Leita í fréttum mbl.is

Eru krónan og höftin meiriháttar viðskiptahindrun?

Ein krónaÞessa dagana er mikið rætt um þörfina á erlendri fjárfestingu hér á landi. Össur Skarphéðinsson, "Utanríkis" bendir á þetta í grein fyrir skömmu.

Þeir sem fylgjast með efanahagsmálum vita að lönd þurfa erlenda fjárfestingu og lönd vilja fjárfesta hvort í öðru. Þetta er hluti af því sem kallað er alþjóðleg viðskipti.

En við þetta vaknar spurningin hve fýsilegt fyrir fjárfesta að koma hingað til lands eins og staðan er í gjaldmiðilsmálum, krónan er jú "innilokuð" í höftum. Sem samkvæmt fréttum verða að minnsta kosti fram á næsta vor.

Gerist eitthvað á meðan svo er? Er hægt að "vinna" með gjaldmiðil sem er í slíku ástandi? Gjaldmiðil sem ekki er treystandi til þess að vera hluti af og í frjálsu markaðshagkerfi?

Þetta hlýtur að flokkast sem meiriháttar viðskiptahindrun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krónan er ekki viðskiptahindrun, heldur gjaldeyrishöftin.

Það þarf að afnema þau sem fyrst.  

Svo fara hjólin að snúast.

Það gengur auðvitað ekki að hafa gjaldeyrishöft en gefa ákveðnum aðilum undanþágur.  Þá býða hinir eftir að fá þau líka án þess að þeir fjárfesta.

Nú er verið að fara að leyfa ákveðnum eigendum króna í bönkum í Lúxemborg að komast til Íslands, en hvað með krónur á reikningum manna og fyrirtækja í öðrum löndum, t,d, Þýskalandi?  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sammála! Ástandið í heild sinni er ein allsherjar BREMSA!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.11.2010 kl. 12:02

3 identicon

Spurning hvenær verður farið að vinna í anda ESB.  Samfylkingin verður að uppfylla EES samningninn.

Þangað til er ekki trúverðugt að flokkurinn vilji ganga í ESB.

Ég hef lent í gífurlegum vandræðum vegna þessara hafta því ég "uppfylli" EES samninginn.  Ég þekki fleiri dæmi.

Þannig á það auðvitað ekki að vera.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...af hverju segirðu okkur ekki frá því? Það væri áhugavert!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.11.2010 kl. 13:15

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftir það sem gengið hefur á innan ESB þarf engin að búast við því að Ísland fái að taka upp evru þótt það gangi í ESB og uppfylli öll skilyrði, án þess að það komi við almenning á Íslandi.ESB mun ef til þess kemur einhverntíma að Ísland gangi í ESB og taki upp evru, að sjálfsögðu skipta íslensku krónunni út á því markaðsverði sem er fyrir hana á ESB svæðinu, sem þyðir ekkert annað en fall hennar miðað við ástandið nú upp á tugi prósenta.Styrking Íslensku krónunnar fellst í viðskiptajöfnuði sem þarfað vera í plús og minnkandi skuldum jafnt obinberra aðila sem einkaaðila við útlönd.Það að gjaldeyrishöftin eru ekki afnumin er vegna þess að auknar skuldir við útlönd til að auka gjaldeyrisforðann stuðla ekki að styrkingu krónunnar ef hún verður sett á flot.En það sem bremsar ísland mest núna er fyrst og fremst ESB bremsan sem þarf að taka af sem fyrst.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 4.11.2010 kl. 13:21

6 identicon

Evrópa:  Ég má ekki starfa á Íslandi en vera í sambúð erlendis.  Því ég má ekki millifæra launin mín héðan á eigin reikning erlendis.  Ég má ekki stjórna mínum fjármálum sjálfur.  Heldur þarf ég að láta einhvern úti í bæ fá peninginn minn sem svo "gefur" mér peninginn. 

Það má auðvitað ekki því við skrifum jú undir að við eigum peninginn sem er á reikningum okkar.  Lög um peningaþvott.  Ef ég millifærði peninginn á einhvern erlendis, þá eru sömu lög um gildi þar.

Skatturinn myndi nú líka segja eitthvað;)

Þannig að alltaf væri ég að brjóta einhverjar reglur.

En ég fékk undanþágu með aðstoð erlends sendiráðs. 

Það var ekki einfalt því ég var nýkominn á sjó og hafði ekki möguleika á því að gera eitthvað nema í gegnum einhverja tölvupósta.

Þetta var mjög erfitt.  Þess vegna er ég enginn stuðningsmaður Samfylkingarinnar því þar fékk ég ENGAN Skilning eða stuðning.

Sigurgeir: Velkominn!!  Alltaf gaman að sjá þig hérna.  Væri ekki betra fyrir "okkur" á Suðurnesjum ef fiskvinnlurnar fengju 230 krónur fyrir eina evru en ekki 155?  Þá væri hægt að greiða hærri laun?  Allir á Suðurnesjum hefðu meira á milli handanna.

Ég er sannfærður um það að Suðurnesin kæmu vel út úr því að láta krónuna fljóta.

Það er einmitt þetta 101 lið sem er hrætt um það að kaffið þeirra í flottu kaffihúsunum muni hækka í verði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:32

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er rétt Stefán,  að ég sem sel fisk á markaði, myndi hagnast á því ef evran færi í 230 kr.

Sigurgeir Jónsson, 4.11.2010 kl. 13:46

8 identicon

Krónan er í 230 krónum erlendis. 

http://www.berliner-sparkasse.de/module/reiseservice/devisenkurse.php?1=1&&IFLBSERVERID=IF@@053@@IF

Í nóvember í fyrra var nánast enginn munur á gengi krónu og evru erlendis.  En þá.  Hvað gerðist þá?  Seðlabankinn herti gjaldeyrishöftin;)

Ekki veit ég af hverju.

Ekki skulum við heldur gleyma því að nokkur fyrirtæki fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.  Meira að segja fengu einstaklingar sem eiga hlutabréf í Össuri síðast leyfi til að flytja hlutabrégaeign sína til Köben.

Hvað hefur það með styrkingu krónunnar að gera?  Það hjálpar ekki útflutningsgeiranum eða þá smáfyrirtækjum sem berjast í bökkum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina í Reykjavík eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:45

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Efnahagshrun íslenska ríkisins var vegna hruns fyrir tækja í 101 R.vík.Nei við hrunþorpinu 101 R.Vík.sem skapar litlar gjaldeyristekjur, sem eru í formi tölvuleikja og hvalaskoðunar sem er ágætt.Allur fiskur sem landað er í R.Vík er af miðum annarra íslendinga.Ferðamenn sem koma til hrunþorpsins koma ekki til Íslands til að skoða það.Það hefur komið fram hjá samtökum ferðaþjónustunnar.Nei við bulli manns sem aldrei hefur unnið á Morgunblaðinu, en er að reyna að ljúga því að fólki.

Sigurgeir Jónsson, 4.11.2010 kl. 21:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að konan þín nenni ekki einu sinni að lesa þetta daglega blaður þitt, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 22:01

14 identicon

Þess vegna eigum við að halda í öll höft og koma á nýjum höftum. 

Eða hvað, Steini?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 16:00

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það skiptir mjög miklu máli að ná niður verðbólgunni og þar með stýrivöxtunum áður en gjaldeyrishöftunum verður aflétt hér smám saman.

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband