Leita í fréttum mbl.is

Sverrir Jakobsson í FRBL: Svik við málstaðinn?

Sverrir JakobssonSverrir Jakobsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og rifjar þar m.a. upp þá staðreynd að gert var samkomulag um ESB-málið í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá talar hann um þá aðlögun sem menn hafa verið að tala um og segir:

,,Þetta aðlögunarferli er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum. Í ferlinu sjálfu felst ekki óafturkræf nálgun við Evrópu­sambandið sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti hafnað aðild að ríkjasambandinu. Það sjáum við af reynslu Noregs, sem tvisvar hefur farið í gegnum slíka aðlögun án þess að landið sé nú hluti af ESB. Það hafa því engar forsendur breyst frá því að VG kaus að setjast í ríkisstjórn með þessa stefnu. Þetta viðurkennir Hjörleifur Guttormsson í grein í Smugunni 26. október og kallar þá ákvörðun „reiðarslag". En hvað með þann þorra flokksstjórnarmanna sem, ólíkt Hjörleifi, studdi stjórnarsamstarf á grundvelli þessarar samstarfslýsingar vorið 2009? Hafa þeir endurskoðað sína afstöðu og vilja nú hætta stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna? Þeirri spurningu verða hundraðmenningar að svara hreinskilnislega, ef ekki sameiginlega þá hver fyrir sig. Forystumenn VG eru jafnbundnir af þeirri samþykkt flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs á grundvelli áðurnefnds samstarfssáttmála, og þeir eru af öðrum stefnumótandi samþykktum flokksins.

Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem tekur til Evrópusambandsins ber meira mót af stefnu Samfylkingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. Í samstarfsyfirlýsingunni segir t.d. líka: „Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnahags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skilar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna." Það er eðlileg krafa helsta flokks umhverfis­sinna á Íslandi að ríkisstjórnin starfi í anda þeirrar atvinnustefnu sem hún hefur sjálf markað og að aðilar innan hennar vinni hvorki í orði né verki gegn anda samstarfsyfirlýsingarinnar."

Allur pistill Sverris (Mynd: FRBL)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kjósendur VG ,sem hafna aðild íslands að ESB, létu sig hafa það að kjósa flokkinn, jafnvel þótt til stæði að skoða hvað ESB væri að bjóða.Nú er það komið í ljós að ESB er ekki að bjóða nokkurn skapaðan hlut og hefur enga tilburði til að sýna hvað það ætli að bjóða, fyrr en ESB sýnist sjálfu sem gæti þess vegna verið eftir tuttugu ár.ESB veit að ef kosið yrði nú þá yrði ESB hafnað.Þess vegna mun enginn "samningur" við ESB koma fram á næstu árum.Þetta veit Sverrir Jakobsson og Samfylkingin allt saman, en kjósa að hafa í fammi blekkingar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.11.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En stefna flokksins er óbreytt, með að hafna ESB aðild.Þess vegna hrynur ekki fylgi VG eins og Samfylkingarinnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.11.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKOÐANAKANNANIR OG KOSNINGAR.

Fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup vikuna 25.-31. mars 2009, einungis 24-30 dögum fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009:

Samfylkingin 29,4% en fékk 29,8% í alþingiskosningunum,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 27,7% en fékk 21,7% í alþingiskosningunum,

Sjálfstæðisflokkurinn 25,4 en fékk 23,7% í alþingiskosningunum,

Framsóknarflokkurinn 10,7% en fékk 14,8% í alþingiskosningunum,

Borgarahreyfingin 3% en fékk 7,2% í alþingiskosningunum,

Frjálslyndi flokkurinn 1,4% en fékk 2,2% í alþingiskosningunum.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 3.11.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 3.11.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Fylgi flokka frá degi til dags er hégómlegt tal. Kosningar ráða niðurstöðum. Stjórnmálamenn sem elta skoðanakannannir eru í einhverjum öðrum hugleiðingum en stjórnmálum. Hvað varðar mig um það hvort Ögmundur eða Jóhanna komist aftur á þing þegar ég þarf á forystu þeirra að halda núna? Það er auðvitað hægt að hræða mann með þeirri ógn og skelfingu að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda eftir næstu kosningar en það er vonandi nógur tími til að undirbúa sig undir svoleiðis harmleik.

Gísli Ingvarsson, 4.11.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband