Leita í fréttum mbl.is

Hömlun haftanna

EyjanÁ Eyjunni stendur: ,,Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki eiga undir högg að sækja að því er kemur fram í nýrri grein í Iðnaðarblaðinu. Eins og Eyjan hefur greint frá, hefur mikil ásókn bankanna í tæknimenntað starfsfólk valdið nýsköpunarfyrirtækjum erfiðleikum við að manna sig.

„Það hefur ekki orðið nýliðun að ráði í tæp þrjú ár. Þetta gerir okkur voðalega erfitt fyrir. Við berjumst um hvern mann. Það er líka mjög erfitt að flytja fólk til landsins. Fólk utan Evrópusambandsins á mjög erfitt með að flytja hingað vegna þess að það eru miklar hömlur á að fá starfsfólk erlendis frá,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja.

Eitt þeirra vandamála sem þessi fyrirtæki glíma við er að erfitt hefur verið að afla fjár. Fyrir utan að lítið fjármagn er í boði verða þeir sem leggja fé í sprotafyrirtæki að vera þolinmóðir og skilja að langur tími getur liðið frá fjárfestingu til þess tíma að fjárfestingin skili arði. Þá hefur reynst sérstaklega erfitt að afla fjármagns erlendis frá. Rekstrarskilyrði eru óstöðug og þau fyrirtæki sem hafa erlenda fjárfesta innanborðs á annað borð vaxa mörg að mestu leyti erlendis núna. Þar nefnir Svana sem dæmi Össur, Actavis og Marel. Hættan við þessar aðstæður er að starfsemin flytjist úr landi og komi ekki hingað aftur." (Feitletrun, ES-blogg)

Öll fréttin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hverju orði sannara

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband