Leita í fréttum mbl.is

"Nojan" á Evrópuvaktinni!

"Nojan" sem einkennir Nei-sinna er alveg mögnuð! Þetta sést t.d. vel á málgagni Björns B og Styrmirs G, Evrópuvaktinni, í dag. 

Þar bregðast þeir við grein Andrésar Péturssonar, formanns Evrópusamtakanna, sem hann birti í Morgunblaðinu í gær.

Almennt er grein Evrópuvaktarinnar svo mikið bull að hún er vart svara verð, en við verðum.

Evrópuvaktarmenn saka Andrés (les: Evrópusinna) að ganga erinda ESB og setja hagsmuni þess ofar íslenskum hagsmunum. Slíkt er algjörlega út í hött!

 Áðurnefnd "noja" birtist einnig ágætlega í þessum orðum: ,,Nú eru meiri líkur en minni á því, að norðurleiðin milli Evrópu og Asíu opni nýja möguleika fyrir Íslendinga. Það er ein af meginástæðunum fyrir því, að Evrópusambandinu er mjög í mun að ná tangarhaldi á Íslandi. ESB-sinnar vilja sem sagt frekar að Evrópusambandið njóti góðs af þeim möguleikum en Íslendingar."

Menn sem stöðugt hugsa í samsæriskenningum, eiga erfitt með að líta raunveruleikann raunsæjum augum. Það á við um Evrópuvaktina. Styrmir og Björn hald að ESB vilji gleypa Ísland með húð og hári, allt sem við eigum og allt sem við gerum. Kynni menn hinsvegar sér málin, þá sjá menn að ESB yfirtekur t.d. ekki auðlindir ríkja eða annað sem lönd "eiga."

Andrés Pétursson benti hinsvegar í grein sinni aðeins á eina hlið á þessu máli, séð frá sjónarhóli Evrópusinna.

Og rökin fyrir aðild eru enn mjög gild: lægri vextir og verðbólga, möguleiki á afnámi verðtryggingar, aukinn stöðugleiki í efahagslífinu, nothæfur gjaldmiðill þegar fram í sækir, aukin samkeppni, betri neytendavernd, lækkun matvælaverðs, pólitísk áhrif í alþjóðlegu samhengi, betrumbætur í stjórnsýslu, aukin samvinna við aðrar þjóðir og svo framvegis! 

En kíkjum aðeins á það sem Andrés sagði: 

,,Á margan hátt má líkja efnahagsörðugleikunum við ólgusjó. Það gefur hressilega á bátinn og það þarf öfluga innviði til að standast stærstu öldurnar. Þá þurfa menn að spyrja sig; er betra að hrekjast um á opnu hafi á lítilli skektu í formi íslensku krónunnar eða á stóru og öflugu úthafsveiðiskipi í formi evrunnar? Í mínum huga er stærra skipið betri kostur. Bæði finnur maður síður fyrir öldunum og þar að auki eru fleiri um borð sem geta lagt hönd á plóg. 

Enginn Evrópusinni hefur hins vegar haldið því fram að evran sé einhver töfralausn á öllum okkar vandamálum. Upptaka evru tekur ekki frá okkur þá ábyrgð að eyða ekki um efni fram eins og því miður mörg lönd, þar á meðal Írland, Grikkland og Ísland, hafa gert. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem menn hafa spáð illa fyrir evrunni. Bandarískir hagfræðingar eins og Krugman og Stieglitz hafa spá illa fyrir evrunni í meira en áratug. Forseti Íslands hefur nýtt flest tækifæri sem gefast til að gera lítið úr evrunni svo ekki sé minnst á kostulegar yfirlýsingar núverandi ritstjóra Morgunblaðsins um evruna undanfarin tólf ár. Þetta minnir óneitanlega á hin frægu orð Marks Twains að „sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar“.

Staðreyndin er hins vegar sú að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu snýst um miklu meira en bara evruna. Það snýst um hvar við Íslendingar viljum staðsetja okkur geopólitískt í framtíðinni, hvar við teljum hagsmunum okkar best borgið og hvort við viljum hafa áhrif á þá löggjöf sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn meðal annars á sviði umhverfismála, neytendamála og verslunar og viðskipta. Það er stóra málið en ekki bara tímabundnir efnahagsörðugleikar í alþjóðasamfélaginu."
 

Andstæðingar aðildar vilja hinsvegar halda hagkerfi sem einkennist af óstöðugleika, möguleika á að gjaldfella gjaldmiðilinn, með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu fyrir almenning, hávaxtakerfi, verðbólgukerfi, verðtryggingarkerfi, minni samkeppni, minni neytendavernd, óbreytt stjórnsýsla og svo framvegis.

Þetta vilja s.s. Styrmir og Björn á Evrópuvaktinni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband