Leita í fréttum mbl.is

Örvæntingarfullir Nei-sinnar

Ásmundur Einar DaðasonNei-sinnar í ESB-málinu eru ráðþrota. Þeir eru örvæntingafullir, vegna þess að þjóðin vill klára aðildarferlið við ESB og fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú er verið að reyna að þyrla upp ryki í augu landsmanna, en Nei-sinni "numero uno", Ásmundur Daði Einarsson,VG og formaður Heimssýnar, segir nú, meira en ári seinna að atkvæðagreiðslan um aðildarumsóknina að ESB fór fram á Alþingi (og var samþykkt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu), að Jóni Bjarnasyni hafi verið hótað í sambandi við atkvæðagreiðsluna. Jón greiddi síðan atkvæði a móti og sagði nei.

Sagt hefur verið að mönnum hafi verið gerð grein fyrir því að með því að segja nei, þá hefði fyrsta norræna velferðarstjórnin þar með fallið.

Það er alveg rétt, stjórnin hefði fallið! Þingræðisreglan hér á landi segir að ef ríkisstjórn sem njóti meirihluta, fái ekki slíkan meirihluta í atkvæðagreiðslu um sín mál á Alþingi, þá falli hún. 

Og það er alveg rétt! Þannig lítur hinn pólitíski veruleiki út á Íslandi. Hér er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum og samtöðustjórnmálum, líkt og á Norðurlöndunum.

Þá er það spurningin: Vill Ásmundur Einar láta virkilega á það reyna hvort stjórnin hafi meirihluta á þingi og þar með tefla lífi sinnar eigin stjórnar í hættu? 

Eða vill hann ekki taka hinn "lýðræðislega slag" um ESB-málið, taka hina upplýstu umræðu og leyfa svo þjóðinni að kjósa um málið. Svo virðist ekki vera. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, og hún var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2010: Ungir framsóknarmenn vilja ESB-viðræður

"Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.

Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG-liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009, þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna.

Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs.

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarahreyfingin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

"Barátta fámenns hóps með enga fjármuni nema smáklink frá mörgum velviljuðum aðilum skilaði fjórum frambjóðendum inn á Alþingi, þar sem þeir sitja enn, en þrír þeirra hafa stofnað nýjan stjórnmálahóp sem þeir nefna Hreyfinguna og sagt skilið við Borgarahreyfinguna.

Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.

Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."

Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband