Leita í fréttum mbl.is

Baldur McQueen um "tveggja-mánaða-leið" Ögmundar J.

Baldur McQueen"Tveggja-mánaða-leið" Ögmundar Jónassonar, hefur orðið mönnum umtalsefni og einn þeirra sem bloggar um hana er Baldur McQueen, búsettur í Leeds.

Hann segir;...,,auðvitað kemur hugmynd Ögmundar ekki til greina. Eina ástæðu þess má m.a. finna í tilvísuðu bréfi til Morgunblaðsins, hvar Ögmundur gefur í skyn að Íslendingar séu fórnarlömb EES og muni þurfa glíma við afleiðingar af þeim ósköpum næstu áratugina.

Sannleikurinn er að íslenskir stjórnmálamenn – stjórn og stjórnarandstaða – klúðruðu stórkostlega að kynna sér efni EES samningana og slepptu algerlega að grípa til sértækra aðgerða hvar þörfin var brýnust. Eitt skýrasta dæmi þess klúðurs má sjá þegar EES löndin Ísland og Noregur eru borin saman. Annað með Icesave á herðunum, hitt án allra slíkra áfalla því norskir stjórnmálamenn höfðu vit á að takmarka ábyrgð bankainnistæðna við norskar krónur."

Öll færsla Baldurs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband