Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson: Megum ekki hræðast upplýsingar

Þorsteinn PálssonÁ MBL.is má lesa: ,,Þorsteinn Pálsson segir að menn eigi ekki að hræðast upplýsingar um Evrópumál. Ný þekking geti aldrei verið nema jákvæð. Hann benti á að Ögmundur Jónasson hefði á sínum tíma þegið boð um að fara til Danmerkur til að kynna sér forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu.

„Ögmundur Jónasson hefur varað einna mest við því, og tekið stórt upp í sig, þegar verið er að bjóða mönnum í ferðir til útlanda til að fá upplýsingar. Hann hefur talið það vera þjóðhættulegt,“ sagði Þorsteinn á fundi sjálfstæðismanna um Evrópumál." Öll frétt MBL 

Framkvæmdastjóri Nei-samtakanna ræðst að Þorsteini á bloggi sínu og segir að ef menn nenni að kynna sér ESB, þá geti þeir bara gert það á netinu!

Þetta eru í hæsta máta skringileg rök, í fyrsta lagi hafa ekki allir internetið og í öðru lagi vill fólk kynna sér með skynsamlegum hætti hvað ESB virkilega er. T.d. með því að lesa kynningarefni í ró og næði, eða hlusta á almenna umræðu. 

Útgáfa NEI-sinna af ESB er einföld (kannski eins og heimsmynd þeirra og heimssýn): ESB eitthvað hræðilega vont sem ætlar a INNLIMA Ísland, hirða allt sem við eigum og gott betur en það! 

Svo geta þeir aldrei nefnt nein dæmi um þetta sér til stuðnings! Kostulegt! 

Nei-sinnar eru svo skelfilega rökþrota og ráðvilltir eftir að tilraunir til þess að stöðva ferlið runnu út í sandinn.

Nei-sinnar geta bara ekki sætt sig við að samningaferlið sé í raun hafið - þeir eru argir og fúlir.

Nei-sinnar eru fólkið sem vill viðhalda óbreyttu ástandi, höftum og gjaldmiðli í kreppu, svo eitthvað sé nefnt.

Enda hefur þetta fólk engar lausnir fram að færa - og það vill ekki að fólk kynni sér Evrópusambandið - það vill halda fólki í myrkrinu, rétt eins og á Miðöldum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Talandi um að vera argur og fúll... :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 12:53

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, Miðað við síðustu bloggfærslur frá þér þá er augljóst að þú ert mjög fúll maður og skrif þín bera þess augljós merki.

Jón Frímann Jónsson, 17.11.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, Það er nú bara með ykkur Uber-hægri mennina að þið hatið einfaldlega heiminn vegna þess að hann passar ekki við ykkar sjúku hugmyndafræði.

Þaðan sem ég kem er þetta kallaður aumingjaskapur.

Jón Frímann Jónsson, 18.11.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband