Leita í fréttum mbl.is

Hádegismóaskáldið fer á kostum!

MBL"Hádegismóaskáldið" fer á kostum í Reykjavíkurbréfi MBL í dag, enda mikilhæfur stílisti og húmoristi. Takið eftir frjórri orðanotkun í þessu broti úr bréfinu, en höfundurinn tekur upp hanskann fyrir Lilju Mósesdóttur í bréfinu og segir: 

,,Með hliðsjón af þessum alkunnu staðreyndum eru árásir núverandi forsætisráðherra á Lilju Mósesdóttur (sem hún kallar jafnan Lilju Móses) í besta falli broslegar, en þó helst ósvífnar. Þær koma að minnsta kosti úr hörðustu átt. Það endaði þannig að Jóhanna stóð loks við hótanir sínar og fór úr ríkisstjórn. Og hún yfirgaf líka flokkinn sinn. Og fyrir ill örlög þjóðarinnar sköpuðust í fáeinar vikur skilyrði til að slíkur stjórnmálamaður lenti í leiðtogasæti þjóðarinnar, þegar hún þurfti helst á öllu öðru að halda. Og háttalagið hefur ekkert breyst. Hótanirnar halda sífellt áfram. Og allt of lengi hafa þær verið teknar alvarlega. Íslenska þjóðin er nú í aðlögunarferli að ESB þótt hún sé alfarið á móti því af því að Alþingi undir hótunum Jóhönnu og Samfylkingar samþykkti að fara í aðildarviðræður. Þeim viðræðum er enn þvert gegn betri vitund lýst sem könnunarviðræðum, »sjá hvað er í pakkanum-viðræðum«. Þingmenn VG, allir sem einn, vita nú orðið í hjarta sínu að það þurfti ekki að kaupa sæti í ríkisstjórn með Samfylkingunni því ógnarverði sem Steingrímur J. gerði og því miður Ögmundur Jónasson, sem lét Össur, af öllum mönnum, plata sig. Samfylkingin sá að hún var búin að berja allt lífsmark úr Sjálfstæðisflokknum og hún yrði að kosta öllu til að komast í aðra ríkisstjórn og í aðstöðu til að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um »hrunið«. Til þess mundi hún hafa óskoraðan stuðning Baugsmiðlanna auðvitað og fréttastofu RÚV, eins og hefur sýnt sig. Samfylkingin, sem var pólitískt dótturfélag Baugs og helsti pólitíski ábyrgðarmaður útrásarmannanna og hafði tryggt að fjölmiðlaumræðan myndi standa með auðmönnum á móti almenningi, vildi allt til þess vinna að sitja ekki samsíða Sjálfstæðisflokknum. Það átti jafnt við um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það var lykillinn að því að hún gæti í samstarfi við tvær fyrrnefndar áróðursmaskínur dregið upp falska mynd af því sem fram fór. Steingrímur, sem var búinn að standa í ráðherraspreng síðan 1991 eða í tæpa tvo áratugi, skynjaði af þeim ástæðum ekki að það var VG sem gat sett öll skilyrðin en ekki öfugt. Sjálfsagt er þetta eitt örlagaríkasta vanmat á pólitískri stöðu sem þekkt er á Íslandi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hugmyndaflugið er ekki þrotið í móunum, en er ekki lesendunum að fækka.  Enn það rugl sem vellur frá "skáldinu"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2010 kl. 21:09

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er hárrétt hjá Evrópusamtökunum að Davíð Oddson er mikilhæfur stílisti og húmoristi. Það sama verður ekki sagt um ritstjóra Evrópusamtakanna. Nú veit hann að baráttan er töpuð. Nú mun hann fjalla um bókmenntir og listir þar til við slítum aðildarviðræðunum.

Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2010 kl. 21:48

3 Smámynd: Benedikta E

Gott hjá Evrópusamtökunum - að leggja sitt af mörkum til að vekja athygli sem allra - allra flestra á þessu frábæra og sanna Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 18/12. - þar sem vesælli Jóhönnu og hennar framferði er rétt lýst.....................

Benedikta E, 19.12.2010 kl. 08:38

4 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Hafa einhverjir stjórnmálamenn valdið þjóðinni meiri skaða en Davíð Oddson?

Guðjón Eiríksson, 19.12.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband