Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben heldur að engin meining sé að baki ESB-umsókn!

bjarniben_991582.jpgÍ þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun hélt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins því fram að ísland ,,meini ekkert" með umsókninni að ESB.

Meinar Bjarni virkilega það sem hann er að segja? Meinar hann að Samfylkingin meini ekkert með Evrópustefnu sinni, en flokkurinn er sá eini sem er með Evrópustefnu á Íslandi.

Hverskonar "sagnfræði" er Bjarni  að reyna að búa til? Að umsókninni hafi bara verið hent inn í hálfkæringi? Eyjan er með frétt um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki bara að tala um Ísland sem þjóðina?

H. Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni Ben talar oft "fyrir hönd þjóðarinnar"!!!

Þorsteinn Briem, 7.11.2010 kl. 22:49

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hann er greinilega að tala upp í einhver sérstök eyru þarna. Auðvitað veit maðurinn betur, heldur hann virkilega að einhver trúi þessu ??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Samfylkingin leiðir umsóknina,Mikill hluti þjóðarinnar er henni andvíg. Við vitum öll að Steingrímur var á móti ESB. rétt fyrir kosningar,enginn efast um meiningu Samfylkingar í Evrópumálum,en hún er bara ekki þjóðin.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 01:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarahreyfingin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

"Barátta fámenns hóps með enga fjármuni nema smáklink frá mörgum velviljuðum aðilum skilaði fjórum frambjóðendum inn á Alþingi, þar sem þeir sitja enn, en þrír þeirra hafa stofnað nýjan stjórnmálahóp sem þeir nefna Hreyfinguna og sagt skilið við Borgarahreyfinguna.

Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.

Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."

Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:55

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2010: Ungir framsóknarmenn vilja ESB-viðræður

"Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.

Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG-liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009, þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna.

Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs."

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frjálslyndir demókratar fagna þessu og vonast til að sem hagstæðastur aðildarsamningur náist fram, sem þjóðin fær að kjósa um.

Frjálslyndir demókratar, 26.7.2010 kl. 12:37

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 01:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samtök iðnaðarins (SI) fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hefur verið eitt af helstu stefnumálum Samtaka iðnaðarins um árabil.

Helgi Magnússon, formaður SI, segir samtökin hafa lagt áherslu á málefnalega umræðu um Evrópumálin og hvaða þýðingu aðild hefur fyrir iðnaðinn á Íslandi.

"Samtök iðnaðarins munu halda því starfi áfram og leggja sitt af mörkum í samningaferlinu og umræðu um aðildarsamninginn þegar hann liggur fyrir. Í kjölfar þess á þjóðin síðan að kveða upp sinn dóm," segir Helgi."

Samtök iðnaðarins fagna samþykkt ráðherraráðsins

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010:

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:04

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Pálsson, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1983-1991, er FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen, nú ritstjóri Fréttablaðsins og einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var FORMAÐUR HEIMDALLAR, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1987-1989.

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:10

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:12

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 02:13

17 identicon

Hvað segirðu Steini, er ristjóri Fréttablaðsins fylgjandi aðild og 2/3 í skoðanakönnun þess fylgjandi líka?

Ef þú spyrðir þjóðina þessarar spurningar:

"Vilt þú að Ísland sé aðili að ESB með 0.06% atkvæðisrétt á evrópuþinginu á meðan að Tyrkir munu hafa 15.5% vægi og Þjóðverjar um 16%? "

Þá grunar mig að fólk myndi svara öðruvísi.

Fréttablaðið gæti líka spurt:

"Mun það hafa góð áhrif á skuldastöðu heimilanna ef að seðlabanki evrópu myndi auka skammtaforðastöðu sína um 1%"

Sem er miklu alvarlegra og mikilvægara mál, því að innganga í ESB kemur ekki í veg fyrir næstu kreppu.

H. Valsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 08:57

18 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hörður. Íslenska fjármálkreppan var hönnuð heima en ekki erlendis. Það að harðanði á dalnum erlendis steypti bankakerfinu með þessum "ófyrirséðu" afleiðingum. Engu að síður var hrun bankanna bara tímaspurmál. Þetta er niðurstaða skýrslunnar í 7 bindum. ESB kemur ekki í veg fyrir neinar kreppur enda ekki handhafi almættisins. Ekkert kemur í veg fyrir næstu kreppu nema aldauði tegundarinnar Homo. Það er hinsvegar hægt að vera betur í stakk búinn til að takast á við framtíðar kreppur. Þess vegna m.a. hafa aðildarviðræðurnar farið af stað. Eigum við ekki að vera á jörðinni þegar talaða er um hvað ESB getur og hvað það getur ekki.

Gísli Ingvarsson, 8.11.2010 kl. 11:36

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Hörður.. þetta væri ekki leiðandi spurning hehehe

Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2010 kl. 12:40

20 identicon

Hörður, ef þú vilt vera samkvæmur sjálfum þér ætti Ísland ekki að taka þátt í neinu alþjóðlegu samstarfi. Í SÞ er Ísland eitt af nálægt 200 ríkjum. Vægi;0.05%. Strangt til tekið ætti enginn að bjóða sig fram til Alþingis heldur. Hver og einn þingmaður hefur vægið 1.56%. (1:63) Sem sagt algerlega vonlaus staða. Á Evrópuþinginu eru blokkir  eftir stjórnmálaskoðunum , t.d. stór blokk jafnaðarmanna. 'Íslenskir jafnaðarmenn myndu starfa með skoðanabræðrum sínum úr allri Evrópu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband