Leita í fréttum mbl.is

Andri Geir: Nei við ESB = Unga kynslóðin burt - til ESB?

andri-geir-a.gifViðtalið við Andra Geir Arinbjarnarson í Silfri Egils í dag hefur vakið athygli. Í því sagði hann að ef sagt verður nei við ESB-aðild muni yngir kynslóðir segja "Nei" við sína foreldra og flytja til ESB. Eyjan fjallar um þetta og þar segir: ,,Yngri kynslóðir munu segja „nei“ við foreldra sína og flytjast til Evrópusambandsins ef eldri kynslóðir segja „nei“ við aðild að sambandinu. Næsta kynslóð mun þá einfaldlega leysa sína stöðu sjálf með því að fara úr landi og flytjast til ESB.

Þetta sagði Eyjubloggarinn Andri Geir Arinbjarnarson í Silfri Egils í dag, en Andri Geir hefur verið afkastamikill þjóðfélagsrýnir eftir hrun.

Andri Geir sagðist gera sér grein fyrir að aðild að Evrópusambandinu væri í dag minnihlutaskoðun á Íslandi. En hann segir að sum stjórnmálaöfl séu andvíg ESB-aðild án þess að vita hvað „nei við ESB“ þýði. Með nei-i vanti algerlega svör við mikilvægustu spurningunum í uppbyggingunni, s.s. stefnu í gjaldmiðlamálum, stefnu í atvinnumálum og hvernig ætti að fá fjármagn til landsins. Það síðastnefnda væri nauðsynlegt til að komandi kynslóðir geti hleypt sínum verkefnum og draumum í framkvæmd."

Öll frétt Eyjunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Andri Geir fór til Bandaríkjanna.Það var rétt hjá honum, en af hverju, fyrst hann telur að ESB sé bjargvættur Íslendinga.Það segir sig vitanlega sjálft af hverju hann fór ekki til ESB.Hann hlýtur að hafa talið að framtíðin lægi frekar í Bandaríkjunum.Andri Geir segir að með því að ganga í ESB komi fjármagn til landsins.Samt veit hann að ESB ríkin geta nú þegar fjárfest hér.Hvaða hagsmuni hefur þessi ESB maður af því að vera að beita blekkingum við að draga Ísland nauðugt inn í ESB.Það svar kemur örugglega ekki í Baugsmiðlinum Fréttablaðinu.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 31.10.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

TUGÞÚSUNDIR Íslendinga eru löngu FARNIR úr landi!!!!

Til dæmis flutti föðurbróðir minn til Svíþjóðar og móðursystir mín til Noregs fyrir nokkrum áratugum.

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Linda

Þetta er nú bara fyndið ef þessi hræðsluáróður væri ekki svona sorglegur.  Unga fólk fer til útlanda, hvort sem við séum í ESB eða ekki, það kallast að fara á vit ævintýranna, öðlast frekari menntun, flest koma heim aftur. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það áfram og þarf ekki að beita ESB sem vopni til að hræða landann til að kjósa með ESB aðild. þetta mun hafa þver öfug áhrif. Flestir sem finnst að þeim vegið, málaðir út í horn með hótunum og hræðsluáróðri, munu berjast til baka og slíkt hugrekki er að finna í langflestum íslendingum. Burt með ESB og ekki seinna en í gær, notum peningana sem fer í aðildar kostnað til að hjálpa bágstöddum á Íslandi. 

Ísland allt, frjálst Ísland.

Linda, 31.10.2010 kl. 18:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

LINDA LITLA FÆR EKKERT AÐ ÉTA Í EVRÓPUSAMBANDINU!!!

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Litla stúlkan með eldspíturnar í Köben!!!

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:44

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Linda, Ísland verður frjálsara innan ESB en utan þess. Enda þurfti EES aðild Íslands til þess að brjóta niður gerræðislegt vald ráðherra og embættismanna á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 31.10.2010 kl. 18:46

8 Smámynd: Linda

Þar með er það komið á hreint, S.Breim talsmaður ESB sinna, hefur sýnt málefnalega hæfileika samtakana með 2 viðbrögðum.  Maður bara fyllist af lotningu..eða þannig.

Linda, 31.10.2010 kl. 18:48

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Linda, Þú hefðir átt að koma með rök máli þínu til stuðnings. Ég sé ekkert slíkt hjá þér.

Það unga fólk sem fer út til náms eða bara útaf því að það gefst upp á ástandinu sem ríkir á Íslandi kemur ekkert aftur ef að lífsskilyrði þess eru betri erlendis en á Íslandi.

Ég er sem dæmi fluttur erlendis vegna þess að lífsskilyrðin á Íslandi eru afskaplega léleg og hafa verið þannig í lengri tíma núna.

Jón Frímann Jónsson, 31.10.2010 kl. 18:52

10 Smámynd: Linda

ESB er ekki lausnin. Ísland er lausnin og hefur alltaf verið það, við höfum tækifæri til þess að sína sjálfstæði í hugsun og gjörðum, við höfum tækifæri til þess að velja fullt áframhaldandi sjálfstæði. Ekki hafa liðið meira en 65 ár frá fullveldi landsins, og nú eru ESB sinnar tilbúnir að gefast upp fyrir ESB, stóri bróðir á að gera allt betra, þið fyrirgefið, en þetta er til háborinnar skammar.  En sú er tíðin og sú verður sorgin þegar betur er að gætt. 

Linda, 31.10.2010 kl. 18:57

11 Smámynd: Linda

Semsé Jón Frímann þú situr í útlöndum, flúið land, og ætlar að segja okkur hinum hvernig við eigum að kjósa um framtíð landsins, það er nú meira hvað þú ert hugaður. Í staðinn að bíta á jaxlinn og berjast fyrir þjóðinni ertu í þægindum á meðan þjóð þín berst í bökkunum..Vá...þvílíkur maður. Sveiattan

Linda, 31.10.2010 kl. 19:00

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessum hræðsluáróðri var líka beitt óspart í Noregi 1994 þegar síðast var reynt að troða landinu inn í ESB en mistókst í annað sinn.

Þá var þessi söngur í hávegum hafður sem við heyrum nú hér ef Noregur gengi ekki tafarlaust í ESB myndi landið algerlega einangrast. Erlend fjárfesting yrði enginn. fólk myndi í umvörpum flýja land í ESB sæluna og sérstaklega unga kynslóðin. Fyrirtækin myndu hverfa úr landi eitt af öðru.

Allur þessi hræðsluáróður reyndist algerlega innistæðulaus !

Sama er uppá teningnum hér. Nú vaða fram eflaust launaðir agentar ESB trúboðsins og halda svona vitleysu fram hér.

Ekkert land á bjartari og betri framtíð fyrir sér án ESB helsis en einmitt Ísland með allar sína orku og gríðarlegu auðlyndir.

ESB er að verða að viðvarandi atvinnuleysis bæli. Viðvarandi spillingarbæli og viðvarandi öldrunarheimili.  

Gunnlaugur I., 31.10.2010 kl. 19:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÉR KOSTAR EKKERT INN EN 1.200 KALL Í BÍÓ!!!

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 19:06

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I. er betri en Chaplin og er þá mikið sagt!!!

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 19:09

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLAKVÓTI KOMMÚNISTANS SIGURGEIRS JÓNSSONAR VERÐUR INNKALLAÐUR OG GEFINN FÁTÆKUM!!!

Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 19:27

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Þegar þú fluttir frá Íslandi þá kaustu að flytja til ESB ríkja. Vitandi það að þessi ríki voru búin að vera aðildarríki að ESB núna í langan tíma.

Þannig að þú ert ekkert nema innantómt blaður og ómarktækur að auki.

Jón Frímann Jónsson, 31.10.2010 kl. 23:11

17 Smámynd: Guðgeir Kristmundsson

"ESB er að verða að viðvarandi atvinnuleysis bæli. Viðvarandi spillingarbæli og viðvarandi öldrunarheimili."

ESB er semsagt að nálgast Ísland í þeim efnum....

Annars, hvernig reiknarðu út atvinnuleysið í ESB? Tölur allra landa og meðaltal þeirra? Eru þá á jöfnu tala Grikklands og Þýskalands? Hefurðu skoðað atvinnuleysistölur Spánar í sögulegu samhengi? Augljóslega ekki þegar kemur með þínar fullyrðingar Gunnlaugur I.

Ísland, sem staðið hefur utan ESB með alla orkuna og aðrar gríðarlegar auðlyndir, hefur komið sér í skítinn þrátt fyrir að ganga gríðarlega hart að þeim sömu auðlyndum.

Linda.

Ok, nú höfnum við ESB, höfnum nýjum gjaldmiðli (eða fastagengi), höfnum möguleikanum á auknum fjárfestingum (þal auknum tækifærum)

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Hvað er það sem við þurfum að gera til að rífa okkur upp úr skítnum sem við sitjum í?

Guðgeir Kristmundsson, 1.11.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband