Leita í fréttum mbl.is

Össur í FRBL: Valkostur Heimssýnar? Ekki til!

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifar ein greinina í viðbót um ESB-málið í FRBL í dag. Össur segir:

,,Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004.

Jákvæð Evrópuskref

Staðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna.

Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega."

Og síðar segir Össur:

,,Hver er valkostur Heimssýnar?

Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi.

Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum.

Hann er ekki til."


Öll greinin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefði nú verði ágætt að félagi Össur hefði komið með einhverjar tílvísanir um ESB fjárfestingar á Íslandi eftir gerð EES samningsins 1993.Það gerir hann ekki enda er það honum erfitt.Þær fjárfestingar erlendar sem átt hafa sér stað hér síðan, eru fyrst og fremst stóriðja  sem erlendir aðilar utan ESB hafa staðið að.Aðrar fjárfestingar voru fyrst og fremst Íslendinga sjálfra í virkjunum, verslunar og íbúðarhúsnæði.En félagi Össur hugsar til félaga Maós og þeirra sem tóku við af honum.Það er ágætt og hann má gera meira af því,þeir eru ekki á leiðinni inn í ESB.Og félagi Össur má lika huga að sannleikanum í skrifum sínum, þótt ef til vill hafi það ekki verið venja Maós.Hann veit vel að þau ríki sem hann vitnar í að fjárfestingar hafi aukist í eftir að þau gengu í ESB ,voru ekki á EESsvæðinu eins og Ísland er nú og þar af leiðandi hafði ESB ekki sömu möguleika á að fjárfesta þar eins og ESB hefur möguleika til að gera hér, en gerir ekki.En af einhverjum orsökum er leiðari ESB -Baugsmiðilsins sem félagi Össur skrifar ESB grein sína í, og  kallar sig Fréttablaðið,ekki hrifinn af fjárfestingarstefnu Össurar þessa dagana.Kanski les félagi Össur leiðarann samhliða því sem hann gluggar í kver Maós.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.11.2010 kl. 08:42

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líka mætti Össur huga að því að fjárfestingar  ESB ríkja í þeim ríkjum sem hann telur upp eftir að þau gengu í ESB, voru hluti af verðbólu og eru nú margar hverjar ekki á vetur setjandi, og ekki víst að þær fjárfestingar myndu eiga sér stað í dag eða á næstu árum eftir að menn hafa lært af reynslunni.Nei við ESB rugli félaga Össurar. 

Sigurgeir Jónsson, 5.11.2010 kl. 08:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 13:21

4 identicon

Já, Össur segir margt en útlistar það ekki með neinum föstum rökum sem ég get rýnt í. Hann ætlast kannski til að maður eyði nokkrum klukkutímum í að gúggla það sem hann segist vita nú þegar.

Það væri snilldar leikur hjá Össuri að gefa út skýrslu með þessum ESB tengdu fjárfestinum á Íslandi, þ.e.a.s. ef þær eru eins rosalegar og hann vill vera láta.

H. Valsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 15:33

5 identicon

"Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna."

Er maðurinn að grundvalla sinn málflutning á einhverju sem gæti "hugsanlega" gerst?

H. Valsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1994.

Formaður Vinnuveitendasambands Íslands í árslok 1997:


"SÍÐUSTU þrjú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vaxandi.

Skattframtöl fyrir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnutekna í heild hafi aukist um rúm 6% og verður að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun.


Nýjustu upplýsingar Kjararannsóknarnefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári.

Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%.


Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekjubreytingar um þessar mundir 3,5-4% að jafnaði og árleg kaupmáttaraukning um 2%.

Kaupmáttaraukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram.


Laun hafa hækkað nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu.

Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti.

Skýringin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast meðal annars af harðri samkeppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri samfara mikilli veltuaukningu.

Fyrirtækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var."

Evrópska efnahagssvæðið
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 15:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.

"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 15:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru
í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 15:53

10 identicon

Steini, hefurðu engar áhyggjur af bankakerfinu í heiminum?

H. Valsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 15:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningar eru ávísun á verðmæti.

Fjármagnseigendur eru aðallega heimilin og þar með einstaklingar.

Bankarnir eru milliliðir á milli heimila og fyrirtækja sem fá lán hjá bönkunum og fyrirtækin greiða einstaklingunum laun sem þeir leggja inn hjá bönkunum.

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 16:32

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 16:33

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.10.2010:

"Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, sagði á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar í gær um evru eða krónu, að fyrirtæki hans væri í raun búið að leggja krónuna einhliða niður, þar sem það notar hana ekki.

Allir starfsmenn fyrirtækisins fá nú greitt í evru.


Nú eru tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á landi þar af hafa 80 manns flust til Íslands til að starfa hjá CCP.

Alls starfa um 600 manns hjá CCP og á þessu ári hafa verið ráðnir um 200 manns til starfa hjá fyrirtækinu.

Fram kom hjá Hilmari að árið 2005 hafi horfið 150 milljón króna hagnaður CCP þegar krónan styrktist uppúr öllu valdi.

Hann telur gjaldeyrishöftin "sturluð" og það sé afar flókið að reka alþjóðlegt fyrirtæki í þessu örmyntarkerfi sem við búum við nú.


Hilmar fór síðan yfir hið mikilvæga framlag sprotafyrirtækja og hugbúnaðariðnaðarins í hagkerfi landsins."

CCP framleiðir einn besta netleik heims: EVE-Online."

Umfjöllun um fundinn

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband