Leita í fréttum mbl.is

Rompuy um ólguna á Evrusvæðinu

Herman Van RompuyÁ RÚV má lesa þetta hér: ,,Herman van Rompuy, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, óttast að framtíð sambandsins sé stefnt í hættu fari evrusamstarfið út um þúfur. Efnahagserfiðleikar á Írlandi, í Portúgal og víðar valda ólgu á evrusvæðinu.

Van Rompuy lét þessi orð falla í ræðu í Brussel í dag, áður en fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman til fundar til að ræða aðsteðjandi efnahagsvanda nokkurra ríkja. Forsetinn bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt yrði að ráða bót á vandanum, en til þess að það tækist þyrftu allir að leggjast á árarnar."

Í ræðu Van Rompuy kom fram að áætlaður hagvöxtur fyrir ESB-ríkin er áætlaður um 1.8%, á þessu ári, sem er um helmingi meira en spáð var fyrir hálfu ári síðar. 

Rétt eins og hér heima er það skuldavandinn sem er til vandræða.

Frétt RÚV   Ræða Van Rompuy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ef hamfarir íslendinga í þessari kreppu væru betur þekktar í Evrópu þá myndu allir steinþagna um þessi evrumál í Brussel. Krónan er að gera okkur gjaldþrota aftur. Mörg hundruð prósenta aukning á atvinnuleysi, margra tuga prósenta lækkun launa í gegnum gengisfellingu, tugum milljóna slengt á lán íslenskra fjölskyldna, skuldir nánast heillar þjóðarframleiðslu skellt á ríkið, ríkið stendur eftir með einn stærsta fjárlagahallann í Evrópu, miklu hærri verðbólgu og 5falt hærri stýrivexti en á evrusvæðinu.

Grikkland, verst stadda evruríkið hefur aukið lítíllega við sig atvinnuleysi(samt meira núna í grikklandi en á íslandi þar sem atvinnuleysi var 7% þegar kreppan skall á, er núna 10,1% samkvæmt tölum eurostat í mars). Grikkir eru að endurfjármagna skuldir sínar en ekki að slengja nánast heilli þjóðarframleiðslu af skuldum á ríkið. Enginn launalækkun í Grikklandi sem ég hef heyrt af. 

"Sveigjanleiki" krónunnar hefur í þessari kreppu kostað hina meðal fjölskyldu margar milljónir í lægri launum með gengisfellingu og svo hærra neysluverð vegna verðbólgu, auknum skuldum á ríkið og stórauknum höfuðstól lána. Ekkert af þessu á við Grikki. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB blindan og RUGLIÐ í þessum Jóni Gunnari Bjarkan er engu líkt.

Í dag árið 2010 er Ísland þrátt fyrir heimskreppuna og þrátt fyrir íslenska bankahrunið, þetta sjálfstæða og fullvalda ríki mun betur statt í öllu tilliti helur en flest ef ekki öll lönd Evru eða- ESB ríkisins.

Sama hvaða alþjóðlega mælikvarða við notum.

Aðeins Norðurlandaþjóðirnar standa okkur aðeins fremri á nokkrum sviðum og það er ekki ESB að þakka eða kenna.

ESB- Elítu-apparatið með sín Æðstu Ráð, berst nú fyrir skipulagslegu og pólitísku lífi sínu á hæl og hnakka svipað og þegar þetta mesta misfóstur rmannkynnssögunnar USSR apparatið fór í þrot !

Gunnlaugur I., 16.11.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Ísland stendur afskaplega illa. Enda eru alþjóðaviðskipti í hlekkjum gjaldeyrishafta íslenska ríkisins og fjármagn er takmarkað til og frá Íslandi á þeim grundvelli.

Ísland stendur langtum verra en aðildarríki ESB og þau ríki sem eru á evrusvæðinu. Havð spádóma evrunnar varðar, þá hefur maður heyrt það fyrr á þessu ári og þessir spádómar ná alveg til ársins 2008 ef útí það er farið. Enda er þetta ekkert nema hræðsluáróður og sem slíkur ómarktækur.

Það er hinsvegar merkilegt með þig Gunnlaugur I, að þú virðist ekki þora til Íslands og kýst frekar að búa í ESB landinu Spáni. Þess sama ESB sem þú bölvar hérna í gríð og erg í hvert skipti sem þú sest fyrir framan tölvuna og ferð að tjá þig.

Ég hef persónulega kosið að flytja mig til Danmerkur og ætla að búa innan lögsögu ESB sáttur við lífið og tilveruna. Laus við hið íslenska tollarugl og verðlag.

Jón Frímann Jónsson, 16.11.2010 kl. 23:48

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nei Gunnlaugur, þú ert ennþá fastur á árinu 2006 þegar evran kostaði 80 krónur, svo íslendingar héldu að þeir væru alveg ofboðslega ríkir. Staðreyndin er sú að við höfum mjög svipaða þjóðarframleiðslu og flestar Vestur Evrópuþjóðir enn þó í hærri kantinum en á móti kemur að við erum ásamt Ítalíu með minnstu framleiðni í Vestur Evrópu, meira segja Spánverjar hafa meiri framleiðni. Sjá lista hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_%28PPP%29_per_hour_worked

Svo eru þjóðarskuldir Íslendinga geysilega miklar og fjárlagahalli sömuleiðis og göngum sömu þrautargöngu og Írland, Grikkland, Portúgal og Ítalía í þeim málum. Atvinnuleysi á Íslandi er svo mjög svipað og í Norður Evrópu. Svo má nefna að í hverju einasta smáríki sem hefur evruna, nema slóvakíu er minna atvinnuleysi en á Íslandi. Malta, Kýpur, Lúxembourg og Slóvenía státa öll af minna atvinnuleysi en Ísland. Við erum með sama atvinnuleysi og Þýskaland og Danmörk en þó töluvert minna atvinnuleysi en Írland. Niðurskurðurinn okkar á þessu risa fjárlagagati er þó að hefjast núna svo það gæti því miður þýtt nokkuð mikið um uppsagnir.

Eiginlega er það farið að þykja þrautinni þyngri fyrir Heimsýnarmenn að bera okkur saman við Vestur Evrópuþjóðir og því eru þeir farnir núna að líta til Grikklands, Eystrasaltsins og Póllands til að bera okkur saman við og koma út í plús.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband