Leita í fréttum mbl.is

Stefán Benediktsson um "skort á heimilisfesti"

Stefán BenediktssonStefán Benediktsson skrifar áhugaverða hugleiðingu um Ísland/Þýskaland á blogg sitt og segir m.a.: "

"Íslendingar og þjóðverjar eru í vanda, heimilisfestuvanda. Þótt báðar þjóðirnar séu óumdeilt Evrópuþjóðir snýst vandi þeirra beggja um að horfast í augu við þessa einföldu staðreynd, að við erum Evrópuþjóðir sem báðar þurfa á góðum og velviljuðum grönnum að halda.

Þjóðverjar eru lýðræðisþjóð, án lýðræðissögulegs bakgrunns. Lýðræðið staldraði stutt við í Þýskalandi eftir fyrstu heimstyrjöldina, síðan tók Hitler þá úr leik í 15 ár og svo var annarri heimstyrjöldinni lokið. Undir verndarvæng BNA og með miklum stuðningi og góðvilja nágranna sinna byggðu þeir hratt upp lýðræðissamfélag. Nýja lýðræðisríkið byggði ekki á þjóðríkistilfinningu. Meiri áhersla var lögð á heimilisfestu í NATO, í Evrópu og í hópi Vesturlanda, að vera vestrænn, þeir hétu jú Vestur-þjóðverjar í munni annarra, en þeirra sjálfra. Samband V-Þýskalands og BNA var náið. V-Þjóðverjar áttu öryggi sitt, vegna vopnleysis, undir Bandaríkjamönnum.Eftir fall múrsins og Sovét var allt breytt. NATO var þarflaust. Evrópa og Þjóðverjar höfðu enga þörf fyrir Bandaríkjamenn og Bandaríkjamenn heldur enga þörf fyrir Evrópu.

Bandaríkjamenn þurfa nú fyrst og fremst að komast að samkomulagi við nýtt stórveldi, Kína, en til þess er engin þörf á bandamönnum hvorki vopnuðum né óvopnuðum. Þetta vopnlausa „stríð“ fer fram utan og án þátttöku Evrópu."

Síðan skrifar Stefán: ,,Íslendingar eiga svona „skort á heimilisfesti“ sameiginlegan með þjóðverjum. Það gerðist þó með öðrum hætti.  Við gáfum sjálfstæði okkar áður en orðið varð til í munni okkar. Gáfum það til að stöðva innanlandsátök sem hinn nýi erlendi herra hafði kynt undir. Það var 1262. Síðan fengum við fullveldi 1918 og settum tvo banka á hausinn i löbet av null komma fem,  en nutum öryggis undir vernd þess samveldis, sem við vorum hluti af. Svo kom stríð og við ákváðum að verða sjálfstæð, en næstum því daginn eftir báðum við guð að hjálpa okkur eða réttara sagt guðs útvöldu þjóð BNA. Þeir komu í hvelli með sitt „varnarlið“ og við einbeittum okkur að fjölbreytni tegunda í spillingu og einokun, eins og hermangi fyrir verktaka og innflytjendur og verðbólgu fyrir útgerð og útflytjendur og Sambandinu fyrir Framsókn."

Pistill Stefáns í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þvílíkt rugl og þvílík afbökun á sjálfstæði og frelsi íslensku þjóðarinnar.

Þessi arfa vitlausa "utohpíu" grein Stefáns Bendediktssonar, slær öll fyrri met í rugli. 

Ja aldeilis langt er nú seilst til þess að túlka úrtölurnar og gagnsleysið fyrir sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar og trúa okkur fyrir kostum og kynjum ESB Elítunnar og þeirr Stórríkisins !

Svei þessum legátum ESB- Elítunnar á Íslandi.

Skyldi hann vera á launum við þetta frá áróðursmálaapparati ESB Elítunnar á Íslandi ? 

Þeir ætla víst að sáldra gullpeningum sínum á svona ESB áróðurs legáta og leigupenna sem til eru í að tala þjóðhollustuna og sjálfstæðið úr íslensku þjóðinni, þ.e. úrtöluliðið sem talar nú linnulaust fyrir ESB helsinu og Stórríki þeirra !

Svei þessu óþjóðaliði ESB legátana !

Gunnlaugur I., 15.12.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband