Leita í fréttum mbl.is

Þorskveiðar fá alþjóðlega vottun: Styrkir vígstöðu okkar gagnvart ESB

ÞorskurÁ vef LÍÚ segir: "Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar.

Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification, sem er óháð vottunarstofa sem hlotið hefur faggildingu samkvæmt ISO staðli, var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur nú lokið þessara úttekt og gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum."

Öll fréttin 

Þetta er gott mál og getur aðeins styrkt vígstöðu Íslands gagnvart ESB í komandi samningaviðræðum við sambandið. Við erum sérfræðingarnir í íslenskri lögsögu, þekkjum hana best og hefðin og reynslan er okkar! Lögsagan er líka okkar og ENGRA ANNARARA! 

Fínt mál! Óskum útgerðinni til hamingju!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband