10.11.2010 | 07:39
Leiðari FRBL: Staðreyndirnar eða óttinn?
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar leiðara blaðsins í dag um skýrslu til ESB vegna umsóknar Íslands að ESB. Ólafur skrifar:
,,Margt af því, sem breyta þarf í íslenzkri stjórnsýslu eigi Ísland að ganga í Evrópusambandið, þarf að breytast hvort sem er. Sumt er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem við höfum tekið á okkur vegna EES-samningsins en hafa ekki komizt í framkvæmd. Ýmislegt snýr að atriðum sem voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fyrir þá, sem eru ósammála niðurstöðum nefndarinnar um veikleika stjórnsýslunnar og telja að íslenzk stjórnsýsla beri af í evrópskum samanburði, er sú aðlögun vafalaust þungbær. En flestir aðrir ættu að fagna því að stjórnsýsluhættir hér verði lagaðir að því sem gerist í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir aðild að ESB.
Sumir láta eins og Evrópusambandið ætli ekkert að semja við Ísland, heldur bara krefjast þess að Ísland lagi sig einhliða að öllum reglum ESB, Þetta verður þó ekki ráðið af grein Stefans Füle, stækkunarstjóra sambandsins, hér í blaðinu í gær. Hann skrifar þar: "Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins."
Hinar eiginlegu samningaviðræður við ESB hefjast ekki fyrr en um mitt ár 2011. Fram að því mun fara fram svokölluð rýnivinna, þar sem farið verður rækilega yfir muninn á íslenzkri löggjöf og löggjöf ESB. Að því ferli loknu setur Ísland fram samningskröfur sínar og þá hefjast hinar raunverulegu samningaviðræður.
Fram að þeim tíma er í raun alveg þarflaust að komast í geðshræringu yfir hinu eða þessu, sem íslenzk stjórnvöld eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja fram í samskiptum sín á milli, en þess hefur gætt dálítið að undanförnu að orðalag í gömlum plöggum á netinu veldur uppnámi. Einkum og sér í lagi andstæðingar ESB-aðildar Íslands virðast velja vondan tíma til að fara á taugum, því að það er satt að segja ekki tímabært fyrr en hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast og samningskröfur Íslands liggja fyrir.
Fram að því þarf að fara fram rækileg upplýsingamiðlun og umræða, jafnt um galla sem kosti Evrópusambandsins og hvað Ísland geti grætt eða tapað á aðild. Eins og Stefan Füle segir er æskilegt að það ferli byggist á "staðreyndum og tölum fremur en ótta og goðsögnum".
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.