14.11.2010 | 10:18
Jón Bjarnason!
Jón Bjarnason er duglegur við að lýsa ESB sem "kúgandi nýlenduveldi" o.s.frv. í sambandi við makrílmálin. En aðeins um 7 af 27 aðildarríkjum ESB geta flokkast sem nýlenduveldi, þ.e.a.s á meðan sú stefna var lifandi. Hún er hinsvegar löngu liðin og dauð!
Norðmenn eru líka ansi harðir í þessu máli og ekki eru þeir nýlenduveldi eða fyrrum slíkt!
Jón Bjarnason er hinsvegar ekki eins duglegur við að svara spurningum fréttamanna þegar spurningum er beint að honum.
Hinsvegar hlýtur almenningur þessa landa eiga þá sjálfsögðu kröfu gagnvart honum að hann geri það, þ.e.a.s. svari þeim spurningum sem menn spyrja hann!
Það liggur við að hann fari að tala um veðrið!
Stjórnmálamenn íslenskir, eru í vinnu fyrir íslenskan almenning! Íslensku ÞJÓÐINA!
JB segir: Það stendur ekki til að ísland gangi i ESB! Ákveður hann það? Er það ákvörðun sem tekin hefur verið í Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytinu?
Hvað með þjóðaratkvæðagreiðsluna og íslenskt lýðræði?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hversvegna fékk íslenska þjóðin ekki að greiða atkvæði um það hvort farið yrði af stað í þetta esb - ferli ?
Hvar var þá íslenskT lýðræði ?
Óðinn Þórisson, 14.11.2010 kl. 11:16
Hefði þjóðin þá ekki þurft að kynna sér hvað ESB er? Eða átti bara að ákveða það svona 1,2 og 3?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.11.2010 kl. 11:27
Það var óheilla spor hið versta að senda inn þessa ESB umsókn án þess að um það væri nokkuð góð eining og sátt meðal þjóðarinnar.
Ekkert eitt mál hefur sundrað og splundrað þjóðinni meira á gjörvöllum lýðveldistímanum eins og þessi fjandans ESB umsókn og það á versta og erfiðasta tíma í sögu hennar.
Það er rekið áfram af þvílíku offorsi og rétttrúnaði að almenningi blöskrar og er auk þess gert í andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar.
Þetta ESB plott allt saman hefur auk þess verið keyrt áfram með lymskulegum blekkingum og lygum gagnvart almenningi.
Auðvitað getur Jón Bjarnason haft þá skoðun "að það standi ekkert til að þjóðin gangi í ESB" Þið getið ekkert ráðið skoðunum hans. Eða teljið þið ykkur þess umkomna að vera einhvers konar skoðanalögregla. Stundum finnst manni það.
Alveg eins og ég held þá tel ég að loksins þegar almenningi verður leyft að fá að segja sína skoðun á ESB málinu beint og milliliðalaust að þá mun þjóðin hafna ESB aðild algerlega og afdráttarlaust.
Eins og ég hef áður sagt þá getið þið breytt þessari ESB áróðurs síðu ykkar í upplýsingasíðu um hinar ýmsu mataruppskriftir frá Evrópu.
Ég ráðlegg ykkur eindregið að fara strax í að undirbúa þessar breytingar.
Jafnvel að sækja um styrk til ESB apparatsins vegna þessara sérstöku breytinga, nú þegar þeir standa til boða.
Gunnlaugur I., 14.11.2010 kl. 11:38
Nýlendustefnan er ekki löngu liðin og dauð eins og þið segið að ofan. Kúgun og nýlendustefna bresku og hollensku ríkisstjórnanna, með dyggum stuðningi Evrópusambandsins, hefur komið skýrt fram í ICESAVE nauðungarmálinu. Og fiskveiðimálinu. Jón Bjarnason fer ekki með rangt mál. Þannig er það bara og dugar ekki að neita.
Elle_, 14.11.2010 kl. 12:01
Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!
Svar: ENGIN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 13:12
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 13:15
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 13:16
Það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfimu.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.
Með aðild að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 13:43
Gunnlaugur I, Þú ert íbúi í ESB aðildarríkinu Spáni. Þannig að þú hefur ekki efni á því að gagnrýna þetta með þeim hætti og þú gerir hérna.
Elle, Áður en þú tjáir þig um nýlendustefnur og nýlendur. Þá þarftu að vita um hvað það er. Það er augljóst að þú gerir það ekki. Þetta er í raun ekkert annað en ódýrt blaður hjá þér sem er sérstaklega hannað til þess að hræða fólk og höfða til tilfinningar þess.
Jón Frímann Jónsson, 14.11.2010 kl. 13:57
Blessaður komdu ekki með þitt ódýra blaður og lygar um meiningar manns. Hegðun bresku og hollensku ríkistjórnanna og drottnunaarveldisins þarna í Evrópu lýsir sér sjálf og það sér það líkl. hver maður nema nokkrir Evrópusambandsdýrkendur. Stjórnirnar þrjár hafa kúgað og hagað sér þannig eins og nýlenduveldi, hvort sem þau eru það eður ei. Það var líka það sem Jón Bjarnason sagði, ekki að þau VÆRU nýlenduveldi og það sagði ég ekki heldur.
Elle_, 14.11.2010 kl. 14:19
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar
Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:21
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í alþingiskosningunum í fyrra.
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:23
23.10.2010:
Steingrímur J. Sigfússon - Fullt umboð til að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:25
Elle, Það ert þú sem ert með ódýrt blaður hérna. Bullið í Jóni Bjarnarsyni er ekkert betra en bullið sem kemur frá þér. Það er nú bara þannig.
Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er kominn í ógöngur og því ber að fagna.
Jón Frímann Jónsson, 14.11.2010 kl. 14:34
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:38
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:46
Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.
Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.
Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.
En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.
Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.
Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.
Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.
Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."
ESB reynir á Vinstri græna
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 14:49
Jón Frímann, blessaður slepptu að svara manni með brenglunum um meiningar manns. Nenni ekki að ræða við þig eða skrifast á við þig. Þú lest endalaust og ranglega inn í það sem maður meinar ekki og segir ekki og ég kæri mig ekkert um að vita hvað þú heldur og nenni ekki lengur að lesa það. Þú ert engin lögregla okkar.
Elle_, 14.11.2010 kl. 15:01
ESB landsölumaðurinn Jón Frímann byrjar enn og aftur á þeirri bábilju að af því að ég sem fullgildur íslenskur ríkisborgari, eigi og megi ekki tjá skoðanir mínar á ESB fyrirbærinu af því að ég bý nú um sakir alla vegana í ESB landinu Spáni.
Þetta viðhorf var líka uppi hjá elítu Sovétríkjana gömlu á sínum tíma að þeir sem byggju innan landamæra þess í "alsælunni" mættu alls ekki gagnrýna kerfið og hvernig það virkaði og þjakaði þjóðirnar sem undir þessu helsis-apparati bjuggu.
Jón Frímann er svo langt leiddur í sínum ESB rétttrúnaði og því telur hann sig þess umkominn að geta verið svona sem eins konar ESB skoðanalögga (Svona eins og KGB var í USSR)
Hann vill banna alla gagnrýni "innan frá" á hið al- fullkomna kerfi Commízarana frá Brussel sem hann trúir á alveg eins og sannkristnir kommúnistar trúðu á Stalín og Æðstu Commízararáðin hans hér í "den".
Manngreyinu er auðvitað vorkunn en ég læt hann ekki stoppa mig í að hafa sterkar skoðanir á þessu handónýta, gjörspillta og ólýðræðislega apparati sem heitir ESB og reyna að forða þjóð minni og föðurlandi frá því að fá þetta helsi og rugl yfir sig.
Það mun takast, þrátt fyrir mútur og gríðarlega fjármuni sem þeir eyða í áróður og henda nú yfir þjóðina.
Gunnlaugur I., 14.11.2010 kl. 15:25
Halla Gunnarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mörgum framsóknarmönnum sé heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar í Evrópusambandsmálinu en hann hyggst greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um að gengið verði til aðildarviðræðna við bandalagið.
Framsóknarflokkurinn hefur farið nokkra hringi í þessu máli, eins og stundum vill verða í þeim ágæta flokki.
Hvað sem því líður virðist afstaða Guðmundar og Sivjar Friðleifsdóttur vera mun meira í takti við niðurstöðu flokksþings Framsóknar en afstaða annarra þingmanna flokksins, sem ætla sér að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu.
Vilji flokksþings Framsóknar var skýr
Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum sem blaðamaður Morgunblaðsins. [...]
Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt. Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi. Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."
"Tvöfalda leiðin var lítið rædd
Ég minnist þess ekki að í löngum og fræðandi umræðum á flokksþingi Framsóknar hafi nokkur þeirra þingmanna, sem nú vilja greiða atkvæði með Sjálfstæðismönnum, komið í pontu og lagt til að fremur yrði farin leið tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Misminni mig skal ég gjarnan leiðrétta það.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti hins vegar tvöföldu atkvæðagreiðsluleiðina á sínum landsfundi og stendur fast við þá afstöðu.
Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.
Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur.
Persónulega tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvort haldin verði ein eða tvær atkvæðagreiðslur. Hins vegar er þetta mál þannig að kominn er tími til að leiða það til lykta á lýðræðislegan hátt. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð verður stigið þegar þingmenn ganga til atkvæða á Alþingi í dag."
Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 15:43
Mér finnst rosalega mikill barnaskapur að halda það að ríki hafi ekki stefnu í utanríkismálum.
Auðvitað hafa ríki ESB stefnu í utanríkismálum. Alveg eins og Ísland.
Ég held að flestir viti hvaða ríki mynda G7. Það eru gömlu nýlenduveldin.
Mér finnst að fólk ætti aðeins að kynna sér heimsmálin og hætta þessum barnaskap, þ.e. að halda að heimurinn í dag sé saklaus og sætur.
ESB er ekki kúgandi nýlenduveldi. Því ESB er ekki með neinar nýlendur. Getur það ekki því það er ekki ríki.
Jón Bjarnason er í græningjaflokki (Vinstri Grænum). Ætti honum þá ekki að finnast það mikilvægt að þau ríki veiði makríl sem geta full unnið hann til manneldis en ekki í ódýrt dýrafóður?
Fullyrðingar mannsins í mörgum málum eru alveg rosalega popúlískar og eru ekki til þess fallin til að skýra málin heldur aðeins til að auka eigin vinsældir á kostnað staðreynda.
Enda vitum við að staðreyndir verða oftast undir í umræðunni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:55
Hlutfallslegt aflaverðmæti helstu fisktegunda árin 2004-2008
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.