Leita í fréttum mbl.is

Kaupmátturinn hrundi!

VerslarRÚV greinir frá: "Efnahagskreppan hefur komið harðar niður á íslenskum launþegum en nokkrum öðrum launþegum í heiminum. Þetta er niðurstaða samanburðarkönnunar, sem Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti í dag.

Með samtals 13% samdrætti í kaupmætti launa frá ársbyrjun 2008 til ársloka 2009 skera íslenskir launþegar sig úr í samanburðarkönnun Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf."

"Öfugt við íslenska launþega héldu launþegar í nágrannalöndunum víðast hvar launum sínum þrátt fyrir kreppuna, að minnsta kosti hlutfallslega, miðað við vinnutíma, því í nokkrum löndum var kreppunni mætt með færri vinnustundum, t.d. í Þýskalandi. Í skýrslunni er líka borið saman hlutfall launa af landsframleiðslu; með öðrum orðum, hversu mikið af hagnaðinum rennur í vasa launþega og hversu mikið af honum fer í vasa annarra." 

Kaupmáttur mælir jú hvað launamenn fá fyrir launin sín í viðkomandi gjaldmiðli, í þessu tilfelli íslensku krónuna.  

Ísland sker sig úr varðandi kreppuna að því leyti að ekki bara hrundu bankarnir, heldur líka gjaldmiðillinn.

Blessuð krónan hlýtur því að eiga hér hlut að máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er svo merkilegt með ykkur ESB trúboðana að það hlakkar í ykkur í hvert einasta skipti sem að þið getið bent á eitthvað slæmt um íslenskt þjóðfélag eða íslenska atvinnuvegi eða yfirleitt allt það sem íslenskt er.

Að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi lækkað um heil 13% á Íslandi í kreppunni finnst mér alls ekki mikið. 

alls ekki ef tekið er tillit til þess að árin 20 þar á undan hækkaði hann mun meira en í flestum ef ekki öllum ríkjum ESB landanna, en þar var hann mjög lágur á heimsvísu.

Heldur alls ekki ef að tekið er tillit til þess að fyrir kreppuna var kaupmáttur launa hér mun hærri en í flestum ríkjum heims þar á meða í samanburði við ríki ESB.

Meira að segja nú þrátt fyrir þessa 13% kaupmáttarskerðingu þá er kaupmátturinn á Íslandi enn talsvert hærri en í flestum ríkjum ESB og mikið hærri en meðaltal ESB ríkjanna.

Síðan þarf líka að taka tillit til þess að atvinnuleysi hefur verið hér mun minna en í flestum ESB ríkjunum og einnig mun minna en hefur verið að meðaltali meðal ESB ríkjanna.

Þessi 13% lækkun á kaupmætti samsvarar til svipuðum kaupmætti og hér var árið 2003 og var þá talinn mjög góður og hafði vaxið gríðarlega mörg ár þar á undan.

Þannig að áður en þið reynið í sífellu að gera lítið úr landi ykkar og þjóð þá ættuð þið að reyna að horfa á heildarmyndina en ekki sífellt nota þessa ESB rörsýn ykkar sem mælikvarða á alla hluti !

Gunnlaugur I., 16.12.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband