8.11.2010 | 19:15
Össur í DV um ESB-málið : Opið og gagnsætt samningaferli
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifar grein í DV í dag um ESB-málið:
Það er óhætt að segja, að engir samningar Íslendinga hafa verið undirbúnir með eins opnum, lýðræðislegum og gagnsæjum hætti og viðræðurnar sem nú eru hafnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó Íslendingar hafi í reynd í gegnum EES-samninginn haft eins konar aukaaðild að sambandinu síðustu fimmtán árin, er umsókn um fulla aðild stórt skref fyrir marga. Besta nálgunin fyrir alla, jafnt stjórnvöld sem almenning, er að hafa allar upplýsingar uppi á borðinu. Það er leiðin, sem við höfum valið í utanríkisráðuneytinu.
Upplýst ákvörðun
Við höfum kostað kapps um að hafa eins víðtækt samráð og hægt er á öllum undirbúningsstigum. Það gildir jafnt um almenning, Alþingi, stofnanir, sveitarfélög, hagsmunasamtök og forystu stjórnmálaflokka. Það sama mun gilda um sjálfar samningaviðræðurnar, sem ég hóf formlega fyrir Íslands hönd í júlí síðastliðnum. Alls staðar verður aðgengi almennings að upplýsingum eins mikið og kostur er, og sem mest og víðtækast samráð viðhaft. Umsókn um aðild að ESB er verkefni allrar þjóðarinnar. Þegar menn taka að lokum ákvörðun hver fyrir sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni þarf hver um sig að geta gert upp hug sinn á upplýstum forsendum staðreyndum málsins.
Víðtæk upplýsingagjöf
Ein stærsta lotan í undirbúningnum til þessa var að svara 2.500 spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hagi Íslands. Það var grunnur að mikilvægri og góðri skýrslu hennar um Ísland sem birt var á fyrri hluta þessa árs. Við ákváðum að birta allar spurningarnar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Samstundis og svörin voru til reiðu, samtals 2.600 blaðsíður auk fylgiskjala upp á 8.700 blaðsíður, voru þau einnig birt á sama stað.
Fundafrásagnir aðalsamninganefndarinnar, og samningahópanna tíu, eru sömuleiðis birtar opinberlega á vef ráðuneytisins. Þar munum við líka birta greinargerðir samningahópanna, sem unnar eru til að undirbúa svokallaða rýnifundi með Evrópusambandinu sem hefjast í nóvember. Þar er borin saman löggjöf sambandsins og okkar, og skilgreint hvað þarf um að semja. Sama mun gilda um margvíslegar sérfræði- úttektir sem verða unnar til undirbúnings samningaferlinu sem og samningaafstöðu Íslands þegar hún hefur verið afhent. Að sýna gagnsæi í verki er eitt okkar lykilverkefna í samningaviðræðunum. Þær snúast um hagsmuni Íslands og Íslendingar eiga rétt á því að fá upplýsingar og fylgjast með.
Þú getur tekið þátt!
Þessar upplýsingar, og allt um ferlið sjálft, geta allir Íslendingar skoðað á heimasíðu ráðuneytisins um viðræðuferlið, esb.utn.is. Þar er aðildarferlið sjálft útskýrt nákvæmlega. Við munum jafnframt setja á fót gagnvirka vefsíðu, sem verður opnuð innan tíðar. Í gegnum hana munu allir geta komið á framfæri ábendingum, gagnrýni, viðhorfum, eða spurningum. Við stefnum að því að gegnum vefsíðuna geti Íslendingar haft reglulega samræðu við sérfræðinga sem vinna að málinu, aðalsamningamanninn, eða ráðherrann sjálfan, þegar tilefni kvikna. Með þessu móti ætlum við að veita öllum Íslendingum, sem áhuga hafa, beina hlutdeild í umsóknarferlinu og brjóta með því blað í sögu stækkunarviðræðna Evrópusambandsins hvað varðar gagnsæi og þátttöku almennings.
Sátt og samráð
Víðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamanns Íslands, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og um hann ríkir breið samstaða. Í aðalsamninganefndina sjálfa, sem skipuð er 18 manns, var fólk valið út frá faglegum verðleikum og samningareynslu. Þar endurspeglast viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Fullkomið jafnræði er með körlum og konum, og sérfræðiþekking úr háskólasamfélaginu er á bæði borð. Ríflega 200 manns koma að samningaferlinu í gegnum starf sitt í þeim tíu samningahópum sem fjalla um einstök málefnasvið. Við skipan allra var þess vandlega gætt að hafa náið samráð við hagsmunasamtök og alls staðar leitað að okkar bestu sérfræðingum. Valið var sérstaklega vandað við forystufólkið í mikilvægustu hópunum. Aldrei var spurt, hvort viðkomandi væri með eða á móti aðild, heldur réð úrslitum hvort viðkomandi væri faglega framúrskarandi.
Mikið í húfi
Evrópusambandsaðildin snýst um stöðugleika, fullveldi og öryggi okkar Íslendinga. Verkefnið er að útrýma atvinnuleysi með því að skapa trausta umgjörð fyrir fjölbreytt atvinnulíf, treysta fullveldi Íslands með því að sitja við sama borð og aðrir, og tryggja öryggi Íslands og framtíð barna okkar með því að ganga stolt til aukinnar Evrópusamvinnu.
Ég mun gera mitt til þess að tryggja að öll gögn og staðreyndir máls séu ávallt til staðar til þess að Íslendingar geti kynnt sér kosti og galla og tekið upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.