Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon um ESB-landbúnað-umhverfismál

Hallur Magnússon"Sauðfjárræktin mun blómstra sem aldrei fyrr og hin einstaka íslenska mjólk mun flæða í formi skyrs, smjörs og annarra mjólkurafurða inn á hinn stóra neytendamarkað sem lönd Evrópusambandsins er. Það eru nefnilega nægilega margir Evrópubúar sem vilja og geta keypt hágæða landbúnaðarvöru á háu verði.
 
Það eina sem þarf að tryggja er að hefðbundinn íslenskur landbúnaður haldist áfram sem hefðbundinn íslenskur landbúnaður. Þó með þeirri breytingu að íslenskir bændur geti lifað sómasamlegu lífi í stað þess hokurs og fátæktargildru sem íslensk stjórnvöld hafa skapað þeim á undanförnum árum.
 
Það er tiltölulega einföld leið að tryggja það í aðildarsamningum við Evrópusambandið. Við göngum frá samningum um íslenskan landbúnað á grundvelli umhverfismála en ekki á grundvelli landbúnaðarmála."

Svo segir Hallur Magnússon í nýjum pistli á Eyjubloggi sínu, en þar fjallar hann um ESB og landbúnaðarmál. Lesið allan pistilinn hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vitið þið það að sauðfjárræktin blómstrar í dag og kúamjólkin er góð og bæði sauðkindin og hesturinn er komin til Ameríku svo þetta er allt í lagi eins og það er. Hvað fékkstu Hallur fyrir þessa grein hjá ESB. 

Valdimar Samúelsson, 14.12.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þar kom að því að einhver sagði eitthvað raunhæft um ESB og landbúnaðinn á Íslandi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vissi ekki að það væri einhver höft á Landbúnaðarvörur til ESB landanna. Við höfum sjálfir verið að styrkja útflutning og jafnvel gefið kjöt til Póllands sem þeir vildu ekki éta en margar þjóðir eru ekki kindakjötsætur heldur svínakjötsætur

Valdimar Samúelsson, 14.12.2010 kl. 16:34

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ætli bændum sjálfum og samtökum þeirra og forystu sé ekki betur treystandi til þess að meta það sjálfir hvort ESB aðild sé þeim og atvinnugreininni hagstæð eða ekki.

Frekar en einhverjum ESB agent eins og Halli Magnússyni, sem færir lítil sem enginn rök í þessari grein sinni, fyrir þessari ESB sinnuðu niðurstöðu sinni. 

Ég held að enginn atvinnugrein og starfsstétt hér á landi hafi látið gera ítarlegar úttektir á því hvað ESB aðild þýddi fyrir þá og atvinnugreinina í heild.

Hingað til hafa allar þessar ítarlegu úttektir sýnt að ESB aðild yrði íslenskum bændum vægast sagt mjög mótdræg og atvinnugreininni í heild.

Svo kemur Frú Hólmfríður Bjarnadótir hér sem fyrr með sína barnslegu ESB áróðursspeki !

Gunnlaugur I., 14.12.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er skítsæmilegt núna en verður ennþá betra við inngöngu.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.12.2010 kl. 22:53

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Röklaus ertu með meiru Valdimar. Það sannast þó hið fornkveðna að sumir eru á móti hlutunum vegna fáfræði og haturs.

Það kemur þó fram hjá þér að þú sért einnig á móti EES. Sem hefur þó eingöngu aukið réttindi þín á Íslandi og bætt kjör þín umtalsvert.

Það að vera á móti sínum eigin hagsmunum telst ekki vera snjall leikur. 

Jón Frímann Jónsson, 14.12.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband