Leita í fréttum mbl.is

MBL.is: Rýninvinnan hafin - tæknin notuð til sparnaðar

MBLMorgunblaðið skrifar greinargóða frétt um ESB-málið í dag, þar sem sagt er frá því að svokölluð rýnivinna er hafin í sambandi við umsóknarferlið:

,,Rýnifundir íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB hófust í Brussel í dag.

Á rýnifundunum er farið yfir  löggjöf beggja aðila í þeim 33 efnisköflum sem lagasafn Evrópusambandsins skiptist í til að greina hvar íslensk löggjöf er frábrugðin og hvað semja þarf um, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Á fyrsta rýnifundinum er fjallað um 5. kafla - Opinber innkaup, sem er hluti af EES-samningnum. Ísland hefur þegar tekið upp þessa löggjöf en í kaflanum er m.a að finna almennar reglur um gagnsæi, jafnræði og frjálsa samkeppni, og samræmingu reglna um gerð samninga um framkvæmdir, þjónustu og birgðakaup á vegum opinberra aðila. Markmið fundarins er að staðreyna innleiðingu löggjafarinnar og ræða framkvæmd opinberra innkaupa hér á landi.

Af hálfu Íslands sitja nokkrir sérfræðingar á þessu sviði fundinn í Brussel. Einnig gefst fulltrúum úr samningahópnum (EES I), þ. á m. fulltrúum hagsmunahópa, að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þetta er í fyrsta skipti sem fjarfundabúnaður er notaður með þessum hætti í rýnivinnu á vegum Evrópusambandsins en með því jafnframt unnt að ná fram nokkrum sparnaði."

(Leturbreyting, ES-bloggið) Öll frétt MBL.is

Í frétt á RÚV um sama mál stendur: ,,Stefán Haukur Jóhannesson , formaður íslensku samninganefndarinnar, segir þetta mikilvægan áfanga í viðræðunum en gert er ráð fyrir að hún taki allt um það bil hálft ár. Sérfræðingar úr íslensku stjórnsýslunni funda með kollegum sínum í Brussel og bera saman löggjöf á Íslandi og innan Evrópusambandsins eftir efnisflokkum. Stefán segir þetta vera mikla vinnu en nauðsynlega til að hægt verði að hefja efnislegar samningaviðræður."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband