Leita í fréttum mbl.is

Carl Bildt í DV: Aðlögunin hluti af endurreisn Svíþjóðar og viðspyrna

Carl BildtDV birtir í dag viðtal við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem var staddur hér á landi í tilefni þings Norðurlandaráðs. Kíkjum á bút úr viðtalinu, en það er Jóhann Hauksson, blaðamaður, sem spyr:

,,Þú varst forsætisráðherra þegar bankakreppa skall á í Svíþjóð í byrjun níunda áratugarins. Hvaða aðgerðir til endurreisnar skiluðu mestum árangri?

„Þetta var margt sem leiddi til þess að okkur tókst að ná okkur upp úr kreppunni á þeim tíma. Eftir á að hyggja heppnaðist okkur vel að endurreisa bankakerfið sjálft og leysa vandann sem því fylgdi. Við gripum til ýmissa yfirgripsmikilla kerfisbreytinga. Þetta fór síðan saman við inngöngu okkar í Evrópusambandið. Það leikur enginn vafi á því að eftir að við vorum gengin í ESB hafði það góð áhrif og stuðlaði að auknum stöðugleika efnahagslífsins og þróun þess. Þetta fólst sem sagt í aðgerðum innan fjármálakerfisins, umbótum í efnahagslífinu og inngöngu í Evrópusambandið.“

Íslendingar eru í þeim fasa að reyna að ná sér á strik eftir bankahrun og hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er umdeild og mætir andstöðu til dæmis innan sjávarútvegs og landbúnaðar. Hvernig hefur sænskum landbúnaði vegnað innan ESB?

„Sænskum landbúnaði vegnar mjög vel innan Evrópusambandsins. Hann hefur fengið sinn stuðning og jafnvel of mikla aðstoð því hún er kostnaðarsöm. En almennt séð má segja að aðlögunin að Evrópusambandinu á sínum tíma hafi veitt viðspyrnu og hafi gefið sænsku efnahagslífi aukið þrek. Ef við berum alþjóðakreppuna nú saman við kreppuna snemma á tíunda áratugnum má sjá að Evrópa kemst miklu betur frá henni nú en þá. Þetta má rekja til miklu nánari samvinnu landanna innan ESB. Þetta var miklu erfiðara þá en nú og það má rekja beint til samstarfsins innan Evrópusambandsins.“  

(Leturbreyting: ES-bloggið) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Berum saman Carl Bildt og Heimssýnarruglið!!!

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 13:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslandsvinurinn Carl Gustav Svíakonungur, sem hefur verið hér með annan fótinn síðustu áratugina, en hefur helst ekkert viljað stoppa í 101, R.Vík,. og kom hér síðastliðið sumar og dvaldi þá nokkuð lengi, án þess að sorpblöðin í R.Vík.næðu til hans, hefur ekki gefið íslendingum þau ráð að Ísland eigi að ganga í ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.11.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gegt!!!

Þorsteinn Briem, 5.11.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband