Leita í fréttum mbl.is

Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í FRBL: Við erum sterkari saman!

Stefan Füle

Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Hann segir m.a.:

"Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er.

Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma.

Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband