14.11.2010 | 16:35
Vilhjálmur Egilsson um ESB-tillögu Ögmundar; "tveggja mánuða leiðina"
Frétt á Eyjunni byrjar svona: ,,Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varar eindregið við því að farin verði leið sem Ögmundur Jónasson leggur til, að semja um aðild að Evrópusambandinu á aðeins tveimur mánuðum. Vilhjálmur telur hættu á að þannig náist verri samningur fyrir Íslands hönd.
Eyjan sagði frá því í gær, að Ögmundur vill að aðildarsamningur við ESB verði kláraður á aðeins tveimur mánuðum og að slíkur samningur verði lagður fyrir þjóðina. Áætlun Íslands og Evrópusambandsins í aðildarviðræðunum gerir hinsvegar ráð fyrir því að þær taki um 18 mánuði.
Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun var Vilhjálmur Egilsson spurður um það hvort tillaga Ögmundar væri raunhæf. Hann taldi svo ekki vera, nema þá að markmiðið væri að ná sem verstum samningi fyrir Íslands hönd."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
GÖNGUM HÆGT UM GLEÐINNAR DYR.

Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 16:48
"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."
"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.
Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.
Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."
Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin
Þorsteinn Briem, 14.11.2010 kl. 16:52
Eru samningar í gangi við Evrópusambandið?
Jón Baldur Lorange, 14.11.2010 kl. 17:34
@JBL: Það er undurbúningur í gangi, þú veist það, eða fer þetta algerlega framhjá mönnum í Bændahöllinni?
Afleidd spurning: Reisir bóndi býli á einni viku?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.11.2010 kl. 22:56
Undurbúningur? Tveggja mánuða?
Lieben Sie U?
Oder vielleicht EU?
Jón Valur Jensson, 14.11.2010 kl. 23:39
Þetta er bara enn einn ruglhlekkurinn í fæðukeðjunni sem heimsýnarhjörðin matar þjóðina á. Fyrst átti að taka upp evruna einhliða, svo að taka upp norska krónu, svo að taka upp dollara, svo var það að taka upp evru með stuðningi AGS, tvöföld þjóðaratkvæðisgreiðsla, svo að draga umsóknina til baka, gera fríverslunarsamning við USA, núna að klára þetta á tveim mánuðum.
Hálf vandræðalegt að sjá fullorðna menn hlaupa móðursjúkir um og skipta um skoðun jafnt oft og þeir skipta um sokka. Næst verður það innganga í OPEC, hernaðarsamvinna við Brasilíu og taka upp Tælenska Rúblu.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 01:52
Tillaga Ögmundar er fullkomlega raunhæf.
En þið viljið ekki flýta ykkur inn, eða hvað?!
Er ekki málið þetta: Þið vitið sem er, að ESB ætlar að dæla inn ómældu fé til áróðurs fyrir innlimun Íslands í bandalagið, enda er staða ESB gagnvart þjóð okkar með afbrigðum ömurleg nú um stundir* (sbr. ofurfrekjulegu makríl-kúgunarviðleitnina), – en ef þjóðaratkvæðagreiðsla væri að skella á eftir 60 daga, þá væri allt plottið komið í vaskinn!
En Jón Gunnar Bjarkan, hvers vegna vildu Grænlendingar ganga úr EU (ESB)?
* Og þess vegna er nýleg Gallupkönnun á afstöðu okkar EKKI birt!
Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 02:23
Veit það ekki nafni minn, kannski voru þeir bara sáttir við að lifa, ja frumstæðu líferni með 80 milljarða árlegri fjárhagstoð frá Nýlendukúgurunum eins og þið eruð vanir að kalla þá, í ESB, dönum.
Það svo sem kæmi heim og saman við andstöðu ykkar við ESB ef þið bara mynduð viðurkenna að Grænlenskur lífstíll er það sem Heimsýn er að sækjast eftir fyrir íslendinga. Kannski getum við þá líka sótt um að komast aftur undir hatt Dana og farið að þiggja fjárhagsaðstoð frá þeim. Þú minntist á plott, er þetta kannski Heimsýnarplottið eftir allt saman.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 02:44
Jonathan Motzfeldt: "Haldið þið að ég ætli að fara að láta eitthvert ítalskt möppudýr segja mér til um það, hvort ég megi fara út á minni trillu að veiða þorsk í soðið?!"
Hvað sem líður löngun þinni til að festast í staðnaðri klisjuhugsun um þessa nágrannaþjóð okkar, Jón Gunnar, eru Grænlæendingar nútímans mætavel meðvitaðir um, að þeir bua í landi með gríðarleg náttúruauðæfi. Þeir ætla ekki að gefa öðrum neitt færi á þeim.
Rétt að benda þér á góða grein nýbirta, eftir Ólaf Sigurðsson, hinn góðkunna fyrrverandi fréttamann á Sjónvarpinu, og nefnist Myndi Sádi-Arabía láta af hendi olíulindirnar? Þú þarft endilega að lesa hana í heild. En meðal annars segir hann:
"Trúlega eru allir sammála um að Sádi-Arabía eigi mikinn auð í olíulindum sínum. Sennilega dettur engum í hug að þeir vilji láta þær af hendi, síst af öllu fyrir það eitt að fá að ganga í einhver samtök ríkja.
En hvað er olíuauður Sádi-Araba mikill? Ef við notum einfaldan mælikvarða nam útflutningur þeirra á olíu í fyrra (2009) 6.500 Bandaríkjadollurum á hvert mannsbarn. Íbúarnir eru 26 milljónir svo að þetta er mikill auður.
En hvað eru auðlindir Íslands miklar? Útflutningur sjávarafurða frá Íslandi nam 5.000 Bandaríkjadollurum á hvern Íslending í fyrra. Heldur minna en olíuútflutningur Sádi-Arabíu.
Og þá er eftir hin auðlindin, orkan. Útflutningur á framleiðslu orkufreks iðnaðar frá Íslandi í fyrra nam yfir 6.000 dollurum á mann. Samanlagt er útflutningur af auðlindum okkar því um 11 þúsund dollarar á mann, á móti 6500 dollara útflutningi Sádi-Araba á sama ári.
Nú koma sjálfsagt margir og segja Já en... já en... hagtölur eru aldrei algerlega sambærilegar, en þetta ætti að nægja til að menn skilji hversu risavaxin auðæfi við eigum og hversu mikilvægt er að gæta þeirra."
Tilvitnun lýkur í Ólaf. Lestu greinina svo áfram sjálfur.
Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 03:09
Þetta er svo sem alveg týpískt, alltaf þegar maður ræðir við ykkur farið þið eitthvað með umræðuna út á tún. Þetta svona eins og tala við krakka um að Ísland ætti að ganga í NATÓ og hann færi alltaf eitthvað að röfla um að Þýski herinn muni þá taka orkuna okkar. Þetta er bara algjört rugl frá til ö í þér.
Danir framleiða tvöfalt meira af olíu og gasi en þeir nota, Bretar urðu ekki nettó innflytjandi fyrr en árið 2006, Rúmenía framleiðir langtum meiri olíu en þeir nota, Hollendingar framleiða miklu meira gas en þeir nota, frakkland framleiðir nánast all sitt rafmagn með kjarnorku. Ekkert af þessum þjóðum hefur og myndu aldrei deila neinni af þessari orku með ESB. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að við höfum aldrei flutt neina einustu orku út til ESB.
Ég lýg því ekki þegar ég segi að ESB myndi frekar seilast í skósólaverksmiðju í Slóveníu frekar en jarðvarma á Íslandi en þetta eru auðvitað bara fráleitar fabúleringar því ESB hefur engan áhuga á því að eignast skósólaverksmiðju eða jarðvarmavirkjun.
Eina ástæðan fyrir því að Heimsýnarmenn rugla flökkufiskistofnum saman við aðrar auðlindir eins og skógum og gulli er vegna þess að þau samtök eru senditík LÍU en þar skilgreina menn auðlindir svo þrönglega að það eigi aðeins við um fiskistofna. Það hefur aldrei verið nein sameiginleg auðlindastefna í ESB og mun aldrei verða.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 03:25
Eina auðlindin í ESB sem er undir hatti ESB er flökkustofnar, ekki vegna þess að ESB sé að stela þeirri auðlind heldur vegna þess að ESB þjóðirnir ákváðu að það gekk ekki lengur að frakkar, spánverjar, portúgalir, belgíumenn, bretar og írar, væru allir að veiða úr sama stofninum, en ákvarðanir um veiði væru teknar úr mismunandi áttum. Þannig ef kreppa kæmi upp, þá færu sumar þessar þjóðir í að stórauka kvótann sinn á kostnað annarra(hvernig er nú sjálfstæðismenn, eru þeir ekki að leggja til 25% aukningu á veiðiheimildum, sumsé, veiðum okkur út úr kreppunni).
Nú má margt segja um sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB, hún er svo langt frá því að vera fullkominn að hálfa væri nóg. En ég er þess þó fullviss um að það væri enginn fiskur í ESB í dag ef ekki hefði verið fyrir ESB og sameiginlegu fiskveiðistefnuna.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 03:38
Og fyrirgefðu að ég skyldi hafa sagt að þetta sé rugl í þér frá a til ö, ég last þetta sem svo að tilvitnuninni hafi lokið eftir aðra málsgrein en ég sé að það var þessi fréttamaður sem byrjaði að röfla þetta um orkuna okkar.
En bara til að setja það sem hann er að fabúlera þarna í samhengi, þá er hann að tala um útflutning okkar á áli, ekki orku. Það þarf jú að vinna ál úr orku, þannig að inn í þessum undarlega samanburði hans útflutningstölum þá hefur vinnan í íslensku tölum langmesta vægi. Hann er þó varla byrjaður að sjá fyrir sér að ESB muni flytja heklu og gullfoss úr landi til Bremen þar sem álið yrðu svo framleitt.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 03:53
Ég fæ ekki betur séð en Jón Gunnar Bjarkan sé efni í stjórnmálamann upp á gamla mátann, getur blaðrað sig frá hverju sem er. ESB kemur út úr þessu með pálmann í höndunum vegna fiskveiðistefnu sinnar (!!!) og vitaskuld ekki minnsta hnjóðsyrði í þess garð vegna þess ofríkis af þess hálfu að ætla – jafnvel þótt Ísland sé umsóknarríki – að hrifsa af okkur 104.000 tonn af makrílafla miðað við það, sem var kvótaákvörðun hér í sumar! Samt var langt yfir 20% af makrílstofninum hér við land í sumar, en okkar veiðihlutur 17% (þeir vilja að við fáum bara 3,1%!!!), og þessi makrílganga er talin hafa étið hér 2 millj. tonna af átu. Þetta vill ESB að við sköffum þeim, svo að ÞEIR geti veitt meira! Allt er gott í Brussel, ekki satt, Jón Gunnar? – En þarna sést, hvernig færi, ef ESB ákvæði einhliða þessa kvóta fyrir okkur ...
Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 08:14
Já, já, ESB eru harðir í þessum samningum alveg eins og Íslendingar. En það er reyndar rangt að þarna sjáist hvernig færi ef ESB ákvæði einhliða þessa kvóta fyrir okkur, því ef við göngum í ESB, þá værum við þeirra megin við samningsborðið að berja á Norðmönnum en ekki þeir að berja á okkur.
En varðandi sjávarútveginn, þá skulum við nú fyrst sjá hvaða sérlausnir við fáum áður en við förum að úttala okkur um hvernig landið liggi í þessum málum ef við göngum í ESB, þess vegna er einmitt svo mikilvægt að við stöndum vel og vandlega að þessu umsóknarferli svo við fáum allra besta samning en ekki taka eitthvað 2007 redding á þetta eins og Ögmundur vill gera.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 10:31
Hláleg þessi glópabjartsýni þín, Jón Gunnar.
Vitað er, að almennt vinnur ESB að eiginhagsmunum sínum og stóru landanna (umfram allt) og annarra í bandalaginu, og kippir sér ekki upp við, að það komi niður á öðrum löndum utan þess. Þannig framleiða þeir sykurreyr í S-Evrópu og halda 3. heims löndum frá eða bjóða þeim mjög erfiða samkeppnisaðstöðu með tollmúrum, en þannig stuðla þeir að minni tekjum í 3. heiminum. Svo er sagt, að sum meðlimaríki ESB kvarti yfir því, að inngönguríki, þau sem eru í "aðildarferlinu", njóti sérstakrar tillitssemi og betri kjara um margt heldur en hin formlegu meðlimaríki (enda verið að lokka hin fyrrnefndu inn).
En hvað með Ísland? Jú, þeir virðast álíta okkur þvílík peð eða skítseiði, að þeir hygla frekar Noregi, sem er utan ESB, í makrílmálunum heldur en okkur. Engin tillitssemi við okkur – miklu fremur HÓTANIR út af makrílveiðistefnu okkar!
Og þessu hrósar þú nánast. Ætlarðu að gerast pólitískur vindhani, sem segir já og nei eftir því hvernig vindar standa frá Brussel, án tillits til hagsmuna þjóðar þinnar?
En týpískt er þetta viðhorf fyrir suma ESB-sinna: Kannski verða þeir mjög jákvæðir gagnvart okkur! – kannski fáum "við" embætti sjávarútvegsstjórans (kannski 2 ár næstu 200 ár!) – o.s.frv.
Sannir verðir íslenzks sjálfstæðis treysta engu slíku, ekki frekar en ástæða var til að treysta Dönum 1662, þegar þeir síðarnefndu létu eins og einveldishyllingin myndi ekki valda okkur neinum erfiðleikum né álögum (sjá HÉR!).
Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 12:33
Jón Valur, vertu ekki að tjá þig um hluti sem þú hefur ekki vit á. Það er staðreynd að þú hefur ekki vit á ESB og starfsemi þess. Þannig að mitt ráð er að þú skalt halda þig við eitthvað sem þú þekkir. T.d þessa guðfræðidellu sem þú ert búinn að mennta þig í.
---
Það er hinsvegar staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi eru orðnir móðursjúkir. Enda vita þeir sem svo að þeir eru að tapa stöðu sinni í umræðunni og hafa í reynd tapað baráttunni um ESB aðild Íslands áður en hún hófst.
Það eru í dag allar líkur á því að íslendingar samþykki ESB aðild Íslands þegar hún kemur til atkvæðagreiðslu. Þá væntanlega í kringum árið 2012 eða 2013.
Jón Frímann Jónsson, 15.11.2010 kl. 12:57
Ég nenni ekki að svara ómálefnalegum hnútuköstum Jóns Frímanns.
Hitt er staðreynd, að Vilhjálmur Egilsson er ESB-sinni, ég sá það vel á fundi í Valhöll, meðan ég var enn í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er einfaldlega málið hjá Vilhjálmi: Hann vill ekkert láta spilla fyrir sínum villtustu draumum.
PS. Ég þekki Vilhjálm að góðu sem kunningja, en lízt afar illa á þetta áhugamál hans. Hann á að hugsa til forfeðra sinna, sem lögðu Jóni forseta, samherjum hans og sporgöngumönnum í sjálfstæðisbaráttunni sitt lið. Þau stefndu ekki að því að gera Ísland að tannhjóli í evrópsku stórveldi.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.