Leita í fréttum mbl.is

Hörð gagnrýni frá "Garðarshólma"

iceland_a2004028_1355_1km_704895.jpg"Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með niðurlægingu þjóðernissósíalista í Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem vilja teljast til róttækrar vinstristefnu í evrópumálum. Það er sorglegt að horfa á þennan hóp standa með ofuríhaldinu í liði af fullkomlega blindri og misskilinni þjóðernishyggju. Gleymd er öll stéttarvitund og marxísk fræði sem þessir svo kölluðu róttæklingar þykjast þó hafa að leiðarljósi."

Þannig byrjar pistill á bloggíðunni Garðarshólmi, sem ritstjórn var bent á. Skrifað erum VG að mestu leyti. Kíkjum á meira:

"Evrópusambandið er ekki endanlegt svar við öllum vanda. En bandalagið byggir á samkomulagi aðildarríkjanna um að standa vörð um frið, lýðræðið og samræmingu reglna á grunnsviðum samfélagsins, hvað varðar réttindi launafólks, hvað varðar umhverfismál, vöruvernd og svo framvegis.

Það er nánast ömurlegt að lesa eftirfarandi texta hafðan eftir yngsta þingmanni Vinstri grænna og bónda að norðan á MBL þegar hann tiltekur gallana við Evrópusambandið:
Hann tekur sem dæmi, máli sínu til stuðnings, að ESB geri þá kröfu að íslensk stjórnvöld setji upp greiðslustofnun í landbúnaði. Sú stofnun hafi umsjón með öllu styrkjakerfinu eins og það sé uppbyggt í Evrópusambandinu. Það sé hins vegar byggt upp með öðrum hætti en hér á landi. (mbl. 20. nóv 2010).

Þingmanninum unga og bóndanum finnst s.s. miklu betra að Bændasamtökin íslensku fái að halda áfram að deila út skattfé almennings eins og samtökunum sýnist. Því stærsti hluti stjórnsýslunnar í landbúnaði er í höndum Bændasamtakanna. Landbúnaðarráðuneytið er nánast eins og útibú frá þessum samtökum og því ekki skrýtið að þeir sem fara þar með völdin vilji halda þeim.

Það sem þingmaðurinn “róttæki” og bóndinn óttast er að farið verði að kröfum Evrópusambandsins að öll styrkjamál í landbúnaði verði færð í opinbera stofnun sem HEYRI UNDIR LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ. Völdin verði s.s. tekin af Bændasamtökunum. Þessi “róttæki” þingmaður hefur engan áhuga á lægra matvöruverði til almennings, enda er almenningur ekki umbjóðendur hans, heldur þröng klíka bænda sem vill fá að skammta sér skattfé eftir eigin höfði og fá að ráða verðlagi á landbúnaðarvörum án afskipta frjálsra viðskipta almennings.

Í huga hins róttæka þingmanns er það þjóðinni hættulegt að almenningur fái að velja á milli danskra kjúklinga og íslenskra, franskra osta og íslenskra. Þá gleymir hann því alveg að þegar tollamúrar voru lækkaðir eða afnumdir á grænmeti, BATNAÐI hagur íslenskra grænmetisbænda, sem vegna samkeppni fóru í vöruþróun og hafa sjaldan haft það betra."

Síðan stendur þetta: "Hvar í flokki sem Íslendingar standa verða þeir að leggja gamaldags þjóðernisstefnu og rembu á hilluna og horfa fyrst og fremst á hagsmuni heildarinnar í landinu þegar ákveðið er hvort Íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu. Það þýðir ekki að íbúar landsins verði að láta af ættjarðarást sinni og virðingu fyrir öllu því góða sem íslensk menning og saga hefur að geyma. Þvert á móti.

Íslendingar hafa vegna sögu sinnar, menningar og reynslu af því að halda uppi samfélagi hér norður í hafi í rúm 1.100 ár mikið fram að færa við sameiginlegt borð Evrópuþjóða. Þar þurfa þeir ekki að skammast sín. Við eigum vísindamenn á heimsmælikvarða á mörgum sviðum, svo sem eins og í nýtingu umhverfisvænnar orku. Menning okkar og saga er ekkert síðri en menning og saga hinna 27 frjálsu og sjálfstæðu þjóðanna sem mynda Evrópusambandið.

Innan Evrópusambandsins myndu Íslendingar án vafa skipa sér til borðs með öðrum norrænum þjóðum sem eiga með sér sterk vináttu- og bræðrabönd. Innganga Íslands myndi styrkja norrænar áherslur innan Evrópusambandsins og þar með styrkja sambandið og þjóðirnar sjálfar."

Pistillinn í heild sinni 



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband