30.10.2010 | 22:17
Veldur ESB klofningi innan VG?
,,Orðið á götunni er að Vinstri grænir horfi fram á mögulegan klofning í Evrópumálum á flokksráðsfundi sem haldinn verður seinni partinn í nóvember. Flokkurinn hefur raunar verið í mestu vandræðum með þetta stóra mál allt frá því fyrir kosningarnar vorið 2009. Enda þótt almenn stefna flokksins sé gegn því að Ísland gangi í ESB hefur meirihluti þingmanna hans þó stutt hið lýðræðislega umsóknarferli, sem byggist á því að semja við ESB og leggja slíkan samning í hendur þjóðarinnar. Nokkrir þingmenn hafa þó alla tíð verið andsnúnir þeirri leið og ekki viljað leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning.
Á síðasta flokksráðsfundi VG var ákveðið að fresta ákvörðun um málið og láta málefnaþing flokksins taka á því. Slíkt þing var haldið nýlega og komst að engri niðurstöðu nema kannski að þar lá við klofningi innan flokksins. Einsog Eyjan greindi frá, söfnuðu nokkrir flokksmenn undirskriftum á málefnaþinginu til þess að skora á flokksforystu að draga ESB-umsóknina til baka. Ekkert varð þó af því að áskorunin fengi alvöru meðferð á þinginu og lét formaðurinn plaggið sem vind um eyru þjóta.
Í kjölfarið hefur myndast enn sterkari hópur fyrir því að halda ESB-umsóknarferlinu til streitu. Gott dæmi um það er grein sem Björg Eva Erlendsdóttir skrifaði og Eyjan greindi frá, en þar gagnrýndi hún Bjarna Harðarson og fleiri sem töluðu heldur þjóðernislega um málið, að því er henni fannst, og er þá vægt til orða tekið. Kjarninn í grein Bjargar Evu, sem margir þingmenn VG hafa tekið undir, er að flokkurinn eigi ekki að fylgja öfgahægrimönnum á borð við Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson í blindni í Evrópumálum."
Það væri nokkuð kaldhæðnislegt að sá flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd og segist vera umhverfisflokkur myndi verða fyrstur flokka til að klofna í tvennt (þó sumir flokkar séu í raun klofnir)!
VG hefur jú einmitt tækifæri tilað láta eitthvað að sér kveða í alþjóðlegu samstarfi á sviði umhverfismála í gegnum ESB. Þetta hafa t.d. sænskir umhverfissinnar fattað, en það tók þá nokkurn tíma.
VG er hinsvegar flokkur þar sem þröngir hagsmunir grassera, hagsmunir sem krefjast óbreytts ástands og kyrrstöðu. "Hagsmunir" sem eru lafhræddir við breytingar!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er misskilningur hjá Evrópusamtökunum, sem er stjórnað af fólki í Samfylkingunni, ef þau halda að fólk sé svo bláeygt að það sjái ekki í gegnum þann áróður að Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason séu farnir að stjórna VG.Þetta getur nú kallast að reyna að snúa hlutunum á haus.Tengsl Styrmis Gunnarssonar við fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins sáluga, sem er nú í Samfylkingunni, eru þekkt.En að halda því fram að Styrmir og Björn séu farnir að stjórna VG er auðvitað ekkert annað en brandari, sem étin er upp í blaði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auglýsingapésanum Fréttablaðinu.Nei við áróðri ESB.
Sigurgeir Jónsson, 30.10.2010 kl. 22:40
AFLAKVÓTI SIGURGEIRS JÓNSSONAR VERÐUR INNKALLAÐUR!!!
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 22:49
@SJ: Þér til mikilla vonbrigða: Þessum vef er EKKI stjórnað af fólki í Samfylkingunni. Ekki segja eitthvað sem þú veist ekki og hefur ekkert þér til stuðnings!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 30.10.2010 kl. 23:02
Og nú er Samfylkingin farin að bera það út að Styrmir Gunnarsson sé "öfgahægrimaður" og gefur í skyn að þá nafngift hafi hann fengið frá liðsmönnum VG.Styrmir Gunnarsson hefur hingað til verið talinn einna minnst til hægri af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.En nú tjaldar ESB öllu til í áróðri sínum, líka því að Styrmir Gunnarsson sé "hægri öfgamaður" sem sé farinn að stjórna VG.Lágt legst ESB í áróðri sínum.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 30.10.2010 kl. 23:11
Styrmir og Bíbí eru útfjólubláir kallar!!!
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:16
En tilgangurinn helgar meðal Samfylkingarinnar.Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, eiganda Fréttablaðsins hefur hingað til ekki verið sérstaklega vel til þeirra Moggamanna. Jón vill halda áfram að braska með fé,og þeim mun hægara á hann um vik eftir því sem ESB ræður meira yfir Íslandi.Samfylkingin er aftur komin á Baugslappirnar.
Sigurgeir Jónsson, 30.10.2010 kl. 23:16
Árvakur rekinn með 667 milljóna króna tapi
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:20
Ef Samfylkingiin stjórnar ekki þessum vef, þá biðst ég velvirðingar á því að hafa gefið það í skyn.Það er ánægjulegt að svo er ekki.
Sigurgeir Jónsson, 30.10.2010 kl. 23:21
Matthías Johannessen var í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1954-1956, Styrmir Gunnarsson var formaður félagsins 1963-1966 og Ólafur Þ. Stephensen 1987-1989.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:22
Hér er ÞINGRÆÐI og eftir alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM, var ríkisstjórninni FALIÐ af þingmönnum úr ÖLLUM flokkum, sem fengu menn kjörna á Alþingi, að SÆKJA UM AÐILD að Evrópusambandinu.
Og meirihluti Alþingis ákvað jafnframt að greidd yrðu atkvæði um AÐILDARSAMNINGINN í ÞJÓÐARATKVÆÐAREIÐSLU.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:26
Akkúrat Steini, og síðan mun þjóðin fella þann kost að gengið skuli í EB
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 23:40
Ef þú værir svona viss um það myndir nú ekki GAPA hér núna, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:48
EF ÞÚ værir svona VISS um það myndir ÞÚ nú ekki GAPA hér núna, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 23:52
Þvert á móti Steini, þar sem ég er svo viss er ég einmitt að "gapa" um þetta kæri vin.
Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 00:02
Enda þótt þér FINNIST þetta og hitt, tekur ENGINN mark á því, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 00:18
Eftir breytingar á stjórnarskrá verðua að fara fram tvennar Alþingiskosningar til að hun öðlist gildi.Ekki er annað sjáanlegt en að ríkisstjórnarflokkarnir stefni að því að ný stjórnarskrá taki gildi sem fyrst.Það eru því miklar líkur til þess að kosið verði til Alþingis áður en kjörtímabilinu lýkur sem er eftir rúm tvö ár.Enginn spurning er að kosið verður um ESB aðild í þeim kosningum, og fær ESB þar engu um ráðið. Þar verður kosið m það hvað ESB bíður og ef ESB hefur ekki boðið neitt eftir þríggja ára "aðlögunarferli" mun þessum "aðlögunarviðræðum " við ESB verða hafnað í Alþingiskosningum og skiptir þá engu þótt eitthvert undrabarn sem kallar sig steina briem og lýgur því að hafa unnið á Morgunblaðinu finnst.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 05:23
Ég vona að skynsami meirihluti vg breyti afstöðu forystu vg og ákveði að standa við landsfundarályktun vg um að hasmunum íslands sé best komið utan esb eins og meirihluti þjóðarinnar vill. Nú ef forysta vg vill stuðla að klofningi í flokknum nú þá fara þeir áfram á móti grasrót og landsfundarályktun flokksins -
Óðinn Þórisson, 31.10.2010 kl. 09:12
Sigurgeir er sjómaður og dansar vínarpolka, vals og ræl - Myndband
Ísbjarnarblús Sigurgeirs Jónssonar - Ísbjörn hét áður Ísbjörninn
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 10:40
Óðinn Þórisson,
"eins og meirihluti þjóðarinnar vill."
VILJI MEIRIHLUTA ÞJÓÐARINNAR kemur fram í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU um aðildarsamning Íslands að Evrópusambandinu.
STALÍN ER EKKI HÉR.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 10:52
"ÞJÓÐERNISOFSTÆKI.
Ofstæki sem stafar af ríkri þjóðerniskennd og birtist í tillitslausri baráttu fyrir meira og minna ímynduðum hagsmunum þjóðar."
(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:09
"Hér starfaði Þjóðernishreyfing Íslendinga en hún klofnaði og nokkrir félagar hennar gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem margir þeirra höfðu stutt áður."
Nasismi á Íslandi - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:11
Steini Breim - en hversvegna fékk þjóðin ekki segja til um það hvort farið yrði í þetta esb - ferli og nú hversvegna má ekki þjóðin greiða atkvæði um það hvort þessu esb - ferli skuli halda áfram ?
Forenda þess að sf samþykkti að ríkisstjórnarsamstarf við vg var að vg myndi svíkja landsfunarályktun vg varðandi esb.
Stalín fór á móti vilja meirihluta þjóðarinnar það er það sem sf/evópusamtökin eru að gera með því að leyfa þjóðinni ekki að segja sína skoðun.
Óðinn Þórisson, 31.10.2010 kl. 11:15
SKOÐANAKANNANIR OG KOSNINGAR.
Fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup vikuna 25.-31. mars 2009, einungis 24-30 dögum fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009:
Samfylkingin 29,4% en fékk 29,8% í alþingiskosningunum,
Vinstrihreyfingin - grænt framboð 27,7% en fékk 21,7% í alþingiskosningunum,
Sjálfstæðisflokkurinn 25,4 en fékk 23,7% í alþingiskosningunum,
Framsóknarflokkurinn 10,7% en fékk 14,8% í alþingiskosningunum,
Borgarahreyfingin 3% en fékk 7,2% í alþingiskosningunum,
Frjálslyndi flokkurinn 1,4% en fékk 2,2% í alþingiskosningunum.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:19
steini breim, sem lýgur því að hann hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að endurtaka sig.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 11:22
Á að vera steini briem.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 11:22
Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:23
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar
Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:26
SKOÐANAKANNANIR.
"24. October 2005
Least corruption in Iceland
Iceland ranks #1 of 159 countries included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."
News - Least corruption in Iceland
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:28
Á Spáni fann loks spilltan mann,
en Spanjólana elskar hann,
á spænskum pæjum rassinn rann,
raunasögur margar kann.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:31
Steini Breim - ég skil mjög vel hversvegna sf/evrópusamtökun vilja ekki svara því hversvegna þjóðin fær ekki koma nálægt þessu fyrr en í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu en eins og allir vita þá mun alþingi ákveða þetta
Óðinn Þórisson, 31.10.2010 kl. 11:32
Soðna ýsu fékk á Fróni,
hjá forsetanum Berlusconi,
brókarlaus í Bláu lóni,
með Bjarnasyni honum Jóni.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:32
15.9.2009:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:33
Nazismi er á uppleið í ríkjum ESB.ESB er sameiningartákn Evrópumannsins. Nazismanum tókst að sameina því sem næst allt meginland Evrópu.Það var ekki tilviljun að forveri ESB var stofnað skömmu eftir fall Nazismans..Nazisminn í Evrópu er upphaf ESB.Það er því að kasta grjóti úr glerhúsi að bendla þá sem eru í andstöðu við það að Íslandi sé nauðgað inn í ESB við Nazisma. Nei við Nazisma og ESB.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 11:35
Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:36
Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!
Svar: ENGIN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:37
Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1994.
Formaður Vinnuveitendasambands Íslands í árslok 1997:
"SÍÐUSTU þrjú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vaxandi.
Skattframtöl fyrir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnutekna í heild hafi aukist um rúm 6% og verður að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun.
Nýjustu upplýsingar Kjararannsóknarnefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári.
Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%.
Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekjubreytingar um þessar mundir 3,5-4% að jafnaði og árleg kaupmáttaraukning um 2%.
Kaupmáttaraukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram.
Laun hafa hækkað nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu.
Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti.
Skýringin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast meðal annars af harðri samkeppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri samfara mikilli veltuaukningu.
Fyrirtækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var."
Evrópska efnahagssvæðið - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:40
28.6.2006:
Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims - mbl.is
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:46
Steini Breim - þú ert þó ekki í Samfylkingunni ? OG því á móti því að þjóðin fái að koma nálægt þessu aðlögunarferli.
Óðinn Þórisson, 31.10.2010 kl. 11:48
ESB með steina br. í forgrunni heldur áfram að endurtaka sig.Reyndar er það nýtt frá ESB að Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu,hafi verið brókarlaus í Bláalóninu.ESB virðist telja að það séu sérstök meðmæli fyrir því að Ísland eigi að ganga í ESB.Nei við brókarlausum Berlusconi og steina br.í Bláa lóninu.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 11:49
28.9.2010:
Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.
Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.
Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.
Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:53
SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:
"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.
Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.
Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.
Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.
FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar
"Fulltrúalýðræði er algengasta mynd lýðræðis. Sökum takmarkana á tíma og aukinnar sérþekkingar sem þarf til að taka ákvarðanir um hin ýmsu mál hefur orðið til sérhæfð verkaskipting, þar sem stjórnmálamenn bjóða sig fram til embætta.
Þeir þiggja umboð fólksins í kosningum, gerast þannig fulltrúar almennings og taka ákvarðanir fyrir hans hönd.
Beint lýðræði felur hins vegar í sér beina þátttöku fólksins í ÁKVARÐANATÖKU, án fulltrúa eða annarra milliliða." [Til að mynda ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU hér um SAMNING Íslands um aðild að Evrópusambandinu.]
Lýðræði - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:54
Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu getur viðkomandi hringt í Morgunblaðið.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 11:56
ESB á að vita, að Davíð Oddsson studdi ekki aðild að ESB. Þess vegna erum við ekki aðilar í ESB í dag.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 12:01
Nýjasta útspil ESB var í loftinu rétt núna.Þar kallar ESB miðillin Bylgjan sem er í eigu ESB hrunmannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þá sem eru eru á móti aðild Íslands að ESB innan VG, "harðlínu þjóðernissósialista".Þjóðernissósialismi hefur verið skilgreindur í íslensku máli sem Nazismi.Langt gengur ESB og Samfylkingin í áróðri sínum.Hjörlefur Guttormsson og Ragnar Arnalds eru samkvæmt skilgreinigu þeirra Nazistar.Nei við ESB og lyga áróðri þess.
Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 12:22
MÖRLENSKUR TEPOKASKRÍLL!!!
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 12:32
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 13:00
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.