12.11.2010 | 23:35
Noðrmenn vita að ESB tekur ekki af þeim olíuna
MBL segir frá því nýrri könnun þar sem fram kemur að andstaða við ESB-aðild er enn í kringum 60%. kemur s.s. ekkert á óvart. Norðmenn hafa jú, einir þjóða, fellt aðildarsamning að ESB og það tvisvar!
En það sem vekur athygli er þetta: "Á vef NRK er haft eftir Torunn Husvik, varaformanni samtaka norskra andstæðinga ESB-aðildar, að fjármálakreppan sé helsta ástæða þess að æ fleiri verða andsnúnir Evrópusambandinu. Hún segir það goðsögn, að ástæðan sé sú að Norðmenn vilji hafa olíuauðinn út af fyrir sig."
Noðmenn vita að ESB-mun ekki taka af þeim olíuna. Ekki hefur hún verið tekin af Dönum, ekki hafa skógarnir verið teknir af Finnum!
En það sem einkennir kreppur er að lönd vinna sig yfirleitt upp úr öldudalnum. Í dag var t.d. birt tilkynning á Eurostat, tölfræðiskrifstofu ESB þess efnis að hagvöxtur hefði aukist í ESB og á Evrusvæðinu um 0.4% á þriðja ársfjórðungi 2010, miðað við fjórðung tvö. Aukningin er 1.9% milli ára á þriðja fjórðungi.
Í frétt MBL segir einnig: ,,NRK hefur eftir Trygve Nordby, framkvæmdastjóra norsku Evrópusamtakanna, að þessar tölur komi honum ekki á óvart. Margir Norðmenn telji að EES-samningurinn sé fullnægjandi fyrir Noreg og einnig sjái Norðmenn sér ekki hag í því að tengjast Evrópusambandinu á sama tíma og mörg ESB-ríki berjist við afleiðingar fjármálakreppunnar. Þetta muni hins vegar breytast þegar frá líður.
Ef Ísland nær góðum samningi um sjávarútvegsmál og ef Danmörk og Svíþjóð taka upp evru gæti það haft áhrif á efnahag okkar, sem byggist á gasi. Það gæti leitt til þess, að okkur finnist við þurfa að styrkja grundvöll hagkerfisins og tryggja framtíðina betur," segir hann.
Við þetta má kannski bæta að Norðmenn hafa ekki verið að glíma við þau vandamál sem við glímum við: Himinháa vexti og verðbólgu, sem og gjaldmiðilshrun, með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Og þeir hafa ekki gjaldmiðil í spennitreyju!
Helstu kostir Norðmanna við aðild væru þær að "vera við borðið" og hafa pólitísk áhrif, en það hafa þeir ekki og til eru háðuglegar lýsingar af því þegar norskir embættismenn læðast eftir göngum í Brussel, til að fá upplýsingar um fundi og ákvarðanir sem hafa verið teknar á vettvangi ESB.
Sem Norðmenn og við verðum jú að taka upp og fylgja í gegnum EES-samninginn.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Við Íslendingar þurfum ekki á því að halda að treysta á aðrar þjóðir þegar að olía liggur allt í kring um landið, við eigum að ganga strax í að virkja þá auðlind og þá þurfum við ekki á EB að halda!
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 00:22
Guðmundur Júlíusson, Það er nú bara þannig að það liggur ekki nein olía í kringum Ísland. Til þess er jarðskorpan einfaldlega of ung til þess. Það er þá miðað við að jarðskorpan sé yngri en 60 milljón ára gömul, sem eru þau jarðlög sem oftast innihalda gas og olíu.
Það vill nú bara þannig til að jarðskorpan á norska landgrunninu og í Noregi sjálfu er í kringum 200 milljón ára gömul og niður í það að vera yngri en 10.000 ára gömul. Norðmenn hafa sem dæmi fundið steingervinga frá risaeðlum þegar þeir voru bora fyrir olíu í Norðursjó.
Þegar það kemur að íslenskri jarðskorpu. Þá er efsta lagið eitthvað í kringum 10 til 15 milljón ára gamalt. Það getur hugsanlega verið að það sé eldri jarðskorpa neðar og þá meginlandsskorpa. Það er hinsvegar líklegt að sú jarðskorpa sé ekki með olíu. Enda olían löngu farin vegna eðlisfræðilegra ferla í jarðskorpunni og þess þrýstings sem fylgir því að jarðskorpan er mjög neðarlega í jarðlagastaflanum.
Jón Frímann Jónsson, 13.11.2010 kl. 00:43
Bretland, Holland og Danmörk eru í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 00:47
Hvernig getur þú staðhæft svona þegar að sérfræðingar halda öðru fram Frímann?, það er þegar búið að sannreyna að um olíu og gas sé að ræða á ákveðnum svæðum, og jafnvel mun víðar!!
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 00:49
Efnahagslögsaga ríkja við Norðursjó
"1. gr. Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.
Hugtakið auðlind samkvæmt lögum þessum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins annarra en lifandi vera."
Lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins
"Náttúruauðlindir geta verið ólífrænar og lífrænar."
"Auðlindir Íslendinga felast meðal annars í nytjastofnum sjávar."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru lífverur og að mestu leyti gerðar úr lífrænum efnum, rétt eins og olía í Norðursjó.
STAÐBUNDNIR nytjastofnar á Íslandsmiðum eru hins vegar LIFANDI OG SJÁLFBÆR AUÐLIND sem gengur EKKI yfir í lögsögur aðildarríkja Evrópusambandsins.
Hins vegar ganga flökkustofnar á milli fiskveiðilögsagna og þar af leiðandi þurfum við Íslendingar að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og til að mynda kolmunnastofninum.
Fiskveiðilögsaga Íslands og fiskimiðin við landið
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Efnahagslögsaga aðildarríkja Evrópusambandsins
Efnahagslögsaga Bretlands - Kort
Efnahagslögsaga nokkurra ríkja - Exclusive Economic Zones (EEZ)
"North Sea oil is a mixture of hydrocarbons, comprising liquid oil and natural gas, produced from oil reservoirs beneath the North Sea."
"Following the 1958 Continental shelf convention and after some disputes on the rights to natural resource exploitation the national limits of the exclusive economic zones were ratified.
Five countries [Norway, United Kingdom, Denmark, Germany and Netherlands] are involved in oil production in North Sea.
All operate a tax and royalty licensing regime. The respective sectors are divided by median lines agreed in the late 1960s."
North Sea oil
"Organic deposits of coal, peat, oil and methane clathrates."
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 00:58
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna. [...]
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga. [...]
Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 01:01
Steini, ég var að blogga til Frímanns, "hold your horses" please, með þín "paste"
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 01:02
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 01:04
AFRITIST EFTIR ÞÖRFUM FYRIR HÁLFVITA.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 01:05
þ.e. þá þá hálvita sem aðhyllast evrópuaðild, meinar þú?
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 01:34
Þú ert hálfviti, sem birtist hér nær eingöngu á nóttunum um helgar, trúlega drukkinn, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 01:41
Skrýtið, þetta er nánast sama athugasemd hjá þér og síðast þegar ég svaraði þér, ertu kannski með sérhannað lykklaborð með takka sem búið er að forrita með ákveðnum setningum og frösum, svo sem þessum?
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 01:55
Færðu helgarleyfi á Litla-Hrauni, Guðmundur Júlíusson?!
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 02:02
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 02:16
Harla einkennilegt að birtast hér eingöngu á nóttunum um helgar og rugla út í eitt.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 02:27
Merkileg ummæli breska varnarmálaráðherrans
Í viðtali við norska blaðið Aftenposten í dag, 11. nóvember, segir Liam Fox, varnarmálaráðherra Breta: „Framkoma fyrrverandi ríkisstjórnar Bretlands í garð Íslendinga í efnahagskreppunni var alls ekki mjög fáguð. Við munum hér eftir leggja mikla áherslu á samstarfið með samstarfsaðilum okkar í Norður-Evrópu.“
Er þetta það bandalag sem við viljum spyrða okkur við??
Nei takk.
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 02:40
En Steini, þú ert líka að blogga að nóttu til, af hverju er það einkennilegt? Er það ekki kannski vegna þess að þá eru börnin farin að sofa og friður og ró til að tjá sig?
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 02:54
Ruglið er aðeins birtingarmynd þess er í huga er efst! annars er mannsins að meta hvort satt eða logið er, sjálfum finnst mér að tjáningin í sjálfu sér sé nægileg til að réttlæta allt sem skrifað sé, hvað finnst þér?
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 02:59
Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.
Economy of Norway - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:06
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:08
"Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:10
GENGI EVRU er nú 51% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 36% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:16
DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:18
FÆREYJAR.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
The Faroe Islands - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:21
"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:22
ha ha, fyndinn komment hjá Steina Briem, alveg kostuleg komment.
Sjálfur vona ég að við finnum olíu eða gas, en mér þykir það mjög ólíklegt að við finnum nokkuð, ekki hefur mikið ræst úr vonum Færeyinga um olíuleit og hafa þeir leitað lengi. Eitthvað komu neikvæðar niðurstöður eftir boranir bara fyrir um tveim vikum síðan, ef eitthvað er að marka það sem Jón Frímann sagði hér að ofan þá mun Guðmundur Júlíusson víst þurfa að bíða í 40 milljón ár eftir vinnanlegri olíu. En það skiptir ekki nokkru máli hvort við finnum olíu eða ekki, henni yrði aldrei deilt með ESB, hvort sem við göngum inn eða ekki.
Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2010 kl. 03:26
Gengi evru gagnvart sænsku og norsku krónunni er nú nánast það sama og þegar evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002, eða 1,5% hærra gagnvart sænsku krónunni og 1,6% hærra gagnvart norsku krónunni.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:29
Guðmundur Júlíusson, Það vill nú bara þannig til að ég þekki mjög vel inná jarðfræðina á Íslandi og í kringum Ísland. Enda er ég mikill jarðfræðiáhugamaður og ég stefni á því að klára nám í þeim fræðum.
Jarðfræðin er mjög skýr í þessum efnum varðandi aldur bergsins. Hinsvegar eins og ég sagði áðan þá er talsvert um eldri jarðskorpu sem er undir nýrri jarðskorpu sem er ofar (þetta er þó ekki algilt). Hinsvegar er enga olíu að finna þar útaf aðstæðum í sjálfri jarðskorpunni.
Jón Frímann Jónsson, 13.11.2010 kl. 03:52
Einmitt, ég átti von á þessu frá þér, bara að demba yfir okkur óstjórnlegum frösum og "ó"staðreyndum, það er það eina sem þú kannnt, mannleg samskipti eru ekki í þinniu deild.,
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 03:54
Sænska krónan gagnvart evru 1.1.2002-12.11.2010:
Skráning 0,1082.
Lokaskráning 0,1066.
Breyting -1,49%.
Meðalgildi 0,1061.
Flökt 5,84%.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:54
Norska krónan gagnvart evru 1.1.2002-12.11.2010:
Skráning 0,1248.
Lokaskráning 0,1228.
Breyting -1,58%.
Meðalgildi 0,1236.
Flökt 6,6%.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:56
"To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:
the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 03:57
Nýlega gaf Orkustofnun út yfirlitsskýrslu um hugsanlega olíu á Gammsvæðinu og skýrsluna má nálgast hér (skýrslan er á ensku).
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 04:14
Greyið Steini, þú getur ekki átt marga vini, þegar að allt þitt líf snýst um copy og paste ???
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 04:16
Ég á fjögur þúsund vini á Facebook, þar á meðal Davíð Oddsson.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 04:20
Steini, þú verður að hætta þessu rugli þínu ef þú vilt að fólk fari að bera virðingu fyrir þér !!!
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 04:30
Davíð Oddson verslar alltaf við mig og hann sagði við mig eitt sinn að ekki hugnaðist honum innganga í *EB , og ef hann vissi hvað þú værir að skrifa um myndi hann velta sér um í bælinu.
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 04:33
Sama er mér hvað þið Davíð Oddsson gerið í bælinu, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 04:37
Týndur er í tíma og rúmi,
talinn af í flöðeskúmi,
náhirðar í næturhúmi,
nóvembers í beibíbúmi.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 06:19
Guðmundur Júlíusson, Þetta eru bara staðreyndir sem ég tel hérna upp. Það getur vel verið að þeir telji sig geta fundið olíu og gas í jaðri íslensku lögsögunar (næst Noregi, Færeyjum og Grænlandi). Það er hinsvegar ólíklegt að olían þar verði í vinnanlegu magni. Enda hefur hingað til gengið illa að finna þá olíu og gas í vinnanlegu magni.
Jón Frímann Jónsson, 13.11.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.