15.11.2010 | 20:00
Össur "utanríkis" óstöðvandi í greinarskrifum
Össur "utanríkis" Skarphéðinsson, skrifar hverja innblásna greinina á fætur annarri um ESB-málið, nú síðast í Moggann í dag. Össur skrifar:
,,Íslendingar fengu á dögunum góðan gest í Íslandsvininum Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og sérlegum fulltrúa Frakklandsforseta í málefnum heimskautasvæða. Frakkar hafa áttað sig á þeim tækifærum og ógnum sem fylgja bráðnun íshellunnar á norðursheimskautinu og innan Evrópusambandsins eru þeir meðal forysturíkja um stefnumótun um norðurslóðir. Skilaboð Rocard til okkar Íslendinga voru skýr: Aðild að Evrópusambandinu mun styrkja hagsmuni Íslands á norðurslóðum. Ísland getur í krafti landfræðilegrar legu, reynslu og sérþekkingar orðið leiðandi innan ESB í norðurslóðamálum.
Norðurslóðir eru kjarnamál
Ísland er eina ríkið í heiminum sem í heild sinni er staðsett á norðurslóðum. Þess vegna mun þróunin þar á næstu árum og áratugum hafa bein áhrif á afkomu okkar Íslendinga. Það er einungis spurning um tíma hvenær sumarsiglingar hefjast yfir norðurpólinn en þær stytta vegalengdina milli heimsálfa um þúsundir mílna. Bráðnun íssins mun líka leiða til sóknar í að nýta náttúruauðlindir á norðurslóðum, hvort sem horft er til olíu, gass eða sjávarauðlinda. Þessar auðlindir munu verða nýttar spurningin er einungis af hverjum og með hvaða hætti. Norðurslóðir eru því hagsmunamál fyrir mörg ríki. Fyrir fáar þjóðir geta þær þó haft jafnmikla þýðingu og fyrir okkur Íslendinga. Verði til að mynda olíuslys á norðurslóðum ógnar það okkur, ekki síst í ljósi fimbulkulda norðursins sem veldur miklu hægara niðurbroti olíu en annars staðar. Íslendingar þurfa líka sterka stöðu til að geta spornað gegn mögulegri rányrkju sjávarauðlinda á norðurslóðum. Ekki má heldur gleyma að spili Íslendingar rétt úr sínum kortum getur þjónusta við norðurslóðasiglingar og sanngjörn hlutdeild í sjálfbærri nýtingu auðlinda haft jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi og skapað fjölda starfa til framtíðar."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já, getið þið ekki stöðvað manninn? Hann hefur þegar í þessum skrifum sínum á tveimur vikum skrökvað meira en ársskammti meðal-pólitíkuss!
Og takk fyrir að fá tækifæri til að rökstyðja gagnrýni mína á skrif hans hér í kvöld. Það er sannarlega tími til kominn. Ég vona bara að þið leggið ekki þessa greinarsíðu niður, þegar að ykkur verður þrengt með rökum, eins og þið gerðuð hér við aðra síðu í gær.
Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 20:44
@JVJ: Þetta er síða fyrir rökræður, en t.d. ekki órökstuddar dylgjur um lygar eins og þú kemur hér með. Er þetta sæmandi manni sem er í framboði til stjórnlagaþings?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.11.2010 kl. 21:42
Össur er fantaflottur.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 22:36
Jón Valur, Þó ert ófær um að rökræða yfir mjólkurfernu á morgnanna. Það sést langar leiðir hérna yfir internetið.
Jón Frímann Jónsson, 16.11.2010 kl. 01:24
Ég reyndist svo vera upptekinn við annað betra í kvöld, piltar.
Evrópusamtök, það er vel hægt að rökstyðja það, að Össur hafi skrökvað. Hann skrökvaði því við hliðina á Stefani Füle, að hægt væri að fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni. Stefan leiðrétti það. Margir aðrir fulltrúar ESB, m.a. Emma Bonino og Olli Rehn, hafa ítrekað ósveigjanlega stefnu ESB í þessu meginmáli: að bandalagið tekst á hendur æðstu stjórn sjávarútvegsmála ríkisins við inngöngu í þetta ofurbandalag.
"Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni," skrifaði Össur kokhraustur í Fréttablaðinu 13. þ.m. Er þá fiskveiðiauðlindin ekki auðlind í hans augum? Vitaskuld eru fiskistofnarnir ein okkar mesta auðlind. Þykist Össur geta sannað það, að hjá Íslendingum, einum þjóða, ef við færum þarna inn, myndi forræðið yfir sjávarútvegsmálum EKKI færast yfir til Brussel? ENGA sönnun hefur hann fyrir því, og hvað gerðist í þingmannanefnd ESB og Alþingis fyrir um 5 vikum? Þar var tillaga í drögum að markmiðslýsingu með ákvæði um landfræðilega sérstöðu Íslands. HENNI VAR FLEYGT ÚT ÚR DRÖGUNUM, var óásættanleg fyrir ESB! Í staðinn komu orð á þá lund, að gæta skyldi hagsmuna sjómanna og neytenda í ESB og á Íslandi í þessum samningum! Já, sjómanna í ESB! Þar eru margir tugir þúsunda þeirra atvinnulausir, og þeir skilja áreiðanlega þessi orð, en Össur lætur sem hann skilji þau ekki og skrifar um það í þessari Fréttablaðsgrein, að "á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum." – Kokhreysti á ný, en þó bætir hann við: "Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir." – Já, ætli það ekki!
Össur kýs að setja hlutina m.a. þannig fram, að "vitaskuld [sé það] ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl."
Hér er um að ræða billega framsetningu, sem kallast í rökfræðinni "vankunnátta í mótmælum" . Er um hana fjallað í kaflanum Rökskekkjur í bók dr. Ág. H. Bjarnasonar: Rökfræði, 2. útg., Rv. 1925, s. 119-20: "Vankunnátta í mótmælum" (ignoratio elenchi) er það nefnt, þá er menn annaðhvort með útúrsnúningi leitast við að hrekja það, sem aldrei var haldið fram, eða að sanna það, sem aldrei var borið á móti, en hvorugt er talið heiðvirðra manna háttur."
En þó að ESB sé ekki öskrandi óargadýr (Maria Daminake hrópar reyndar að okkur vegna makríl-veiðanna sem hún vill ekki leyfa okkur – eins og hún ráði nokkru hér; en um 104.000 tonnum vill hún að við veiðum minna af honum en við gerðum í sumar!!!), þá er ekki þar með sagt, að Spánverjar, Bretar og sennilega fleiri ágirnist ekki Íslandsmið eða ætli sér ekki að komast inn á þau í stórum stíl. Vitaskuld er það ekki tilgangur ESB að koma okkur á vonarvöl – þar reyndi Össur að "sanna of mikið" – en tillitssemin við fáa og smáa verður sannarlega lítil í samanburði við þá stóru og máttugu, svo mikið er víst, og ótrúleg makríl-yfirgangsstefna ESB gagnvart okkur sýnir það einna bezt (sem og afstaða þess í Icesave-málinu, einkum framan af, haustið 2008) – jafnvel þótt Ísland teljist umsóknarríki er nánast verið að tala við okkur eins og alger peð eða skítseiði.
Aftur að skröki. Össur skrifaði grein þar sem hann hélt því fram, að fjárfestingar hér myndu stóraukast, ef við gengjum í ESB, og nefndi einhver lönd því til sönnunar (nenni ekki að fletta því upp, e.t.v. voru þetta Írland, Lettland o.fl. þar eystra). En ESB-lönd hafa haft víðtæka heimild til að fjárfesta hér vegna EES-samningsins, en hafa bara ekki gert það! Í hinum löndunum var ekki um að ræða þjóðir sem verið hefðu á Evrópska efnahagssvæðinu, þannig að þar var um ósambærileg dæmi að ræða og röksemdafærsla Össurar þannig hrunin og verður að teljast skrökvísindi.
Reyndar var einn flötur sérstaklega á því, að hann gæti hafa haft rétt fyrir sér: þ.e. ef hann átti við og vonaðist eftir ESB-fjárfestingu í SJÁVARÚTVEGI hér. En talaði hann fullum fetum, opinskátt um það? Nei, aldeilis ekki, enda viðkvæmt mál fyrir hann! –– en var það kannski einmitt þetta, sem var í huga hans?! – Ef ekki, var hann að skrökva!
Svo er ekki úr vegi að enda þetta með beinu framhaldi frá dr. Ágústi hér ofar, enda eigið þið greinilega margt ólært í rökfræði og þá ekki síður fastagestir ykkar hér, JFrJ og StBr. Gefum Ágústi orðið:
"Þessi vankunnátta í mótmælum lýsir sér og í því, að menn fara oft út í aðra sálma, í stað þess að sanna mál sitt með beinum rökum, og getur það þá aðallega verið með þrennu eða jafnvel fernu móti. [...] Loks er síðasta og ófegursta vopnið það, sem beitt er, þegar menn eru komnir í rökþrot, og það er, að ráðast á sjálfan mótstöðumanninn og persónu hans, níða hann og lasta. Eru þetta því nefnd persónurök (argumentum ad hominem), ef rök skyldi kalla. En allar þessar tegundir "raka" þykja bera vott um fremur veikan málstað eða þá vankunnáttu eða vanmátt þess, er slíkum rökum beitir ..."
Nú hafa Jón Frímann og Steini Briem einmitt tíðkað hér ærumeiðandi ummæli á síðum ykkar og keyrt út yfir allan þjófabálk síðustu dægrin eða öllu heldur næturnar, m.a kallaði Steini mig öllum að óvörum "fasistabullu" og JFrJ nefndi mig "fábjána" og ennþá ljótari orðum samansaumuðum, þannig að réttmæt kvörtun mín í 1. innleggi hér yfir skröki "hæstvirts" utanríkisráðherra er eins og barnaleikur hjá því. Hef ég beint spurningum til Evrópusamtakanna vegna þessa, en þau engu svarað mér, ekki einu orði. Hins vegar tóku þau heila vefsíðu niður, þegar ég o.fl. höfðum með rökum og upplýsingu kveðið þessa illyrtu menn í kútinn. En þau svör okkar máttu víst ekki standa, þá loksins varð að beita ritskoðun fremur en að taka út níð þessara tveggja ólátabelgja!
Góða nótt, og sofið rótt.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 03:15
Jón Valur, Það er alltaf magnað að sjá þig kvarta yfir ritskoðun. Sérstaklega í ljósi þess að þú ert sá maður sem ritskoðar hvað mest á blog.is.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum (U.N) um auðlyndir þá eru þær alltaf í höndum aðildarríkja ESB. Þar sem ESB er ekki ríki þá hefur það ekkert með auðlyndir ríkjanna að gera. Hinsvegar hefur ESB umhverfisstefnu sem aðildarríkjum ESB er skylt að fylgja.
Sjávarútvegsstefna ESB byggir á því þeirri staðreynd að innan aðildarríkjanna eru sameiginlegir fiskistofnar. Hvað varðar Ísland (og þetta hefur verið útskýrt nokkrum sinnum áður) þá eru íslendingar með fáa sameiginlega fiskistofna með öðrum aðildarríkjum ESB. Það er því augljóst að íslendingar þurfa sérlausn varðandi fiskveiðistefnu ESB og fiskveiðar almennt þegar það kemur að aðildarsamningum Íslands og ESB.
Tal andstæðinga ESB á Íslandi um annað er því ekkert annað en tómar reyksprengjur og bullið sem því fylgir.
Jón Frímann Jónsson, 16.11.2010 kl. 07:34
Auðlindir, ekki auðlyndir. Og sannarlega er hinn mannorðsmeiðandi Jón Frímann enginn hlutlaus aðili gagnvart mér, hvað þá sérskipaður ritskoðunar-eftirlitsmaður hér á netinu. Ég geri sára-sáralítið í því að ritskoða innlegg hjá mér (t.d. langt síðan það kom fyrir) og þá einungis í samræmi við auglýsta og sanngjarna skilmála innleggja. Herská og óþvegin innlegg sumra gegn kristinni trú eiga þar t.d. ekki heima, eins og JFrJ á að kannast við, þótt hann þekki þetta að öðru leyti ekki til að dæma um það.
En takið eftir þessu: Allt í einu eru þeir hættir að tala í þessu fiskveiða-samhengi um ESB-"regluna" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika, nú skal látið eins og þetta snúist t.d. um, hvort ESB sé ríki að skilningi Sameinuðu þjóðanna. En fyrrnefnd "regla" er háð geðþótta ráðherraráðsins, og þar verða Bretland, Þýzkaland, Frakkland og Spánn með 53,64% atkvæðavægi frá 2014 (en nú 33,06%), og getur þá stytzt í, að "reglunni" verði skóflað út eftir behag (eins og raunar hefur þegar verið lagt til), en naumast fyrr en reynt hefur verið til þrautar að fá BÆÐI Ísland og Noreg inn í bandalagið, því að til þess eru refirnir skornir að fá sem mest út úr þessu.
En þar að auki gætu evrópskar útgerðir (eftir ESB-innlimun landsins) einfaldlega keypt sig inn í íslenzkar og keypt hér kvóta, ef við gerum ekkert til að breyta því kerfi. Þar að auki hefði ESB allt æðsta stjórnunarvald yfir þessum málaflokki, allt niður í möskvastærð, stýringu veiða á mismunandi tegundum, friðunarhólf o.s.frv.
Já, ESB ætlar ekki bara að banna mönnum hvalveiðar, selveiðar og hákarlaveiðar í reynd, heldur gína voldugustu þjóðir þar yfir fiskistofnum beztu fiskveiðilögsögu álfunnar innan takmarkaðs árafjölda, ef ófarsælir stjórnmálamenn fórna sjálfstæði lands og þjóðar á altari skammsýnnar og heimskulegrar hugmyndafræði.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 11:10
Þú tönnlast alltaf á þessu með að ekki sé hægt að fá varanlega undanþágu, jafnvel þó þú sért nógu vel að þér um evrópumál til að vita að Íslendingar muni sækjast eftir sérlausnum, sem eru alltaf varanlegar og sem allar þjóðir hafa fengið við aðild.
Undanþágur = Tímabundnar
Sérlausnir = Varanlegar
Það er því alltaf hægt að gera eins og þú, snúa eitthvað út úr og vitna í menn eins og Olla Rehn um að ekki sé hægt að fá varanlegar undanþágur, auðvitað er það rétt, en auðvitað er hægt að fá varanlegar sérlausnir og Olli Rehn veit það manna best, þar sem hann er frá Finnlandi og þeir sóttu um eitthvað fáránlegt magn af sérlausnum, yfir 100 held ég. Þeir fengu meðal annars sérlausnir í landbúnaði sem er sá málaflokkur þar sem raunverulegir hagsmunir ESB ríkjanna liggja enda fer helmingur fjárlaga ESB í landbúnaðarmál. Það ætti því að vera erfiðara við að eiga að fá sérlausn í landbúnaðarmálum en sjávarútvegsmálum, margar ESB þjóðir hafa ekki einu sinni landamæri að hafinu og er alveg nákvæmlega sama hvort íslendingar sæki sér 100 sérlausnir.
Þetta veltur allt á hversu vel samninganefndin stendur sig. Ekki það að þú eða aðrir heimsýnarmenn munið skipta um skoðun jafnvel þó við fengjum allar sérlausnir sem þið viljið, sem segir manni bara það að þið eruð ekki á móti ESB vegna málefnana heldur vegna þess að þið hatist við ESB út af hvaða ástæðu sem að því baki liggi.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 12:19
Með því að hafa ALLT ÆÐSTA LÖGGJAFAR- OG REGLUGERÐAVALD Í HÖNDUM ESB er engin leið til að tryggja varanlegt ákvörðunarvald Íslands yfir sjávarauðlindum sínum né jafnvel öðrum auðlindum. Íslendingar eiga ekki að leggja fjöregg sín í hendur stórveldabandalags, og embættismenn okkar hafa EKKERT UMBOÐ ÞJÓÐARINNAR TIL ÞESS. Hins vegar fitna þeir vel á góðum launum við þetta og fá að gista á fínustu hótelum á okkar kostnað. Menn eru farnir að hafa á orði, að þar sem þrautreynt er, að engar horfur eru á sér-fiskveiðistjórnunarsvæði fyrir Ísland, sé lítið vit í áframhaldi aðlögunar og (síðan, á næsta ári!) samningaviðræða – nema þá hezt fyrir þennan hálaunaða atvinnuhóp, sem hefur hag af áframhaldandi málþófi.
Það ætti nú að vera leikur einn, ef ESB er jafn-vingjarnlegt og frábært og þið viljið meina (þrátt fyrir hörmulega makrílreynsluna!), að fá úr því skorið á næstu tveimur mánuðum, hvort nokkur varanleg sérlausn fengist. En þið kallið víst ekki eftir því, ef ég þekki ykkur rétt ... Miklu fremur verða víst ýmsir til að kalla eftir feitum "kynningarstyrkjum" frá ESB öll næstu 1–3 ár.
Talandi um hagsmunatengsl ...
PS. Og hvernig var með sérlausnir Möltu, eru þær ekki á útleið?!
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 14:23
Það hefur akkúrat ENGA þýðingu að þvarga hér við Jón Val og hans skoðanabræður og þá gildir einu um hvaða mál er að ræða.
MARGBÚIÐ að benda hér á STAÐREYNDIR í þessum efnum.
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:38
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:45
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:46
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:48
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:54
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
Þorsteinn Briem, 16.11.2010 kl. 14:59
Alltaf gaman að sjá Steina Briem setja ofan í ESB andstæðinga.
Alveg stórglæsileg upptalning.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 18:28
Hér er um að ræða billega framsetningu, sem kallast í rökfræðinni "vankunnátta í mótmælum" . Er um hana fjallað í kaflanum Rökskekkjur í bók dr. Ág. H. Bjarnasonar: Rökfræði, 2. útg., Rv. 1925, s. 119-20: "Vankunnátta í mótmælum" (ignoratio elenchi) er það nefnt, þá er menn annaðhvort með útúrsnúningi leitast við að hrekja það, sem aldrei var haldið fram, eða að sanna það, sem aldrei var borið á móti, en hvorugt er talið heiðvirðra manna háttur.
Jón Valur
á þessum þræði hér segir þú eftirfarandi:
"Hættu að vera billegur í málflutningi, Guðjón, það sjá allir í gegnum það hvaða tilgangi þetta á að þjóna hjá þér, og sá tilgangur snýst ekki um að halda fiskveiðiheimildunum innan okkar lögsögu/landamæra."
Ertu ekki að gera mér upp skoðun og/eða tilgang þarna? Og ekki nóg með það.
Þú telur þig vita hvað allir sjái gegn um.
Hvernig horfir þetta við bókinni góðu um rökræðu?
Er hugsanlega um að ræða "vankunnáttu í mótmælum"?
Guðjón Eiríksson, 16.11.2010 kl. 20:33
Orðið 'allir' er mjög oft í daglegu tali notað í merkingunni 'flestir', Guðjón. Augljóslega var það svo í þessu tilviki hjá mér.
Hlálegt er af Steina Briem að láta eins og ESB sé jafnmikið sama um alla fiskveiðiauðlind Íslendinga eins og um kaup á sumarhúsum í Danmörku!!! Íslandsmið voru afar mikilvæg fyrir Breta á öldum áður og hjálpuðu þeim að þjálfast til að verða helzta sjóveldi heims. Heilu flotunum af fiskiskipum var stefnt hingað, líka frá Spáni og Frakklandi, svo aftur frá Bretlandi og Þýzkalandi á togaraöld, og ríkisstjórn hennar hátignar í Lundúnum lét sig ekki muna um að senda brimdreka sína, mörg herskip, hingað til að passa upp á brezka hagsmuni bæði fyrir heilu útgerðarborgirnar og allt þjóðfélagið.
Svo lætur Briemarinn eins og þetta jafnist á við einhver afþreyingarhús á Jótlandi og Möltu!!!
Glópabjartsýni er þetta, strákar, látið af henni, áður en hún verður þjóðinni skeinuhætt og þið þurfið að eyða ellinni í að skammast ykkar fyrir að hafa tekið þátt í að svíkja land og þjóð undir erlenda fjarstýringu.
Sannarlega hefði JÓN SIGURÐSSON forseti barizt með oddi og egg gegn ykkar eindregna vilja til að afsala landinu löggjafarvaldi til gamalla nýlenduvelda á meginlandinu.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 21:06
Jón Valur
Þú gerðir mér þarna upp skoðun/tilgang í svari þínu sem ég hafði hvergi haldið fram.
Ég spyr enn og aftur.
Hvernig kemur það heim og saman við bókina góðu?
Sumum skoðunum deili ég með Jóni Frímanni og Steina Briem og öðrum ekki. Þannig er það nú bara.
Guðjón Eiríksson, 16.11.2010 kl. 21:19
1. Ef Jón Sigurðsson væri á lífi núna þá væri hann Evrópusinni, það er alveg klárt mál.
2. Þið ESB andstæðingar málið einhverja mynd af Jóni Sigurðssyni sem aldrei var því það hentar ykkar málstað. Eitthvað á þá leið að Jón Sigurðsson hafi verið einhverskonar baráttumaður fyrir sjálfstæði frá nýlendukúgurunum dönum og svo framvegis. Ég veit ekki betur en það hafi aldrei verið hluti af stefnu Jóns Sigurðssonar að Ísland ætti að verða sjálfstæð þjóð og dönum var nákvæmlega sama hvort við ákváðum að vera sjálfstæð eða ekki, alveg eins og þeim er nákvæmlega sama um hvort Grænlendingar eða Færeyingar ákveða að verða sjálfstæðir eða ekki. Það kom skemmtilegur sagnfræðingur í Silfur Egils fyrir um einu ári síðan og rakti hvernig þessi sögufölsun hefði tekið við af því hvað raunverulega gerðist.
3. ESB sinnar hafna Heimsýnarplottinu um að draga lífskilyrði íslendinga við það sem gerist á Grænlandi svo við getum aftur gengist í Danaríki en það er til leynilegt skjal hjá Heimsýnarmönnum um þetta plott þeir(og hvað, megum við ekki bulla út í loftið um plott og ráðabrugg eins og þið ESB andstæðingar).
4. Vá, ég var farinn að halda þarna stundarkorn að íslendingar hefðu í raun verið bakbeinið í Breska Heimsveldinu, aldrei hefðu þeir getað lagt undir sig Indland nema með hjálp okkar fiskistofna. Þetta er nýtt þjóðernisraus, ég hef minnsta kosti ekki heyrt þetta enn. Meira hefur farið fyrir því hjá þjóðernissinnum hér á landi að Bretar hefðu ekki getað unnið stríðið nema með okkar hjálp, við misstum jafnmarga menn miðað við höfðatölu og Bretar í siglingum með fisk til þeirra.
Ég hef aldrei skilið svona fíflagang um að mikla fyrir sjálfum sér mikilvægi eigin þjóðar, þetta lítur svo kjánalega eitthvað út. Oft hef ég séð á bloggi þínu Jón Valur hvernig þú lýsir því að ESB slefi alveg hreint þeim langar svo mikið að fá Ísland í ESB.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 22:10
Jón Gunnar Bjarkan, farðu inn á Jóns Sigurðssonar-tengilinn minn, lestu þar greinarnar, einkum frá og með 6. grein að ofan, þá sérðu hvílík öfugmæli þú skildir eftir þig hér í 1. atriði þínu kl. 22:10.
2. Þú átt sennilega við Guðmund Hálfdanarson prófessor, óskavin Rúv og ESB-málsvara. Ég vorkenni þeim manni, hann er sífelldur predikari afstæðishyggju um fullveldi ríkja. – Jón Sigurðsson hafnaði ekki konunginum, það er rétt, en var lýðræðis- og þjóðræðissinni; þingræðissinni var hann eindreginn og vildi löggjafarvald okkar sjálfra sem mest, það sérðu ótvírætt í greinum í J.S.-efnismöppu minni.
3. Ég eyði ekki tíma í rugl.
4. Það hefur sitthvað farið fram hjá þér á stuttri ævi, Jón Gunnar, eða ekki náð til þín. Dr. Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor, sem fekk einmitt doktorsgráðu sína fyrir rit sitt Enska öldin í sögu Íslendinga [þ.e. 14. öldin], ítrekaði það við okkur nemendur sína, hve mikilvæg sæfarareynsla Englendinga í siglingum hingað til lands hefði verið fyrir brezka flotann. Þetta er engin þjóðremba, ekki vorum við á ensku skipunum! (jú, að vísu slatti af íslenzkum strákum sem voru keyptir og sumum rænt til Englands).
Og farðu nú að lesa röksemdirnar í innleggjum mínum hér, t.d. frá í morgun. Þetta gengur ekki, að þú týnir þér í eigin spuna.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.