Leita í fréttum mbl.is

Eru Evrópusinnar andstæðingar íslensks landbúnaðar?

KúÞær eru margar goðsagnirnar um ESB. Dæmi: ESB ætlar að INNLIMA Ísland, ESB tekur AF OKKUR FISKINN. ESB tekur AF OKKUR ORKUNA og svo framvegis. Það er af nógu að taka.

Enn ein goðsögnin eða tilraun til goðsagnamyndunar, má finna í Fréttablaðinu í dag, en það er að finna í grein eftir Arnþrúði Heimisdóttur, grunnskólakennara.

Við tökum það strax fram að við fögnum innákomu fleiri kvenna inn á ESB-leikvöllinn!

En við fögnum kannski ekki alveg með sama hætt því sem Arnrþúður segir um Evrópusinna og landbúnað.

Það ber að taka fram til að byrja með, að bændur eru ekki hafnir yfir gagnrýni, rétt eins og aðrar stéttir eða aðilar sem koma að "kerfum" þessa lands. Útgerðarmenn eru heldur ekki hafnir yfir gagnrýni, kennarar, löggur eða læknar, svo dæmi séu tekin.

Grein Arnþrúðar ber titilinn:Vinna fjölmiðlar gegn landbúnaði? og er veltir Arnþrúður fyrir sér ýmsu í sambandi við bændur, fjölmiðla og ESB/Evrópusinna. Hún segir m.a. að fjölmiðlar séu að "leika" sér með fólk sem vinnur í landbúnaði.

Um okkur Evrópusinna segir Arnþrúður beinum orðum: "Stuðningsmenn Evrópusambandsaðilar eru oft andstæðingar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn."

Þetta er að okkar mati grundvallar misskilningur hjá Arnþrúði. Margir Evrópusinnar gagnrýna hinsvegar það FYRIRKOMULAG sem er á íslensku landbúnaðarkerfi, sem er eitt hið dýrasta og mest styrkta í heimi. Og hefur verið svo lengi. Árlega kostar landbúnaðarkerfið um 10.000 milljónir og rekstur Bændasamtakanna um 500 milljónir, úr vasa almennings.

Og bændur eru ekkert að þvælast fyrir aðildarumsókn, þeir vilja hinsvegar ekki vera með og hafa firrt sig ábyrgð á samningaferlinu. Af umfjöllun í Bændablaðinu má hinsvegar lesa að það eru til þeir bændur sem eru á þeirri skoðun að bændur eigi að taka þátt í þessu ferli. Aðildarferlið er í gangi og í því fer fram vinna, án beinnar aðkomu bænda.

Hversvegna? Jú, kannski helst vegna þess að íslenskur landbúnaður hefur breyst mjög mikið (án ESB) og mun breytast á komandi áratugum (með/eða án ESB!)

Evrópusinnum er ekki illa við bændur eða eru andstæðingar þeirra og vilja að sjálfsögðu sjá líflegan, góðan íslenskan landbúnað, þar sem framleiddar eru gæðavörur.

Íslenskt landbúnaðarkerfi er hinsvegar ekki fullkomið og verður aldrei (með eða án ESB!). Það má bæta. Til dæmis skipta gengismál og jafnvægi í efnahagsumhverfi miklu máli fyrir bændur.

Margir Evrópusinnar hafa bent á TÆKIFÆRI fyrir íslenskan landbúnað, en stundum er eins og talað sé fyrir daufum eyrum. Stundum er eins og "kerfið" sé fasti, sem ekki er hægt að breyta.

Staðhæfing Arnþrúðar er því röng og ritara finnst ekkert betra en góðar sósur með íslenskum rjóma eða nýbakað brauð með smjöri! Bara lítið dæmi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 20.12.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er á því að landbúnaðurinn mun eflast við ESB. Bændur muni vegna betur.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband