Leita í fréttum mbl.is

Anna Pála í FRBL: Herskylda EKKI áhyggjuefni

Anna Pála Sverrisdóttir,,Nei, það verður enginn Evrópuher með herskyldu fyrir börnin okkar. Þegar og ef Íslendingar ákveða að ganga alla leið inn í Evrópusambandið verður herskylda ekki áhyggjuefni."

Þannig byrjar grein eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur í Fréttablaðinu í dag um það sem húnkallar ,,herskyldubullið." Og hún heldur áfram:

,,Auðvitað er mjög þægilegt fyrir andstæðinga Evrópusamvinnunnar að halda fram herskyldurökum. Íslendinga skiptir almennt miklu að Ísland sé herlaust ríki. Vopnleysið er hluti af sjálfsmynd okkar svo við erum viðkvæm fyrir hugmyndum um breytingu þar á.

Á opnum umræðufundi í október, þar sem fjallað var um ESB og friðar-/hernaðarmál, var frábært að þurfa ekki að eyða púðri í að rökræða herskyldubullið.

Evrópuvakt Samfylkingarinnar stóð fyrir fundinum en til hans mætti fjöldi fólks úr mismunandi áttum. Ég hefði búist við að eyða mestum hluta umræðutímans í að ræða til dæmis hvernig leiðtogaráð ESB útskýrði á síðasta ári að Lissabon-sáttmálinn (uppfærsla á stofnsáttmálum ESB) mælir ekki fyrir um stofnun Evrópuhers. Þetta var gert í lagalega bindandi yfirlýsingu frá 19. júní 2009. Í henni kemur fram á svona sjö mismunandi vegu hvernig það getur ekki orðið, en meðal annars með þessum orðum: „[S]ameiginleg öryggis- og varnarstefna ESB ... hefur ekki áhrif á öryggis- og varnarstefnu hvers aðildarríkis ... eða skyldur neins aðildarríkis." Skýrara getur það varla orðið. Öll aðildarríki ESB hafa að auki neitunarvald þegar kemur að utanríkismálum. Mörg standa utan NATO."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband