6.11.2010 | 19:30
Fréttablaðið um IPA-styrki ESB
Fréttablaðið birti í dag góða heilsíðufréttaskýringu um svokallað IPA-styrki, sem standa Íslandi til boða vegna aðildarumsóknarinnar að ESB. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa allir ráðherrar Samfylkingar ákveðið að nýta sér þessa styrki, en ráðherrar VG hafa ýmist neitað (Jón Bjarnason) eða eruð með málið í bið (t.d. Ögmundur Jónasson, sem hefur sagt þetta vera ,,sérlega ógeðfellt" og hefur hann líkt þessu við mútur). En hvað eru IPA-styrkir?
,,IPA-styrkir eiga að auðvelda umsóknarríkjum samvinnu við ýmis verkefni, svo sem milli sérfræðinga og opinberra starfsmanna. Meðal annars milli stofnana umsóknarríkisins og evrópskra stofnana svo sem Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, Fjárfestingabanka Evrópu og Evrópska seðlabankans. Að bæta eða mynda getu fjárhagsstofnana umsóknarríkisins.
IPA-styrkir eiga einnig að stuðla að umræðu í samfélaginu, sem er hluti af áðurnefndu markmiði um þróun borgaralegs samfélags. Í því felst að stutt er við frumkvæðisrétt almennra borgara (e: civic initiative). Einnig á að styrkja fólk til að heimsækja stofnanir ESB til að bera saman bækurnar, auka þekkingu og ræða um góðar venjur, væntanlega í stjórnsýslu. Þá er minnst á styrki til borgaralegra samtaka." Heimild FRBL er heimasíða ESB um stækkunarmál.
Í Fréttaskýringunni segir: ,,Utanríkisráðuneytið segir að meginhluti aðstoðarinnar verði nýttur í að styrkja íslenska stjórnsýslu, svo hún sé í stakk búin til að takast á við aðild að ESB, en íslensk stjórnsýsla þykir ekki sérlega burðug um þessar mundir, eins og lesa má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Með styrkjum og sérfræðiaðstoð á meðal annars að efla faglega áætlanagerð til lengri tíma séð. Fram kemur í samningsramma ESB og Íslands að íslensk stjórnsýsla þurfi að starfa vel og vera stöðug, byggð á skilvirku og óhlutdrægu opinberu kerfi og sjálfstæðu og skilvirku dómskerfi. Þar er og minnst á innlenda hagsmunaárekstra, en framkvæmdastjórn ESB hefur gert þá að umræðuefni, í ljósi smæðar íslenska kerfisins og náinna tengsla viðskipta- og stjórnmálalífs."
Og síðar segir: ,,Sérstaklega þarf að undirbúa stjórnsýsluna fyrir þátttöku í atvinnu- og byggðaþróunarsjóði ESB. Gera skal áætlun um að styrkja verkefni á öllu landinu. Þá á að undirbúa þátttöku í félags- og vinnumarkaðssjóði ESB, gera áætlun um að styrkja verkefni til að "efla íslenskan vinnumarkað og vinna gegn atvinnuleysi", segir ráðuneytið. Í þessu felast ýmsar aðgerðir til að draga úr brottfalli úr skóla og mennta ófaglærða á vinnumarkaði.
Þetta markmið byggir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga 2007, segir ráðuneytið, enda sé leitast við að tengja IPA-styrkina við "viðfangsefni og vandamál sem eru á döfinni óháð ESB-aðild"..."Utanríkisráðuneytið bendir á að IPA snúist að miklu leyti um sérfræðiaðstoð. Títtnefnt meirihlutaálit (Utanríkismálanefndar Alþingis, innskot, ES-blogg) gangi út frá því "að íslensk stjórnvöld myndu hafa sér til halds og trausts erlenda ráðgjafa sem hafa reynslu á þessu sviði [...
] Af þessu verður ekki annað ráðið en að ljóst hafi verið að leitað yrði eftir sérfræðiaðstoð erlendra aðila í umsóknarferlinu og beinlínis til þess ætlast"."
Lesa má alla fréttaskýringuna hér (Mynd:DV)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þvílíkir hippar eru VG.
Maður skilur svo sem að þeir séu á móti fleiri álverum, ókei, flott, það er þeirra stefna, ég mundi ekki hunsa þá í kosningum fyrir það enda er ég sjálfur mótfallin fleiri álverum. Ókei. En svo eru þeir á móti fleiri virkjunum. Ókei. Og svo kemur erlent fyriræki að fjárfesta í íslenskri orku og þá eru þeir á móti(eins heimskulegt og það er, orkufyrirækin eru einmitt þau fyrirtæki sem við ættum að vera fá erlenda fjárfesta í. Ekki geta erlendir fjárfest flutt störfin út úr landi, svo sem tekið búrfellsvirkjun og flutt hana til Hollands, en það geta erlendir fjárfestar svo sannarlega gert við Marel og Össur). Ókei, flott. Svo eru þeir á móti einkareknum sjúkrahúsum fyrir túrista. Ókei. Svo eru þeir á móti því að þetta hollenska fyrirtæki fái að fljúga orrustuþotum hérna um landið(enda þótt orrustuþotur hafi flogið hérna um landið síðan við fengum sjálfstæði). Og svo eru þeir auðvitað á móti ESB. Allt í fína lagi.
Allt eru þetta mögulega störf, en nú kemur ESB og segir, taktu þessu peninga og svarið er:" nei, þetta er alveg sérlega ógeðfellt".
Er verið að biðja um meira en lágmarksviðleitni til að drulla þjóðinni aftur á lappir að VG taki þessa peninga og setji þær í stofnanir sem þurfa að takast á við þetta verkefni.
Ég get alveg fullyrt að það mun ekki hafa nokkur einustu áhrif á þjóðina í atkvæðagreiðslunni hvort sem VG ráðherrar taka við þessum peningum eða ekki.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2010 kl. 04:50
Ég er nokkuð sammála þér Jón.
Það sem vantar í bloggfærsluna hérna að ofan eru tilvísanir í hvernig IPA-Styrkirnir hafa virkað, t.d. með tölfræði.
Hugmyndir og plön eru ekkert annað en orð á pappír.
H. Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 08:38
Að sjálfsögðu á að hafna þeim styrkjum sem eru eyrnamerktir þeim verkefnum að Ísland verði hluti ESB, áður en Ísland gengur í ESB.Utanríkisráðuneytið hefur sjálft sagt í hvað styrkirni eiga að fara, það fer ekkert á milli mála og er vitnað í það hér að ofan.Þeir eiga að fara í það að breyta Íslandi í ESB ríki áður en Íslendingar fá tækifæri til að hafna því.Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en valdníðsla ESB sem ESB ráðherrann Össur, kingir þegjandi og hljóðalaust.En tilgangur ESB er augljós.Það vill stjórna ferlinu og ætlar ekki að gefa íslendingum færi að sjá einhvern"samning"til að kjósa um fyrr en því sjálfu þóknast.Nei við ESB
Sigurgeir Jónsson, 7.11.2010 kl. 10:40
Og hvað með þá endurskoðun á Íslensku stjórnarskránni sem nú er fyrirhuguð.Kemur kanski á morgun peningasending frá ESB með fyrirmælum um hvernig hún eigi að vera samkvæmt regluverki ESB.Ísland er viðurkennt sem lýðræðisríki sem þarf ekki á fyrirmælum ESB að halda,öðrum en þeim sem samið var um samkvæmt EES samningnum.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 7.11.2010 kl. 11:15
@HHV: Það var engin svoleiðis tölfræði í greininni, en ef þú veist um eitthvað, er velkomið að setja það hér inn!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.11.2010 kl. 11:45
@Evrópusamtökin, nei ég veit reyndar ekki hvar það er að finna. En fyrst ferlið er komið af stað, þá verðum við að vera hreinskilin gagnvart öllum kostum og göllum.
Ég hef heyrt að atkvæðavægi þjóðanna eigi að breytast þannig að vægi hverrar þjóðar verði mælt í stærð og miðað við hálfan milljarð ESB borgara, þá fáum við 0,06%, þannig að allt tal um lýðræði okkur í hag er vafasamt. Hinsvegar lýst mér vel á það að taka upp evru til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að versla við okkur, þótt ég sé efins um hversu vel evran haldi á næstu árum...
Ísland þarf eitthvað allt annað en við höfum núna, utan eða í ESB, mér finnst bara vanta hreinskilna upplýsingagjöf frá báðum hliðum.
H. Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 13:13
Hörður, Þessar fullyrðingar sem þú hefur heyrt um atkvæðavægi eru rangar og byggja á undarlegum útreikningum andstæðinga ESB á Íslandi.
Á Evrópuþingu (wiki) fengu íslendingar sex evrópuþingmenn kosna. Þessa evrópuþingmenn yrðu kosnir í beinni kosningu á Íslandi. Á evrópuþinginu er starfað eftir evrópskum stjórnmálaflokkum, ekki löndum.
Íslendingar mundu fá einn fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB (Wiki).
Íslendingar mundu fá Ráðherra í Ráðherraráð ESB (Wiki) eftir málaflokkum sem snerta hagsmuni íslendinga á hverjum tíma. Atkvæðafjöldi íslendinga innan Ráðherraráðs ESB yrði 3, eins og Möltu sem er aðildarríki ESB frá árinu 2004.
Tölfræði andstæðinga ESB á Íslandi er morkin og ónýt eins og allur málflutningur þeirra frá upphafi.
Jón Frímann Jónsson, 7.11.2010 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.