Leita í fréttum mbl.is

Höftin verða að hverfa - ekki þó vitað hvenær

DollarFréttablaðið birtir í dag frétt um gjaldeyrishöftin og þar af leiðandi gjaldmiðilsmál. Það er áhugavert að kíkja á fréttina, en í henni segir m.a.:

,,Um leið kom fram í máli Más (Guðmundssonar, Seðlabankastjóra, innskot ES-blogg) að ekki væri hægt að útiloka að Alþingi samþykkti að framlengja gjaldeyrishöftin á næsta ári, en samkvæmt lögum rennur gildistími þeirra út í ágúst 2011.

Fulltrúar í pallborði lýstu margir hverjir efasemdum um að hægt yrði að aflétta höftum í bráð, enda hefðu þau staðið í áratugi í einhverri mynd áður en þeim var aflétt á tíunda áratug síðustu aldar.

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði aðstæður í dag hins vegar aðrar á tímum alþjóðlegra viðskipta og því afar ólíklegt að höftin vörðu lengi. "Svo lengi sem við erum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sé ég ekki fyrir mér að við getum verið lengi með höftin," sagði hann og benti á að þeim yrði ekki viðhaldið nema í skjóli samþykktar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann benti á að efnahagsáætlun stjórnvalda rynni út í ágúst á næsta ári og ekki seinna en þá þyrfti að liggja fyrir tímasett áætlun um afnám hafta.

Arnór sagði jafnframt ljóst að ef þjóðin hafnaði aðild að Evrópusambandið þyrfti að bæta framkvæmd peningastefnunnar. "Við þurfum einhvers konar viðbótartæki til viðbótar við vaxtatækið til að minnka veltinginn," sagði hann en taldi "draumóra" að gera ráð fyrir því að sveiflur á gengi krónunnar hyrfu."


Hér á árum áður lifðu Íslendingar við allskyns haftakerfi, fólk t.d. fékk gjaldeyri með því að þekkja fólk í bönkunum. Við höfðum vöruskipti við þáverandi Sovétríkin o.s.frv.

Ísland árið 2010 er hinsvegar nútímahagkerfi (eða það er allavegana meiningin). Getur slíkt hagkerfi haft gjaldmiðil í höftum?

Nú eru allavegana tveir gjaldmiðlar í notkun, króna og Evra (t.d. greiðir CCP öllum starfsmönnum sínum í Evrum og sjávarútvegsfyrirtækin eru byrjuð að gera upp í Evrum.) en almennir launamenn fá greitt í krónum.

Einnig er athyglisvert að rýna í hvað Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans segir. Hann talar s.s. um að ef þjóðin hafni aðild að ESB, þá þurfi bankinn "viðbótartæki" til að minnka "veltinginn". Hann telur það "draumóra" að gera ráð fyrir að sveiflur á gengi krónunnar hverfi.

Sem er alveg rétt, en sveiflur krónunnar hafa verið skuggalegar í gegnum tíðina.

Sjá t.d. hér: http://m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=1 

Og hér: http://m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=4 

Menn geta svo sjálfir dæmt hvort þetta sé framtíðin! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum nú vona að höfin hverfi ekki.

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Alveg rétt, þá erum við í talsverðum vandræðum! Prentvillupúkinn ber nafn með rentu! Leiðrétt!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.11.2010 kl. 16:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn fór veðurspá óvart inn í mitt samtal við ráðherra á baksíðu Moggans og villan uppgötvaðist ekki fyrr en búið var að prenta mörg þúsund eintök af blaðinu.

Prentvélin var stöðvuð og veðurspáin tekin út úr samtalinu en hún kostaði nokkrar milljónir króna.

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 16:58

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"´Nútímahagkerfi" getur ekki gengið á því að slá sífellt meiri lán.Seðlabanki Íslands hlýtur að fara að gera sér grein fyrir því, eftir þá reynslu sem Ísland hefur fengið eftir að EES samningurinn 1993 var gerður,og lög ESB um frjálst flæði fjármagns tóku gildi.Lönd geta farið á hausinn með gegndarlausri lántöku, án tillits til þess hvaða gjaldmiðil þau hafa.Það hefur sannast á ESB ríkjunum, sem sum eru nú á barmi þjóðargjaldþrots.Ef Ísland tekur upp evru þá verður hún ekki gefins eftir þá útreið sem hún hefur fengið og það það fjármagn sem ríki sem sýnt hafa eitthvert vit innan ESB ,hafa þuft að punga út til að halda henni á floti.Nei við ESB og áróðri þess. 

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2010 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini br. hefur ekki getað sýnt fram á að hann hafi nokkurntíma unnið á Morgunblaðinu.Nei við ósannindum ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2010 kl. 17:08

6 identicon

Gallinn er sá að sú peningamálastefna sem ríkir í heiminum í dag er að tröllríða hverju ríkinu á fætur öðru. Þetta er löngu hætt að snúast um stjórnmál. Við fáum kosningarétt til að sefa okkur og á meðan fer fram gríðarleg spilling uppá trilljarða dollara (1.000 milljarðar = trilljarður).

Bandaríkin eru skuldsettasta þjóð heims og þeir halda áfram að skuldsetja skattborgara með peningaprentun og allt er þetta í höndum risastórra einkabanka og seðlabanka sem enginn veit í rauninni hver stjórnar, í gegnum allar þessar skuldsetningar.

Það er hægt að sjá það sama í nokkrum ESB ríkjum og svo kemur AGS alltaf á síðustu stundu og segist vera frelsarinn....að uppfylltum ákveðnum skilyrðum náttúrulega.

Við getum þagað yfir þessu, gengið í ESB og vonað það besta, eða við getum byrjað að krefjast þess að fá að sjá reikningana, enda eru þetta okkar peningar og þeir eru að vinna fyrir okkur.

Þótt ég hafi búið í Danmörku síðan 2005, elska ég Ísland meira en aðrar þjóðir og líður eins og landráðamanni að flytja ekki heim og hjálpa beint við að byggja landið upp, en þá þyrfti ég að yfirgefa barn mitt og enginn ætti að hlaupast undan þeirri ábyrgð, nema undir herskyldu. Svona fyrir utan það að allt ofanritað á við Danmörku líka.

H. Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:19

7 identicon

Frjálst flæði fjármagns er ein af 4 stoðum EES-samningsins. Það er því alveg ljóst að gjaldeyrishöft geta ekki verið til langs tíma. Hitt er jafn ljóst að krónan mun fall þegar höftum verður aflétt. Allt ber að sama brunni. krónan hefur runnið skeið sitt á enda. Írar eru skuldugasta þjóð Evrópu og ramba á barmi gjaldþrots. Þjóðir verða gjaldþrota án tilllits til gjaldeyris, að sjálfsögðu. Málið snýr að stjórn fjármálakerfis og efnahagsstefnu. Hagfræðingar hafa haldið því fram að tæknilega séu BNA gjaldþrota. Þeim er haldið gangandi með því að gefa út ríkisskuldabréf(sem Kínverjar kaupa) og prentun peninga sem dælt er út í kerfið. kalifornía sem er eitt af stærstu hagkerfum heimsins rambar á barmi gjaldþrots. Alþjóðlegur fjármálamarkaður er markaður rándýra. Rándýrin heita alþjóðlegir vogunarsjóðir. Þeir hafa skilið eftir sig blóðuga slóð og sviðna jörð víða. þessi markaður er ekki staður fyrir örhagkerfi með örmynt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:45

8 identicon

Sigurgeir. Þar sem þú ert nú að saka Steina Briem að vera einhver annar en hann er, þá hef ég lesið fullt af greinum eftir hann hér á netinu síðan hann var blaðamaður á Mogganum. Ef þú nenntir að afla þér upplýsinga þá getur þú fundið þetta auðveldlega og ættir að sjá sóma þinn í  að vera ekki með svona aðfinnslur við manninn sem kveður ykkur andstæðingana auðveldlega í kútinn hér.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 18:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk, Ragna mín!

I love you too!

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 18:35

10 identicon

Briem er 11. algengasta ættarnafnið á Íslandi. Ættarnafnið er afbökun á staðarheitinu Brjánslækur í Barðarstrandarsýslu; ættfaðir þeirra var síra Guðbrandur Sigurðsson (1735-1779).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 18:57

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur alls engin ásökun komið fram frá mér að einhver steini br. sé annar en hann er.Enda þekki ég ekki manninn.Það sem ég hef sagt er að engin staðfesting hefur komið fram um að einhver steini br.hafi unnið á Morgunblaðinu, og Morgunblaðið hefur ekki staðfest það.Það er því uppspuni þar til einhverjar heimildir koma fram sem staðfesta það.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2010 kl. 20:32

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Morgunblaðið hefur ekki staðfest að ESB maðurinn steini br. sem skrifar á evópubloggið hafi nokkurntíma unnið á Morgunblaðinu.Hér með er óskað eftir staðfestingu Morgunblaðsins.Ef staðfesting kemur ekki, dæmast orð steina br. um að hann hafi unnið á Morgublaðinu uppspuni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2010 kl. 20:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gegt!!!

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 20:51

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorpsins haugur Sigurgeir,
slorsins draugur digur leir,
svolans eistu sigu meir,
á svarkinn Eistar migu þeir.

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 20:56

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sóma engan sýnir hann,
Sigurgeir hér lygar spann,
í löngum bunum ræpan rann,
raun er fyrir Skaparann.

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 20:59

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB stórskáldið endurtekur kveðskap sinn.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2010 kl. 21:07

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir með keilukjaft,
kreistir úr sér ógeðs saft,
undur lítið er hans skaft,
ekki getur rofið haft.

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 21:18

18 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Drengir (aðallega S.Briem og Sigurgeir): Níðvísur og persónulegt níð er ákveðin kúnst, EN, við skilum láta það eiga sig hér!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.11.2010 kl. 21:44

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.11.2010 kl. 22:22

20 identicon

Og á meðan að fólkið reifst um smáatriðin, var fótunum kippt endanlega undan þeim.

Það er sagt að til þess að ná almenninlega stjórn á fólki, þá er best að rugla það í ríminu fyrst og birtast svo sem lausnarinn.

AGS, ESB, NATO og öll þessu stóru batterí eru plága fyrir venjulegt fólk sem vill bara lifa sínu lífi, borða sig mett og sjá börnin sín vaxa úr grasi.

Hvort sem að kreppan/hrunið var slys eða viljaverk, þá eru alltaf einhverjir sem sjá sér leik á borði og ræna og ræna öllu sem þeir komast yfir.

Og á meðan að við rífumst, þá fá þeir enn meira næði til að halda áfram.

H. Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 22:56

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hörður, Það er nú bara þannig að almenningur verður lítið var við AGS (IMF), ESB og NATO. Reyndar er það þannig að ESB hefur bætt lífsskilyrði almennings þegar viðkomandi ríki hefur orðið aðildarríki að ESB. Þetta tekur auðvitað misjafnlegan langan tíma og í mörgum tilfellum erum við að horfa á ríki sem verða ekki komin í sæmilegt ástand fyrr en eftir 30 til 50 ár.

Annars ertu hérna í samsæriskenningarugli og þú virðist eingöngu skrifa um slíkt.

Jón Frímann Jónsson, 7.11.2010 kl. 00:55

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Evrópuvaktin kýs að banna steina br.að nota þá röksemdafærslu sem hann kýs, fyrir inngöngu íslands í ESB, þá er það að sjálfsögðu þeirra mál.En ég get ekki tekið það til mín,það sem ESB vaktin kallar"níðvísur og persónulegt" þar sem ég hef ekki sýnt steina br. þá virðingu og mun ekki gera, að yrkja "níðvísur" um hann, enda þekki ég manninn ekkert, en verið getur að Evrópuvaktin þekki hann.En hvaða röksemdir hefur Evrópuvaktin fyrir því að banna steina br.að birta "skáldskap" sinn.Telur Evrópuvaktin að "skáldskapur" steina br. sé ekki inngöngu  Íslands í ESB til framsdráttar. 

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2010 kl. 05:03

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Evrópusamtökin, að sjálfsögðu.Nei við ritskoðun ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2010 kl. 05:10

24 identicon

Jón Frímann, já ég er í samsæringakenninga tali, ekki allar samsæriskenningar hafa endað sem rugl, sumt hefur reynst satt.

Það er nú hægt að gera mikið á 30-50 árum og erfitt að sanna að það hefði ekki verið hægt með styrkri eigin efnahagsstjórn á sama tíma.

Já auðvitað er best að við verðum ekki mikið vör við þá sem setja lögin sem við eigum að hlýða, sem verða m.a. ESB við inngöngu. Það er lang best að bara treysta yfirvöldum, því að sagan hefur sýnt að yfirvöld sem almenningur verður lítið var við, missa sig aldrei og byrja ekki að troða á íbúm sínum á endanum, eins og hefur gerst þó nokkru sinnum í Evrópu á undan förnum 100 árum.

Fólk sem á sameiginleg áhugamál, það hittist og tekur ákvarðanir sem bæta þeirra stöðu, hvort sem það eru skátarnir, ríkisstjórnir, ríkjasambönd eða risabankarnir í heiminum. Útrásavíkingarnir og vinalán þeirra eru gott dæmi um þannig klúbba starfsemi.

Ef þú heldur að ESB sé óháð þeim sem virkilega stjórna heiminum í gegnum peninga, þá er ég hræddur um að þú skiljir hvorki mannlegt eðli eða nútíma hnattvæðingu nógu vel.

H. Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 08:11

25 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hörður, Komdu með dæmi máli þínu til sönnunar.

Jón Frímann Jónsson, 7.11.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband