3.11.2010 | 22:03
Sverrir Jakobsson í FRBL: Svik við málstaðinn?
Sverrir Jakobsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og rifjar þar m.a. upp þá staðreynd að gert var samkomulag um ESB-málið í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá talar hann um þá aðlögun sem menn hafa verið að tala um og segir:
,,Þetta aðlögunarferli er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum. Í ferlinu sjálfu felst ekki óafturkræf nálgun við Evrópusambandið sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti hafnað aðild að ríkjasambandinu. Það sjáum við af reynslu Noregs, sem tvisvar hefur farið í gegnum slíka aðlögun án þess að landið sé nú hluti af ESB. Það hafa því engar forsendur breyst frá því að VG kaus að setjast í ríkisstjórn með þessa stefnu. Þetta viðurkennir Hjörleifur Guttormsson í grein í Smugunni 26. október og kallar þá ákvörðun reiðarslag". En hvað með þann þorra flokksstjórnarmanna sem, ólíkt Hjörleifi, studdi stjórnarsamstarf á grundvelli þessarar samstarfslýsingar vorið 2009? Hafa þeir endurskoðað sína afstöðu og vilja nú hætta stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna? Þeirri spurningu verða hundraðmenningar að svara hreinskilnislega, ef ekki sameiginlega þá hver fyrir sig. Forystumenn VG eru jafnbundnir af þeirri samþykkt flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs á grundvelli áðurnefnds samstarfssáttmála, og þeir eru af öðrum stefnumótandi samþykktum flokksins.
Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem tekur til Evrópusambandsins ber meira mót af stefnu Samfylkingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. Í samstarfsyfirlýsingunni segir t.d. líka: Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnahags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skilar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna." Það er eðlileg krafa helsta flokks umhverfissinna á Íslandi að ríkisstjórnin starfi í anda þeirrar atvinnustefnu sem hún hefur sjálf markað og að aðilar innan hennar vinni hvorki í orði né verki gegn anda samstarfsyfirlýsingarinnar."
Allur pistill Sverris (Mynd: FRBL)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Kjósendur VG ,sem hafna aðild íslands að ESB, létu sig hafa það að kjósa flokkinn, jafnvel þótt til stæði að skoða hvað ESB væri að bjóða.Nú er það komið í ljós að ESB er ekki að bjóða nokkurn skapaðan hlut og hefur enga tilburði til að sýna hvað það ætli að bjóða, fyrr en ESB sýnist sjálfu sem gæti þess vegna verið eftir tuttugu ár.ESB veit að ef kosið yrði nú þá yrði ESB hafnað.Þess vegna mun enginn "samningur" við ESB koma fram á næstu árum.Þetta veit Sverrir Jakobsson og Samfylkingin allt saman, en kjósa að hafa í fammi blekkingar.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 3.11.2010 kl. 22:33
En stefna flokksins er óbreytt, með að hafna ESB aðild.Þess vegna hrynur ekki fylgi VG eins og Samfylkingarinnar.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 3.11.2010 kl. 22:41
SKOÐANAKANNANIR OG KOSNINGAR.
Fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup vikuna 25.-31. mars 2009, einungis 24-30 dögum fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009:
Samfylkingin 29,4% en fékk 29,8% í alþingiskosningunum,
Vinstrihreyfingin - grænt framboð 27,7% en fékk 21,7% í alþingiskosningunum,
Sjálfstæðisflokkurinn 25,4 en fékk 23,7% í alþingiskosningunum,
Framsóknarflokkurinn 10,7% en fékk 14,8% í alþingiskosningunum,
Borgarahreyfingin 3% en fékk 7,2% í alþingiskosningunum,
Frjálslyndi flokkurinn 1,4% en fékk 2,2% í alþingiskosningunum.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 3.11.2010 kl. 22:49
Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 3.11.2010 kl. 22:51
Fylgi flokka frá degi til dags er hégómlegt tal. Kosningar ráða niðurstöðum. Stjórnmálamenn sem elta skoðanakannannir eru í einhverjum öðrum hugleiðingum en stjórnmálum. Hvað varðar mig um það hvort Ögmundur eða Jóhanna komist aftur á þing þegar ég þarf á forystu þeirra að halda núna? Það er auðvitað hægt að hræða mann með þeirri ógn og skelfingu að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda eftir næstu kosningar en það er vonandi nógur tími til að undirbúa sig undir svoleiðis harmleik.
Gísli Ingvarsson, 4.11.2010 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.