8.11.2010 | 18:07
Benedikt Jóhannesson: Er eitthvað á Evrópusambandinu að græða?
Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar skrifar:
Er eitthvað á Evrópusambandinu að græða?
Margir virðast vissir um að Evrópusambandið sé mjög nálægt Víti. Eini bærinn á milli sambandsins og eilífrar þjáningar sé Sovétríkin og það kot er löngu farið í eyði. Jafnframt sést það oft á prenti að fylgismenn inngöngu Íslands í telji að þar með leysist öll vandamál Íslendinga. Þetta hef ég hins vegar ekki heyrt nokkurn Evrópusinna segja.
Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er bandalag um viðskipti og innbyrðis samskipti. Markmiðið er að efla viðskipti milli landa álfunnar, þannig að þau verði svo háð hvert öðru, að innbyrðis stríð sé óhugsandi. Reynslan hefur sýnt að eftir að efnahagsbandalagið, sem var forveri Evrópusambandsins, hefur einmitt það gerst sem stofnendur vildu: Frjáls viðskipti hafa vaxið þannig að nú eru þau regla en ekki undantekning. Það sem meira er: Friður hefur haldist í 65 ár.
Íslendingum finnst þetta ekkert sérstaklega merkilegt. Viðskiptafrelsi finnst þeim felast í því að íslenskar vörur eigi aðgang að öllum mörkuðum, en inn í Ísland sé aðgangur takmarkaður. Sú hugsun er mörgum framandi að við getum grætt á öðrum um leið og þeir græða á okkur. Á Íslandi hefur aldrei verið stríð og hvað varðar okkur um það þótt einhverjir útlendingar drepi hverjir aðra að gamni sínu? Ekki förum við að ganga í enn ein samtökin, bara til þess að stuðla að friði, sem við höfum hvort eð er. Veröld sumra snýst aðeins um krónur og aura.
Seðlana á borðið
Auðvitað er ekkert að því að menn velti því fyrir sér hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið hafi á sína pyngju. Þess vegna er það fagnaðarefni að Magnús Bjarnason hefur í nýlegri doktorsritgerð sinni reynt að leggja mat á það hvaða efnahagsáhrif innganga í Evrópusambandið hafi fyrir íslensku þjóðina.
Vegna þess að Íslendingar gengu í Evrópska efnahagssvæðið fyrir 16 árum njóta þeir þegar margra af kostunum sem fylgja veru í sambandinu. Magnús gerir þó ráð fyrir því að viðskipti Íslands við önnur lönd í sambandinu aukist þegar Íslendingar hafi tekið upp evru. Útreikningar um framtíðarávinning af þessu tagi verða aldrei nákvæmir, en að mati Magnúsar gæti hann numið 4-5% í aukinni vergri landsframleiðslu.
Þessu til viðbótar telur Magnús að stærsti ávinningurinn fyrir Ísland felist í breyttu landbúnaðarkerfi þar sem innflutningur á landbúnaðarvörum aukist, bændum fækki, styrkir minnki til bænda og menn fari í arðbærari störf en landbúnað. Landsframleiðslan gæti vaxið um 1-2% vegna þessa.
Nettókostnaður, þegar framlög til sambandsins eru reiknuð og styrkir sem Íslendingar fá í staðinn dregnir frá, er að mati Magnúsar um 0,2% af VLF.
Magnús bendir á það að allt muni þetta taka tíma. Íslendingar geta ekki tekið upp evru fyrr en eftir nokkur ár og landbúnaðurinn fær aðlögunartíma að nýjum aðstæðum. Samt eru útreikningar hans gagnlegir, því að þeir gefa til kynna hvaða verðmæti við afþökkum með því að standa utan Evrópusambandsins.
Við græðum meira
Í útreikningum Magnúsar er ekki tekið tillit til þess hagræðis sem Íslendingar njóta af því að fá reglur Evrópusambandsins á ýmsum sviðum. Margs af því njótum við vissulega nú þegar, en viðbótin er mikils virði. Í hruninu var það ekki síst stjórnsýslan sem brást. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins er einmitt skilvirkari stjórnsýsla.
Evran leiðir til þess að efnahagsumhverfið verður miklu stöðugra, því að langmest utanríkisviðskipti eru nú þegar við þjóðir innan Evrópusambandsins. Verðbólgan verður minni og sveiflur í efnahag meiri. Í stað þess að hafa mynt sem selst á helmingi af opinberu verði erlendis fengjum við alvörugjaldmiðil sem allir vilja.
Vaxtaálagið á krónuna hefur verið mismikið. Seðlabanki Íslands var að lækka vexti sína í 5,5% þegar þetta er skrifað. Seðlabanki Evrópu veltir því fyrir sér á sama tíma að hækka sína vexti í 1,25%. Segjum að munurinn vöxtum á bankalánum sé 3% (sem er eflaust ekki ofmat). Það þýðir að vextir af 20 milljón króna íbúðaláni eru 600 þúsund krónum lægri í evrulandi en á Íslandi. Það eru 50 þúsund krónur á mánuði eða 70 þúsund krónur fyrir skatta. Það er dálagleg kjarabót og varanlegri en einföld krónutöluhækkun með venjulegu verðbólguskoti í kjölfarið.
Aðalgróðinn af því að ganga í Evrópusambandið er sá að við verðum hluti af stórri pólitískri heild sem stendur vörð um frið, frelsi, mannréttindi og umhverfið. En við græðum líka beinharða peninga. Himnasælan biður hins vegar síðari tíma.
(Upprunalega birt í Iðnaðarblaðinu)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.