18.12.2010 | 18:02
Hádegismóaskáldið fer á kostum!
"Hádegismóaskáldið" fer á kostum í Reykjavíkurbréfi MBL í dag, enda mikilhæfur stílisti og húmoristi. Takið eftir frjórri orðanotkun í þessu broti úr bréfinu, en höfundurinn tekur upp hanskann fyrir Lilju Mósesdóttur í bréfinu og segir:
,,Með hliðsjón af þessum alkunnu staðreyndum eru árásir núverandi forsætisráðherra á Lilju Mósesdóttur (sem hún kallar jafnan Lilju Móses) í besta falli broslegar, en þó helst ósvífnar. Þær koma að minnsta kosti úr hörðustu átt. Það endaði þannig að Jóhanna stóð loks við hótanir sínar og fór úr ríkisstjórn. Og hún yfirgaf líka flokkinn sinn. Og fyrir ill örlög þjóðarinnar sköpuðust í fáeinar vikur skilyrði til að slíkur stjórnmálamaður lenti í leiðtogasæti þjóðarinnar, þegar hún þurfti helst á öllu öðru að halda. Og háttalagið hefur ekkert breyst. Hótanirnar halda sífellt áfram. Og allt of lengi hafa þær verið teknar alvarlega. Íslenska þjóðin er nú í aðlögunarferli að ESB þótt hún sé alfarið á móti því af því að Alþingi undir hótunum Jóhönnu og Samfylkingar samþykkti að fara í aðildarviðræður. Þeim viðræðum er enn þvert gegn betri vitund lýst sem könnunarviðræðum, »sjá hvað er í pakkanum-viðræðum«. Þingmenn VG, allir sem einn, vita nú orðið í hjarta sínu að það þurfti ekki að kaupa sæti í ríkisstjórn með Samfylkingunni því ógnarverði sem Steingrímur J. gerði og því miður Ögmundur Jónasson, sem lét Össur, af öllum mönnum, plata sig. Samfylkingin sá að hún var búin að berja allt lífsmark úr Sjálfstæðisflokknum og hún yrði að kosta öllu til að komast í aðra ríkisstjórn og í aðstöðu til að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um »hrunið«. Til þess mundi hún hafa óskoraðan stuðning Baugsmiðlanna auðvitað og fréttastofu RÚV, eins og hefur sýnt sig. Samfylkingin, sem var pólitískt dótturfélag Baugs og helsti pólitíski ábyrgðarmaður útrásarmannanna og hafði tryggt að fjölmiðlaumræðan myndi standa með auðmönnum á móti almenningi, vildi allt til þess vinna að sitja ekki samsíða Sjálfstæðisflokknum. Það átti jafnt við um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það var lykillinn að því að hún gæti í samstarfi við tvær fyrrnefndar áróðursmaskínur dregið upp falska mynd af því sem fram fór. Steingrímur, sem var búinn að standa í ráðherraspreng síðan 1991 eða í tæpa tvo áratugi, skynjaði af þeim ástæðum ekki að það var VG sem gat sett öll skilyrðin en ekki öfugt. Sjálfsagt er þetta eitt örlagaríkasta vanmat á pólitískri stöðu sem þekkt er á Íslandi."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hugmyndaflugið er ekki þrotið í móunum, en er ekki lesendunum að fækka. Enn það rugl sem vellur frá "skáldinu"
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2010 kl. 21:09
Það er hárrétt hjá Evrópusamtökunum að Davíð Oddson er mikilhæfur stílisti og húmoristi. Það sama verður ekki sagt um ritstjóra Evrópusamtakanna. Nú veit hann að baráttan er töpuð. Nú mun hann fjalla um bókmenntir og listir þar til við slítum aðildarviðræðunum.
Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2010 kl. 21:48
Gott hjá Evrópusamtökunum - að leggja sitt af mörkum til að vekja athygli sem allra - allra flestra á þessu frábæra og sanna Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 18/12. - þar sem vesælli Jóhönnu og hennar framferði er rétt lýst.....................
Benedikta E, 19.12.2010 kl. 08:38
Hafa einhverjir stjórnmálamenn valdið þjóðinni meiri skaða en Davíð Oddson?
Guðjón Eiríksson, 19.12.2010 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.