Leita í fréttum mbl.is

Ekki heil brú í málflutningnum!

Í fasisma eru engin frjáls skoðanaskipti leyfð. Ekki kommúnisma heldur. Aðeins ein lína.

Lýðræði gengur hinsvegar út frá nokkrum forsendum: Frjálsu markaðskerfi, mannréttindum, umburðarlyndi, valddreifingu, frjálsum skoðunum og málfrelsi.

Nei-sinnarnir á Íslandi reyna nú í ESB-umræðunni að spyrða áhugamenn um Evrópumál, aðild, og fleira, við fasima, svona undir rós. Nýjast dæmið er hér

Þetta er hinsvegar í hæsta máta ósmekklegt.

Í ljósi þessa er vert að minna á að Nei-sinnar vilja og reyna hvað þeir geta til þess að fá ESB-málið dregið til baka.

Þeir vilja hindra það að íslenska þjóðin fái þann möguleika að greiða atkvæði um ESB-málið, þegar aðildarsamningur liggur fyrir.

Menn eins og Styrmir Gunnarsson, sem er búinn að tala um BEINT LÝÐRÆÐI í mörg ár! Þessir menn segja NEI NEI NEI!

Það sér hver heilvita maður að það er ekki heil brú í þessum málflutningi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fulltrúalýðræði er algengasta mynd lýðræðis. Sökum takmarkana á tíma og aukinnar sérþekkingar sem þarf til að taka ákvarðanir um hin ýmsu mál hefur orðið til sérhæfð verkaskipting, þar sem stjórnmálamenn bjóða sig fram til embætta.

Þeir þiggja umboð fólksins í kosningum, gerast þannig fulltrúar almennings og taka ákvarðanir fyrir hans hönd.

Beint lýðræði
felur hins vegar í sér beina þátttöku fólksins í ÁKVARÐANATÖKU, án fulltrúa eða annarra milliliða." [Til að mynda ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU hér um SAMNING Íslands um aðild að Evrópusambandinu.]

Lýðræði
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 51% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 36% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband