6.12.2010 | 17:27
Andrés Pétursson: Írsk Þórðargleði í MBL
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og stjórnarmaður í Sterkara Ísland, ritar góða grein í Morgunblaðið í dag, undir fyrirsögninni "Írsk Þórðargleði."
Í henni fjallar hann um málefni Írlands. Við birtum hér greinina í heild sinni:
ÍRSK ÞÓRÐARGLEÐI
Mikil Þórðargleði hefur gripið um sig í herbúðum Nei-sinna á Íslandi vegna efnahagsörðugleikanna á Írlandi að undanförnu. Telja þeir að dagar evrunnar séu taldir og þar með sé botninn hruninn úr aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er mikill misskilningur enda sýnir atburðarásin bæði á Írlandi og Grikklandi að Evrópusambandið kemur aðildarlöndum sínum til bjargar. ESB skilur þau ekki eftir hjálparlaus í því mikla umróti efnahagsörðugleika sem skekur lönd heimsins í dag. Það er hins vegar mikill útúrsnúningur að kenna evrunni um allt það sem aflaga hefur farið á Írlandi og Grikklandi. Á sama hátt mætti halda því fram að miklir efnahagsörðugleikar Kaliforníuríkis væru bandaríkjadollar að kenna.
Á margan hátt má líkja efnahagsörðugleikunum við ólgusjó. Það gefur hressilega á bátinn og það þarf öfluga innviði til að standast stærstu öldurnar. Þá þurfa menn að spyrja sig; er betra að hrekjast um á opnu hafi á lítilli skektu í formi íslensku krónunnar eða á stóru og öflugu úthafsveiðiskipi í formi evrunnar? Í mínum huga er stærra skipið betri kostur. Bæði finnur maður síður fyrir öldunum og þar að auki eru fleiri um borð sem geta lagt hönd á plóg.
Enginn Evrópusinni hefur hins vegar haldið því fram að evran sé einhver töfralausn á öllum okkar vandamálum. Upptaka evru tekur ekki frá okkur þá ábyrgð að eyða ekki um efni fram eins og því miður mörg lönd, þar á meðal Írland, Grikkland og Ísland, hafa gert. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem menn hafa spáð illa fyrir evrunni. Bandarískir hagfræðingar eins og Krugman og Stieglitz hafa spá illa fyrir evrunni í meira en áratug. Forseti Íslands hefur nýtt flest tækifæri sem gefast til að gera lítið úr evrunni svo ekki sé minnst á kostulegar yfirlýsingar núverandi ritstjóra Morgunblaðsins um evruna undanfarin tólf ár. Þetta minnir óneitanlega á hin frægu orð Marks Twains að sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar.
Staðreyndin er hins vegar sú að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu snýst um miklu meira en bara evruna. Það snýst um hvar við Íslendingar viljum staðsetja okkur geopólitískt í framtíðinni, hvar við teljum hagsmunum okkar best borgið og hvort við viljum hafa áhrif á þá löggjöf sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn meðal annars á sviði umhverfismála, neytendamála og verslunar og viðskipta. Það er stóra málið en ekki bara tímabundnir efnahagsörðugleikar í alþjóðasamfélaginu.
Höfundur er fjármálastjóri.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Yrði "írskar Þórðargleði" ekki vart meðal Íra frekar en íslenskra ESB-andstæðinga?
Annars ber greinin vott um ansi sérkennilegt sjónarhorn á ESB-umræðuna. Andrés nálgast hana eins og við aðildarandstæðingar séum mótfallnir aðild Íslands að ESB (og jafnvel ESB sjálfu) án sérstakrar ástæðu, tínum svo til rök sem henta fyrirframgefinni niðurstöðu og fögnum þegar við verðum svo heppin að ófarir annarra staðfesti þau.
Kannski virkar hausinn á Andrési með slíkum hætti.
Dettur honum ekki í hug að fólk kunni að vera mótfallið aðild að ESB einmitt vegna þess að það hafi komið auga á ýmsa þá "hönnunargalla" á samstarfinu sem þróun mála síðustu mánuði hefur afhjúpað betur?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:55
Hans Haraldsson, Írar eru að fara í gegnum miklu vægari kreppu en íslendingar einmitt úf af þessum "hönnunargöllum".
Írska kreppan er alveg nákvæmlega eins og íslenska kreppan, samdráttur á þjóðarframleiðslu, stóraukið atvinnuleysi, fjárlagahalli, stórauknar þjóðarskuldir, stjórnmálakreppa og landflótti.
Það sem írar eru blessunarlega lausir við úr okkar kreppu vegna "hönnunargalla" Evrunnar er 50% launaskerðing í gegnum gengisfall og margra milljóna króna aukning á höfuðstól á hina venjulegu fjölskyldu í landinu, gjaldeyrishöft og algjöran flótta á alþjóðlegu fjármagni.
Með öðrum orðum, evruríkin sem eru í kreppu núna munu þurfa að fara í gegnum svipaðan niðurskurð og skattahækkanir, en aðeins íslenskar fjölskyldur taka milljóna króna, og í mörgum tilvikum tugi milljóna króna skaða út úr kreppunni.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.12.2010 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.