjórnar, hægt er að nálgast framboðsgögn á vef dómsmálaráðuneytisins. Kosið verður til stjórnlagaþingsins 27. nóvember 2010.
Frambjóðendur til stjórnlagaþings geta nú sett inn stutta kynningu um sig og sín málefni á facebook síðu stjórnlagaþings.
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 23:03
Hvað eru stjórnlög?
Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands í fyrirlestraröðinni: Hvað eru lög?
Fyrirlesari: Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Með stjórnlögum er almennt átt við lög sem ríki setja sér um grundvallarreglur varðandi skipulag og æðstu stjórn ríkisins og valdmörk þeirra sem fara með ríkisvald – oftast er þeim safnað saman í lagabálk sem kallaður er stjórnarskrá eða grundvallarlög. Um setningarhátt stjórnlaga og stöðu þeirra í lagakerfinu gilda önnur sjónarmið en eiga við um önnur lög ríkisins. Þar má fyrst nefna að í lýðræðislegu skipulagi hafa stjórnlög nánari tengsl við þjóðina en á við um almenn lög sem löggjafinn setur. Þannig er vísað til þess að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn, frá henni sé sprottið valdið sem handhöfum ríkisvaldsins er falið að fara með í hennar umboði. Af þeirri ástæðu er algengt að í stjórnlögum sé mælt fyrir um að þjóðin skuli taka beina og milliliðalausa afstöðu til setningar þeirra eða breytinga á þeim. Vegna hins sérstaka eðlis stjórnlaga sem leggja grunninn að störfum valdhafanna og setja þeim ákveðin mörk í samskiptum við borgarana gilda flóknari reglur um breytingar á þeim en öðrum lögum. Þannig er spornað við því að grunnurinn að stjórnskipulaginu og réttindavernd borgara verði háður pólitískum dægursveiflum.
Í fyrirlestri sínum mun Björg fjalla um eðli stjórnlaga út frá þessum megineinkennum, en einnig nánar um efni slíkra laga og þá sérstaklega hvað einkennir góð stjórnlög. Lagt verður mat á hvernig íslensk stjórnlög sem bundin eru í lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 falla að þeim hugmyndum og hvers vegna tilraunir til að endurskoða nokkra lykilþætti hennar hafa ekki borið árangur. Þjóðin stendur nú frammi fyrir verkefni sem á sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum, að koma saman á þjóðfundi og síðan að kjósa til stjórnlagaþings sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrána. Björg mun leitast við að svara þeirri spurningu hvort þessi aðferð sé líkleg til að treysta tengsl stjórnarskrárinnar við þjóðina og skapa sátt um þau grunngildi og undirstöður sem íslenskt samfélag hvílir á.
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 23:06
Þetta gæti verið yfirlýsing frá Evrópusamtökunum, þar sem þau lýsa yfir iðrun sinni í ljóðrænu formi, yfir yfirlýstri stefnu samtakanna sem þau vita að er stafvitlaus og sjá nú eftir.
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 00:04
Guðmundur, Þú eins og aðrir andstæðingar ESB á Íslandi þjáist af miklum heimildarskorti. Eingöngu menntun getur lækað slíkt eða jafnvel gott ferðalag til ESB ríkis. Þú hefur úr 27 aðildarríkjum ESB til að velja úr.
Jón Frímann Jónsson, 30.10.2010 kl. 00:29
Jón Frímann, þú þarft ekki að tala við mig í þessum esb tón, hann er úr lagi, enda allt þetta batterý dautt, en ég hef reyndar heimsótt langflest þessara landa, og það oftar en einu sinni, ekki vera með þessa gervi kaldhæðni um menntunarskort og skort á ferðalögum, þú ert ekki eini maðurinn sem það hefur gert!!!
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 00:59
Þú ert bæði illa upplýstur og heimskur, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 01:26
Nú, hvers vegna segirðu það Steini, og færðu rök fyrir því ?
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 02:30
Þú sést hér nánast eingöngu á nóttunum um helgar, trúlega drukkinn, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 02:36
Og svo vilja þeir ganga í ESB
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 02:47
Eða ertu kannski í eiturlyfjum, Guðmundur Júlíusson?
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 02:51
Ertu ekki að ganga aðeins of langt í meiðyrðum Steini, þú ásakaðir mig um nazistaáróður fyrir nokkru og fórst halloka þar, en nú þykir mér þú ganga aðeins of langt með níð þitt til mín!, en til að svara þér, þá er ég ekki drukkinn og ég er ekki í eiturlyfjum!
En þetta sýnir best inræti þitt.
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 03:12
Mjög svo einkennilegt háttalag hjá þér að birtast hér eingöngu á nóttunum um helgar og röfla, hver svo sem ástæðan er.
Leitaðu þér hjálpar á réttum stað, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 03:24
Steini!
Getur þú ekki séð það fyrir þér að kannski ég vinni þannig að á virkum dögum sé ég upptekinn vegna mikillar vinnu og sé of þreyttur til að blogga, og fái þar af leiðandi aðeins útrás um helgar?
Ekki að ég þurfi að afsaka mig hér fyrir þér, en vildi samt nefna þetta til að fyrirbyggja það að þú héldir að þú værir að tala við "eiturlyfjasjúkling" eða "fyllibyttu"
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 03:35
Það er nefnilega þannig, Steini, að venjulegt fólk, eins og ég, vinna frá mánudegi til föstudags, og þá frá 8 til 6 eða 7, allavega þeir sem hafa vinnu, ég veit ekki með þig, en skv blogginu þínu virðist sem þú hafir nógan tíma til að stunda það.
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 03:42
Leitaðu þér hjálpar sem allra fyrst, í alvöru talað, Guðmundur minn.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 03:44
Hér er annsi gott lag sem að ég held að hæfi þér vel Steini:
http://www.youtube.com/watch?v=WRNYqsMIbg0&feature=related
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 03:48
Segðu mér eitt, hvað finnst þér um komandi stjórnlagaþing ?
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 03:51
Þar sem að alger þögn ríkilr hér, býð ég ykkur góðrar nætur og megi Guð vaka yfir ykkur í svefni ykkar!.
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.