15.11.2010 | 19:56
Bryndís Ísfold: Vér heimskingjar!

,,Enginn af leiðtogum andstæðinga aðildar er nýgræðingur í pólítik og eftirtaldir aðilar leggja nú allt kapp á að koma í veg fyrir að hægt sé að klára samningaferlið og að almenningur fái að kjósa hvort það vill ganga í ESB eða ekki. Þetta ber bara merki um að þeir eru rökþrota eina sem þeir geta, er að gera ferlið tortryggilegt, því málefnaleg rök gegn aðild að ESB virðast þeir ekki ráða við.
Helstu forsprakkar andstæðinga ESB: Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson, Styrmir Gunnarsson, Jón Bjarnason, Davíð Oddsson, Bjarni Harðarsson, Páll Vilhjálmsson og bóndinn í Dölunum. (að ógleymdum kvótaeigendum og forystu Bændasamtakanna) Klárlega gömlu mennirnir til að taka ákvarðanir fyrir okkur hin (okkur fáfróðan almenning sem myndi bara láta plata okkur) um framtíðarmál eins og ESB.
Legg til að samhliða kosningu til stjórnlagaþings eftir tvær vikur verði kosið um að þessir menn endurreisi gamla Ísland með grunngildum þessara gömlu manna, íhaldssemi, forsjárhyggju, fortíðarhyggju, kjördæmapoti, fyrirgreiðslu og umfram allt nýtt efnahagslíf byggt alfarið á gömlu góðu séríslensku krónunni."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég er hissa á því af hverju hún er ekki með lausnir aðra en að ganga í ESB. Hvernig væri að byrja að hvetja íslensk stjórnvöld til þess að starfa í anda annarra Evrópuþjóða og afnema ósanngjörn gjaldeyrishöft og niðurlægandi starfsaðferða Seðlabankans í garð þeirra sem eiga fjölskyldu í ESB en starfa á Íslandi.
En hún er bara ekki nógu skýr. Horfir ekki út fyrir ramma Samfylkingarinnar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 21:02
@SJ: Menn eru að fara á taugum varðandi höftin. Það sést betur og betur hvaða skaða höftin eru að leiða af sér, nú síðast aðgerðir Össurar h/f og ummæli forstjóra fyrirtækisins.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.11.2010 kl. 21:45
Samfylkingin og Evrópusamtökin áttu strax að taka skýra afstöðu með Evrópu og á móti einangrun.
Mér finnst mjög leiðinlegt að það var ekki afstaða Samfylkingarinnar eða Evrópusamtakanna.
Maður er búinn að vera að benda á þetta í meira en ár, en fyrir lokuðum eyrum þingmanna og Evrópusinna.
Því miður.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 21:49
@SJ: Sá sem þetta ritar er hjartanlega sammála þér. Evrópusamtökin tala iðulega um skaðsemi haftanna og nauðsyn þess að fá hér nothæfan gjaldmiðil. Það gera ráðherrar Samfylkingar líka.
Evrópusamtökin er á móti einangrun og með Evrópusamvinnu, það er alveg klárt!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.11.2010 kl. 22:46
Ráðherrar Samfylkingarinnar styðja höftin. Það hef ég staðfest.
Ráðherrar Samfylkingarinnar tala um það hversu mikilvæg þau séu. Það hef ég staðfest.
Þess vegna gef ég lítið fyrir vilja Samfylkingarinnar þegar á reynir hvort að flokkurinn viti í raun og veru hvað það merkir að vera í ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 22:51
Svo styðja þingmenn Samfylkingarinnar höftin svo og þingmenn annara flokka.
Það gera þeir enn.
Ef þeir koma fram núna og fara að tala um skaðsemi haftanna, þá eru þeir með hræsni. Því miður.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 22:56
Það er gaman og merkilegt að sjá þetta öfga hægri fólk og öfga vinstri fólk leiða sama hesta sína.
Hvað hafa þessir einstaklingar á sitthvora kanntinum sameiginlegt??
Hvort er ESB þjón auðvaldsins einsog ömmu heldur fram eða eitthvað krata bandalag einsog Björn Bjarna heldur fram......??
p.s þetta er alvöru spuning. langar að vita svarið
Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 23:02
Alls kyns fólk í Evrópusambandinu, eins og annars staðar í heiminum.
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 02:06
Gjaldeyrishöftunum verður AÐ SJÁLFSÖGÐU aflétt en það verður að gera án þess að verðbólga og þar með vextir rjúki hér aftur upp úr öllu valdi áður en krónan yrði bundin við gengi evrunnar með 15% vikmörkum, hugsanlega í ársbyrjun 2013.
"Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands."
Ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt núna í einu vetfangi félli gengi krónunnar verulega og þar með myndi verð á erlendum vörum hér og aðföngum hækka í samræmi við það.
Aðrar þjóðir og alþjóðastofnanir hafa skilning á því.
Lán tekin hérlendis í íslenskum krónum eru VERÐTRYGGÐ og hér kaupum við vörur í íslenskum krónum.
Stefán Júlíusson tekur hins vegar ekki lán í íslenskum krónum í Þýskalandi og þar kaupir hann og fjölskylda hans ekki vörur í íslenskum krónum.
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 03:05
22.9.2010:
Hætta á að 400 milljarðar króna fari út þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 05:26
Steini: Ég er með lán í verðtryggðum íslenskum krónum. Ég hef skilning á því að gengið falli. Enda féll það í október 2008 og endaði með gjaldeyrishöftum vegna þess að menn vildu stjórna gengi krónunnar.
Þegar menn eru ráðalausir, þá setja menn á höft.
Setjum svo að höftin séu svona mkilivæg. Það réttlætir ekki reglur Seðlabankans eða gjörðir.
Ef gengið fellur, þá munu menn kaupa krónur. Það verða ekki aðeins seljendur. Þá fær Verne Holding, Norðurál og fleiri fjárfestar ódýrar krónur svo hægt sé að halda áfram uppbyggingu landsins eftir hrunið.
Nú halda allir að sér höndum því allir bíða eftir að fá undanþágu. Eins og Össur hf, Verne Holding o.fl.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 07:47
Steini: Þegar þú talar um höftin, þá minnir þú mig á ESB andstæðinga.
Höftin þurfa að vera;)) Þurfum við ekki líka að vera fyrir utan ESB til að ráða okkar málum sjálf.
Kaupþing spáir 1% verðbólgu á næsta ári miðað við að höftin verði áfram og þar af leiðandi áframhaldandi brot á EES og fjórfrelsinu.
Hvort viljum við frekar, 1% verðbólgu eða EES og ESB?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 08:53
TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.
"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.
Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.
Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 16:20
4.11.2010:
Seðlabankastjóri: Þörf á nýrri peningamálastefnu
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 16:27
Svo spyr maður sig, hvað eru tímabundin höft?
Þau sem eru í gangi á þriðja ár;)
Eigum við þá ekki að vera sammála um það að Grikkland, Írland og Portúgal eigi að hætta evrusamstarfinu og læra af þessum frábæru höftum sem hafa verið við lýði hér?
Þeir fóru evrópsku leiðina. En svo þroskaðir erum við bara ekki hér.
Hér horfum við á höft og trúnna á það að allt fari til andskotans ef við lokum okkur ekki af;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 16:48
Írar, Grikkir og Portúgalar eru með evru.
Við Íslendingar erum hins vegar með krónu.
Gjaldeyrishöftunum verður aflétt hér smám saman, eftir einungis tvö ár yrði hægt að binda íslensku krónuna við gengi evrunnar með 15% vikmörkum og eftir fjögur ár gætum við tekið hér upp evru.
Gengi íslensku krónunnar var alltof hátt í nokkur ár áður en íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008 og nú er gengi krónunnar mjög lágt.
Tiltölulega ódýrt var að kaupa hér erlendar vörur og utanlandsferðir þegar gengi krónunnar var mjög hátt en nú er dýrt að kaupa hér erlendar vörur og aðföng.
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 17:20
Gengi krónunnar er ekki lágt. Það er enn of hátt skráð. Líklega munum við taka upp evru á genginu 180.
En það er önnur saga.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 17:36
3.9.2010:
"Gengi krónunnar hefur verið mjög lágt á sögulegan og efnahagslegan mælikvarða."
"Fyrir það er ekki að synja að ótímabært afnám gjaldeyrishafta gæti leitt af sér umtalsvert fall á gengi krónunnar," segir Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.
Erfitt að spá um gengið
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 17:56
Frjálst gengi krónu núna er of lágt skráð, sammála því Stefán, en þetta getur ekki talist jafnvægisgengi til langs tíma og því mjög ólíklegt að við tökum evruna upp á 180 krónum. Spurning á hvaða gengi við tökum hana upp, 110-120 væri mín besta ágiskun. ECB leikur sér að því að hífa gengið upp í það og verja það frá utanaðkomandi öflum, en við þurfum að halda skynsamlega utan um hlutina til að halda því gengi innanfrá.
Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2010 kl. 01:17
Steini: Ert þú þá sáttur við reglur Seðlabanka Íslands?
Ert þú sáttur að ég megi ekki vinna á Íslandi en hafa fjölskyldu erlendis? Evrópska fjölskyldu?
Ertu sáttur við það að efnaminni einstaklingar þurfi að skila gjaldeyri til landsins á meðan að auðmenn þurfa þess ekki?
Ertu sáttur við það að erlendir aðilar á Íslandi, þurfi að skila vaxtatekjum af erlendum reikningum sínum til Íslands?
Þú ert búinn að vera að réttlæta þetta með innlegjum þínum hér fyrir ofan.
Velkominn í hópinn með Jóni Val.
Ef þú ert á því að höft, tímabundin eður ei, séu góð fyrir Ísland, þá ertu ekki evrópusinni.
Evrópusinnar leita að lausnum byggðum á sameiginlegri ákvarðanatöku.
Þú ert víst ekki enn kominn svo langt, eins og fleiri stuðningsmenn gjaldeyrishafta og "evrópusinna".
Hvílík mótsögn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 12:21
Þetta snýst nú um meira en bara þessa þætti Stefán. Þó ég sé auðvitað á móti gjaldeyrishöftunum, þá vil ég auðvitað að Seðlabankinn fái það rúm sem hann þarf til að losa okkur úr þeim án þess að við upplifum annað hrun. Fyrirtæki og heimili í landinu mega einfaldlega ekki við meiri launaskerðingu í gengisfelling, enn meiri verðbólgu og að enn fleiri milljónum verði slengt á lánin. Fyrir utan það auðvitað að núna er ríkissjóður orðinn mjög skuldugur í erlendri mynt eins og fyrirtækin og heimilin þessa skuldir gætu tvöfaldast ef ekki er farið varlega í að afnema höftin. Í þeirri stöðu yrði Ísland alveg gjörsamlega gjaldþrota.
Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2010 kl. 13:06
Jón Gunnar: Gjaldeyrishöftin gera það að verkum að það verður hér annað hrun á verði gjaldmiðilsins.
Annað er hagfræðilega ekki hægt.
Hann á eftir að falla en styrkjast aftur þegar þeir sem ekki vilja eiga krónu losa sig við hana og þeir sem vilja hana kaupa hana.
En skoðaðu gjaldmiðla eins og pólska zlotyið, ungverska forintið.
Við getum ekki forðast hagfræðilegar staðreyndir með höftum.
Leiðréttingar munu alltaf eiga sér stað, en menn eins og Davíð Oddsson, fyrrv. Seðlabankastjóri, Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra og nokkrir fyrrv. og núverandi ráðherrar Samfylkingar eru á öðru máli.
Ef þú sér hver er í dag Seðlabankastjóri og aðstoðar Seðlabankastjóri, eru þetta nýjir menn?
Gamlir menn með gamlar lausnir.
Evrópa er lausnin. Evrópa sem byggir á fjórfrelsi eins og kom með EES. En sérðu, þrátt fyrir það að Ísland hafi verið 14 ár í EES, þá voru íslensku lausnirnar höft og bönn.
Íslensk fyrirtæki eru að fara úr landi og aðeins þeir fjárfesta hér á landi sem mega koma með aflandskrónur með leyfi Seðlabankastjóra.
Engir aðrir eru svo miklir vitleysingar að koma með peninga ef þeir vita það að þeir geta fengið 40% aflsátt með því að borga með aflandskrónum.
Hér er gengi krónunnar hjá Sparisjóðnum í Berlín.
En mér finnst alveg frábært að vera að eiga í deilu um það við Evrópusinna hvort að höft séu góð eða ekki.
Auðvitað eru þau andevrópsk ef þau banna samband karls og konu eins og ég benti á hér fyrir ofan. Seðlabankinn bannaði mér að borga reikningana mína í Þýskalandi.
En Evrópusinnar eru samt harðir stuðningsmenn þessara hafta.
Eru það Evrópusinnar út af því að Samfylkingin segir þeim að vera það?
Ég vona að það sé útaf eigin sannfæringu.
Það var stofnað til ESB til að afnema höft, en það virðast margir íslenskir "Evrópusinnar" ekki sjá.
Ég vorkenni þeim því þeir eru ekki mikið betri en andstæðingar ESB á Íslandi þegar kemur að þeir skilji hvað ESB er.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:30
Þetta er greinilega fjölskylduharmleikur!!!

Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 14:01
Steini: Það finnst þér fyndið. Ég vorkenni þér því þetta er mjög svo lélegt af þér ef þér finnst þetta fyndið.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:04
Já þetta er nú kannski að ganga aðeins of langt að væna mann um að vera einhverskonar gervi-ESB sinni, senditík samfylkingarinnar eða enn verra að líkja manni við heimsýnarpakkið.
Ég læt mér bara nægja að undirstrika, eins og ég sagði áðan, að ég er á móti gjaldeyrishöftunum og það hefur enginn hérna talað um að gjaldeyrishöftin séu "góð" eins og þú talar um. Þú virðist helst vera að rökræða við sjálfan þig um hversu vond eða góð þau eru.
Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2010 kl. 14:10
Jón Gunnar: Skoðaðu linkana hans Steina;)
Annars misskilur þú það sem ég er að skrifa.
Samfylkingin er eini Evrópuflokkurinn. Margir stuðningsmenn þessa flokks styðja ESB vegna þess að flokkurinn vill ESB. Án þess að það viti sjálft út á hvað ESB gengur.
Neðar skrifa ég að ég vona að menn séu ESB sinnar vegna eigin sannfæringar.
Þannig að ég er ekkert að væna neinn um neitt. Auðvitað mega menn styðja Samfylkinguna og vera Evrópusinnar.
Ég get bara ekki með nokkru móti séð að Samfylkingin sé Evrópuflokkur þó svo að hann sé með það á dagksránni að ganga í ESB. Hann vill jú líka afnema kvótakerfið. Þetta er bara eitt af stefnumálum flokksins án þess að hann virðist vita í hverju það felst.
Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:19
Hversu háa upphæð í íslenskum krónum máttu færa yfir í þýskan banka í hverjum mánuði, Stefán minn?
Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 14:56
Ég má flytja launin mín út eftir að ég fékk undanþágu með aðstoð þýska sendiráðsins á Íslandi.
Ég má ekki flytja peninga af mínum reikningi yfir á minn reikning í Þýskalandi án þess að fá undanþágu.
Prófaðu að fá undanþágu hjá Seðlabankanum.
Ég má gefa pening samkvæmt reglum Seðlabankans, en ég má ekki sjá mér og mínum fyrir nauðsynjum. Borga leigu, síma, rafmagn, vatn o.þ.h.
Hér eru reglur Seðlabankans.
Hér er úrdráttur úr svari Seðlabankans þegar ég sótti um undanþágu. Ég vil taka fram að ég er ekki að stunda nám eða starfa erlendis heldur starfa hér á Íslandi.
Það kemur fram í frásögn þinni að þú sért búsettur í Berlín. Hins vegar gefur uppfletting í Þjóðskrá þær upplýsingar að þú sért skráður með lögheimili á Íslandi, n.t. að xxxxxxxx x, xxx Kxxxxxxx. Miðað við þær upplýsingar telst þú til innlends aðila í skilningi gjaldeyrisreglnanna, en innlendur aðili getur ekki skipt launum sínum í erlenda mynt og flutt slíkar fjárhæðir úr landinu nema að sýna fram á að hann sé búsettur erlendis vegna náms eða starfs.
Til að sýna fram á að aðili sé búsettur erlendis vegna náms eða starfs skal framvísa staðfestingu á námsvist frá viðkomandi skóla eða staðfestingu frá viðkomandi atvinnuveitanda.
Þeir sem ekki vita það, þá þarf að skrá sig hér á landi til þess að fá vinnu. Skattkort o.þ.h.
En það stendur ekkert um það að það þurfa að slíta samvistum við erlendan aðila.
Fjarsamband er afar erfitt. Ég veit ekki hvort þið hafið staðið í því. Þetta var ekki til að bæta það. Alger óvissa og það þegar ég var nýbyrjaður í mánaðartúr og ekkert á reikningnum mínum í Þýskalandi.
Svo annað, mér hefði aldrei dottið í hug að standa í þessu öllu saman nema vegna þess að Ísland var aðili að EES!! Það verður að hafa í huga.
Ég var ástfanginn og langaði að þéna peninga fyrir okkur svo við gætum haft það gott í framtíðinni. Innan ramma EES!!!
Þess vegna segi ég að afnám fjórfrelsisins með gjaldeyrishöftum er eitthvað sem Evrópusamtökin eiga að berjast gegn.
Í þar síðustu viku sagði fulltrúi Seðlabankans að erlendir borgarar hér á landi þyrftu að skila vaxtatekjum sínum hingað til lands. Þannig að t.d. pólskir verkamenn sem starfa hér en eiga "gamla" reikninga í Póllandi þurfa að skila vaxtatekjum af þeim reikningum hingað til lands. Annað er brot á reglum Seðlabankans og því refsivert athæfi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 15:48
Það hefur löngum verið lítill skilningur á ástinni í Seðlabankanum, Stefán minn.
Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.