Leita í fréttum mbl.is

Evrópa fyrir Ísland? - Hádegisfundur í Evrópufundaröð á Sólon

Ragnheiður RíkharðsdóttirSamfylkingin er einn flokka með sjálfstæða Evrópustefnu af íslenskum stjórnmálaflokkum. Enn einn hádegisfundurinn í fundaröð Samfylkingarinnar verður haldinn á Sólon í hádeginu á morgun.

Fundurinn ber yfirskriftina: Evrópusambandið fyrir Ísland?

Frummælendur á fundinum verða þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir (S) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki (mynd), en sú síðarnefnda er einnig virk í hreyfingunni Sjálfstæðir Evrópumenn. 

Það er hópur sjálfstæðismanna, sem eru fylgjandi aðild að ESB, eða vilja að minnsta kosti að láta reyna á aðildarsamning: ,,Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitísk-um stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband